Spilar á Þránófón og reynir á þolrif fólks Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 16:30 Ingi segir tónlistina verða til út frá eiginleikum hljóðfærisins. VÍSIR/VILHELM Ingi Garðar Erlendsson er tónsmiður, hljóðfæraleikari, hljóðfæraviðgerðamaður og fremsti Þránófónleikari í heimi. „Þetta er í rauninni ekki beint hljóðfæri. Frekar hugmynd,“ segir Ingi sem mun spila á Þránófóninn á tónleikum í Mengi í kvöld klukkan níu. „Ég ætla að spila eitt langt spunaverk, það verður svona hálfgert dúndur. Hugmyndin er að spila í sextíu mínútur. Fólk má alveg kíkja inn og fara svo bara. Það þarf ekkert að vera allan tímann því þetta mun alveg örugglega reyna svolítið á þolrifin,“ segir Ingi. Þránófóninn smíðaði Ingi ásamt belgíska myndlistarmanninum Pieter de Buck út frá hugmynd Þráins Hjálmarssonar. „Ég þarf að vera mjög nákvæmur. Ég nýti mér eiginleika hljóðfærisins og tónlistin verður til út frá eiginleikum hljóðfærisins,“ útskýrir Ingi og heldur áfram: „Það er ekki líkamlega erfitt að spila á Þránófóninn en það er mjög erfitt að stjórna honum.“ Ingi segir Þránófóninn hafa komið að góðum notum. „Við höfum notað þetta helling en yfirleitt ekki sem sólóhljóðfæri. Það hafa verið samin verk fyrir Þránófóninn með öðrum hljóðfærum.“ „Tilgangurinn var bara að stækka hljóðforðann,“ segir Ingi aðspurður að því hvers vegna þeir félagar hafi ráðist í smíði á Þránófóninum. „Ég smíða oft hljóðfæri fyrir tónverkin mín. Ég er hljóðfæraviðgerðamaður og einn af fáum sem gera við brasshljóðfæri á landinu. Ég er alltaf að smíða og vesenast, taka í sundur og setja saman.“ „Það er ekki bara nauðsynlegt að halda áfram að búa til nýja tónlist heldur líka nýja hljóðgjafa og ný hljóð. Þó það sé kannski aldrei bókstaflega hægt að búa til eitthvað nýtt, það er þó allavega hægt að reyna.“ Ingi segir erfitt að lýsa hljóðinu sem Þránófónninn gefur frá sér. „Þetta er líkt hljóðinu sem kemur á 17. júní þegar míkrafónninn er of nálægt hátalaranum. Svona endurómunarhljóð. Það er erfitt að útskýra það, maður þarf eiginlega að heyra það bara.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Ingi Garðar Erlendsson er tónsmiður, hljóðfæraleikari, hljóðfæraviðgerðamaður og fremsti Þránófónleikari í heimi. „Þetta er í rauninni ekki beint hljóðfæri. Frekar hugmynd,“ segir Ingi sem mun spila á Þránófóninn á tónleikum í Mengi í kvöld klukkan níu. „Ég ætla að spila eitt langt spunaverk, það verður svona hálfgert dúndur. Hugmyndin er að spila í sextíu mínútur. Fólk má alveg kíkja inn og fara svo bara. Það þarf ekkert að vera allan tímann því þetta mun alveg örugglega reyna svolítið á þolrifin,“ segir Ingi. Þránófóninn smíðaði Ingi ásamt belgíska myndlistarmanninum Pieter de Buck út frá hugmynd Þráins Hjálmarssonar. „Ég þarf að vera mjög nákvæmur. Ég nýti mér eiginleika hljóðfærisins og tónlistin verður til út frá eiginleikum hljóðfærisins,“ útskýrir Ingi og heldur áfram: „Það er ekki líkamlega erfitt að spila á Þránófóninn en það er mjög erfitt að stjórna honum.“ Ingi segir Þránófóninn hafa komið að góðum notum. „Við höfum notað þetta helling en yfirleitt ekki sem sólóhljóðfæri. Það hafa verið samin verk fyrir Þránófóninn með öðrum hljóðfærum.“ „Tilgangurinn var bara að stækka hljóðforðann,“ segir Ingi aðspurður að því hvers vegna þeir félagar hafi ráðist í smíði á Þránófóninum. „Ég smíða oft hljóðfæri fyrir tónverkin mín. Ég er hljóðfæraviðgerðamaður og einn af fáum sem gera við brasshljóðfæri á landinu. Ég er alltaf að smíða og vesenast, taka í sundur og setja saman.“ „Það er ekki bara nauðsynlegt að halda áfram að búa til nýja tónlist heldur líka nýja hljóðgjafa og ný hljóð. Þó það sé kannski aldrei bókstaflega hægt að búa til eitthvað nýtt, það er þó allavega hægt að reyna.“ Ingi segir erfitt að lýsa hljóðinu sem Þránófónninn gefur frá sér. „Þetta er líkt hljóðinu sem kemur á 17. júní þegar míkrafónninn er of nálægt hátalaranum. Svona endurómunarhljóð. Það er erfitt að útskýra það, maður þarf eiginlega að heyra það bara.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira