Skýrsla Alþjóðamálastofnunar um Ísland og ESB kynnt 7. apríl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2014 12:43 Vísir/GVA Skýrsla Alþjóðamálastofnunar um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið verður kynnt á blaðamannafundu á Grand Hótel mánudaginn 7. apríl. Skýrslan, sem stofnunin vinnur fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, hefur verið í vinnslu frá því í nóvember. Í henni á að greina frá þeim álitaefnum sem séu til staðar og kosti í stöðunni fyrir Ísland. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gagnrýnt skýrsluna og sagt ekkert mark á henni að taka í ljósi þess fyrir hverja skýrslan sé unnin. „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB,“ sagði utanríkisráðherrann við Bylgjuna og Vísi í febrúar. Sama dag kynnti hann Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var að beiðni ráðherrans. Gylfi Þór Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði við það tilefni fráleitt að ætla að niðurstöður skýrslunar væru pantaðar. „Það erum ekki við sem erum í skýrslugerð. Alþjóðamálastofnun fær akademískt frelsi til þess að vinna þessa skýrslu. Alþjóðamálastofnun tengist líka Utanríkisráðuneytinu sterkum böndum, þannig að maður hefði haldið að utanríkisráðherra hefði meiri trú á þessari stofnun en svo að hann haldi að hægt sé að panta niðurstöður úr skýrslum sem hún vinnur,“ sagði Gylfi. Fundurinn fer sem fyrr segir fram að morgni mánudagsins 7. apríl á Grand hóteli og verður sýnt beint frá honum á Vísi. Tengdar fréttir Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56 „Fræðimenn eru ekki vandamálið - frekar stjórnmálamennirnir“ Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, furðar sig á því að nafn hans sé tengt við umræðu um Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar. Honum þykja ummæli ráðamanna ekki ná nokkurri átt. 20. febrúar 2014 15:44 Úttekt á stöðu aðildarviðræðna við ESB kynnt næsta vor Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands mun vinna úttekt á stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB). 22. nóvember 2013 13:44 Evrópuskýrslan til umræðu á Alþingi í dag Þingfundur hefst kl. 15. 19. febrúar 2014 10:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Skýrsla Alþjóðamálastofnunar um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið verður kynnt á blaðamannafundu á Grand Hótel mánudaginn 7. apríl. Skýrslan, sem stofnunin vinnur fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, hefur verið í vinnslu frá því í nóvember. Í henni á að greina frá þeim álitaefnum sem séu til staðar og kosti í stöðunni fyrir Ísland. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gagnrýnt skýrsluna og sagt ekkert mark á henni að taka í ljósi þess fyrir hverja skýrslan sé unnin. „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB,“ sagði utanríkisráðherrann við Bylgjuna og Vísi í febrúar. Sama dag kynnti hann Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var að beiðni ráðherrans. Gylfi Þór Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði við það tilefni fráleitt að ætla að niðurstöður skýrslunar væru pantaðar. „Það erum ekki við sem erum í skýrslugerð. Alþjóðamálastofnun fær akademískt frelsi til þess að vinna þessa skýrslu. Alþjóðamálastofnun tengist líka Utanríkisráðuneytinu sterkum böndum, þannig að maður hefði haldið að utanríkisráðherra hefði meiri trú á þessari stofnun en svo að hann haldi að hægt sé að panta niðurstöður úr skýrslum sem hún vinnur,“ sagði Gylfi. Fundurinn fer sem fyrr segir fram að morgni mánudagsins 7. apríl á Grand hóteli og verður sýnt beint frá honum á Vísi.
Tengdar fréttir Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56 „Fræðimenn eru ekki vandamálið - frekar stjórnmálamennirnir“ Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, furðar sig á því að nafn hans sé tengt við umræðu um Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar. Honum þykja ummæli ráðamanna ekki ná nokkurri átt. 20. febrúar 2014 15:44 Úttekt á stöðu aðildarviðræðna við ESB kynnt næsta vor Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands mun vinna úttekt á stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB). 22. nóvember 2013 13:44 Evrópuskýrslan til umræðu á Alþingi í dag Þingfundur hefst kl. 15. 19. febrúar 2014 10:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56
„Fræðimenn eru ekki vandamálið - frekar stjórnmálamennirnir“ Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, furðar sig á því að nafn hans sé tengt við umræðu um Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar. Honum þykja ummæli ráðamanna ekki ná nokkurri átt. 20. febrúar 2014 15:44
Úttekt á stöðu aðildarviðræðna við ESB kynnt næsta vor Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands mun vinna úttekt á stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB). 22. nóvember 2013 13:44