INTSP í stað náttúrupassa! Hans Kristjánsson skrifar 3. mars 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa verður að öllum líkindum lagt fram á vorþingi sem nú er hafið. Innheimta er áætluð á árinu 2015 en framkvæmdin öll virðist vera í lausu lofti. Oft höfum við orðið vitni að misviturlegum laga- og reglugerðarsetningum stjórnvalda síðustu ár. Nægir að benda á lög og reglugerðir um fjárfestingabankastarfsemi sem allir landsmenn vita hvernig endaði. Kostnaðarsöm eftirlitsstofnun mátti sín lítils þrátt fyrir góðan vilja í því máli. Lögin voru gölluð og eftirlitið eftir því á brauðfótum. Í þessu náttúrupassamáli, á upplýsinga- og tölvuöld, þarf að hugsa út fyrir boxið. Í fyrirsögn greinarinnar er minnst á INTSP. INTSP stendur fyrir Iceland natur, tourist and safety pass. Þennan passa munu allir erlendir ferðamenn, sem heimsækja Ísland, sækja um á netinu. Framkvæmdin er einföld og þekkja flestir Íslendingar, sem til Bandaríkjanna hafa komið, hvernig það ferli er byggt upp (ESTA – Electronic System for Travel Authorization). Upplýsingarnar, sem geta með auðveldum hætti verið breytilegar (rafrænt), munu færa ferðaþjónustunni í landinu mikilvægar upplýsingar og verður auðvelt að nálgast viðkomandi ferðamenn með ýmsar þær kannanir sem gerðar eru hér á landi í gegnum þennan miðil. Rafrænt er hægt að sjá hvenær sem er hvort viðkomandi hafi slíkan passa eða ekki. Passinn verður tengdur rafrænt viðkomandi vegabréfi. Viðurlög eiga að sjálfsögðu að vera fjárhagslega íþyngjandi og koma skýrt fram í umsóknarferlinu. Yfir háannatíma ferðaþjónustunnar í landinu er auðvelt og ekki kostnaðarsamt að aðilar á vegum stjórnvalda sæki helstu ferðamannastaði landsins heim og taki stikkprufur á dreifingu INTSP-passans.Einföld aðgerð En af hverju INTSP í stað náttúrupassa? Jú, fyrst og fremst vegna þess að þetta er einföld aðgerð. Hún er auðveld í eftirliti og mun skila verulegum fjárhæðum strax. Einnig má benda á það að slík rafræn innheimta snertir hvorki né íþyngir fyrirtækjum sem starfa við ferðamennsku hér á landi. Hugmynd INTSP gerir einnig ráð fyrir umbun fyrir útköll björgunarsveita landsins og Landhelgisgæslunnar. Passinn verður þannig hluti af öryggisþætti ferðamála í landinu. Hingað sóttu landið, á síðasta ári, um 1.100.000 erlendir gestir. Það gefur með 80% nýtingu og 3.000 króna gjaldi rúma 2,5 milljarða (2,640.000.000) á einu ári. Þessari fjárhæð er hægt að skipta upp t.d. þannig að 20% (528.000.000) fari í framkvæmd passans og umsýslu honum tengda, 10% (264.000.000) fari í rannsóknir á ferðaþjónustunni í landinu, 10% (264.000.000) fari til björgunarsveitanna og Landhelgisgæslunnar eftir ákveðnu kerfi er tengist útköllum og 60% (1.584.000.000) til ferðamannastaða eftir sjóðsreglum þar um. Það er ekki spurning að hugmyndir stjórnvalda um náttúrupassa eru á villigötum. Rafræn innheimta eins og hér hefur verið lýst í grófum dráttum er framtíðin. Við þurfum ekki að finna upp hjólið (ESTA). Kjörnir fulltrúar á þingi í ríkri samvinnu við ferðaþjónustuna í landinu þurfa að gyrða sig í brók og hrinda slíku þjóðþrifamáli í framkvæmd strax. Ýtum náttúrupassahugmyndinni, eins hún liggur fyrir þinginu í dag, út af borðinu. Innleiðum frekar INTSP, rafrænan passa með mikla möguleika til góðra verka fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Passa sem mun færa fjölmörgum ferðamannastöðum möguleika á öflugri uppbyggingu og styrkja öryggisþætti tengda ferðamennsku hér á landi svo um munar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp um náttúrupassa verður að öllum líkindum lagt fram á vorþingi sem nú er hafið. Innheimta er áætluð á árinu 2015 en framkvæmdin öll virðist vera í lausu lofti. Oft höfum við orðið vitni að misviturlegum laga- og reglugerðarsetningum stjórnvalda síðustu ár. Nægir að benda á lög og reglugerðir um fjárfestingabankastarfsemi sem allir landsmenn vita hvernig endaði. Kostnaðarsöm eftirlitsstofnun mátti sín lítils þrátt fyrir góðan vilja í því máli. Lögin voru gölluð og eftirlitið eftir því á brauðfótum. Í þessu náttúrupassamáli, á upplýsinga- og tölvuöld, þarf að hugsa út fyrir boxið. Í fyrirsögn greinarinnar er minnst á INTSP. INTSP stendur fyrir Iceland natur, tourist and safety pass. Þennan passa munu allir erlendir ferðamenn, sem heimsækja Ísland, sækja um á netinu. Framkvæmdin er einföld og þekkja flestir Íslendingar, sem til Bandaríkjanna hafa komið, hvernig það ferli er byggt upp (ESTA – Electronic System for Travel Authorization). Upplýsingarnar, sem geta með auðveldum hætti verið breytilegar (rafrænt), munu færa ferðaþjónustunni í landinu mikilvægar upplýsingar og verður auðvelt að nálgast viðkomandi ferðamenn með ýmsar þær kannanir sem gerðar eru hér á landi í gegnum þennan miðil. Rafrænt er hægt að sjá hvenær sem er hvort viðkomandi hafi slíkan passa eða ekki. Passinn verður tengdur rafrænt viðkomandi vegabréfi. Viðurlög eiga að sjálfsögðu að vera fjárhagslega íþyngjandi og koma skýrt fram í umsóknarferlinu. Yfir háannatíma ferðaþjónustunnar í landinu er auðvelt og ekki kostnaðarsamt að aðilar á vegum stjórnvalda sæki helstu ferðamannastaði landsins heim og taki stikkprufur á dreifingu INTSP-passans.Einföld aðgerð En af hverju INTSP í stað náttúrupassa? Jú, fyrst og fremst vegna þess að þetta er einföld aðgerð. Hún er auðveld í eftirliti og mun skila verulegum fjárhæðum strax. Einnig má benda á það að slík rafræn innheimta snertir hvorki né íþyngir fyrirtækjum sem starfa við ferðamennsku hér á landi. Hugmynd INTSP gerir einnig ráð fyrir umbun fyrir útköll björgunarsveita landsins og Landhelgisgæslunnar. Passinn verður þannig hluti af öryggisþætti ferðamála í landinu. Hingað sóttu landið, á síðasta ári, um 1.100.000 erlendir gestir. Það gefur með 80% nýtingu og 3.000 króna gjaldi rúma 2,5 milljarða (2,640.000.000) á einu ári. Þessari fjárhæð er hægt að skipta upp t.d. þannig að 20% (528.000.000) fari í framkvæmd passans og umsýslu honum tengda, 10% (264.000.000) fari í rannsóknir á ferðaþjónustunni í landinu, 10% (264.000.000) fari til björgunarsveitanna og Landhelgisgæslunnar eftir ákveðnu kerfi er tengist útköllum og 60% (1.584.000.000) til ferðamannastaða eftir sjóðsreglum þar um. Það er ekki spurning að hugmyndir stjórnvalda um náttúrupassa eru á villigötum. Rafræn innheimta eins og hér hefur verið lýst í grófum dráttum er framtíðin. Við þurfum ekki að finna upp hjólið (ESTA). Kjörnir fulltrúar á þingi í ríkri samvinnu við ferðaþjónustuna í landinu þurfa að gyrða sig í brók og hrinda slíku þjóðþrifamáli í framkvæmd strax. Ýtum náttúrupassahugmyndinni, eins hún liggur fyrir þinginu í dag, út af borðinu. Innleiðum frekar INTSP, rafrænan passa með mikla möguleika til góðra verka fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Passa sem mun færa fjölmörgum ferðamannastöðum möguleika á öflugri uppbyggingu og styrkja öryggisþætti tengda ferðamennsku hér á landi svo um munar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar