Þarf að gera Ísland að verslunarlandi 18. nóvember 2014 11:00 Björg Ingadóttir Vísir/ Geir Ólafsson Í vor urðu kaflaskil í sögu Spaksmannsspjara, þegar Vala Torfadóttir hætti hjá fyrirtækinu og Björg Ingadóttir, hinn eigandinn, keypti hennar hlut. Aðspurð um breytingarnar segir hún þær helst vera á rekstri. „Hönnun er alltaf í þróun og ég sem hönnuður hugsa fyrst og fremst hvað má betur fara og að sjálfsögðu hvað er fallegt á viðskiptavininum, hvað vill hann eiga og hvað hann vill borga fyrir. Þetta þarf að ganga upp. Ég er áfram sá hönnuður og er alltaf að betrumbæta. Ef það tekst þá er ég ánægð,“ segir Björg. Bæði vegna umhverfissjónarmiða og fyrirspurna ætlar hún að bjóða viðskiptavinum, sem vilja skipta út eldri flíkum, að koma með vissar týpur aftur í sölu „Í fyrsta lagi er þetta umhverfissjónarmið, en fyrirspurnin er líka mikil eftir því sem er uppselt. Þetta gæti mögulega verið lausn, ég er bara í smá vandræðum vegna plássleysis, annars er ég komin með konseptið“ segir hún. „Það eru miklar breytingar í verslun og markaðssetningu, ekkert eins og var. Þú bíður ekkert við búðarborðið eftir að fá viðskiptavini inn,“ segir hún. Verslunareigendur eru að hennar mati aftarlega í netverslun og þá aðallega litlu fyrirtækin. „Ef þú ert að fara að kaupa einhvern hlut, þá skoðar þú fyrst á netinu, þótt þú kjósir að ganga frá kaupum í versluninni. Netverslanir eru nýju búðargluggarnir,“ segir Björg. Miðað við strauminn af ferðamönnum sem til landsins koma segir hún verslunina ekki aukast í samræmi við það. „Ef við erum ekki að standa okkur í markaðssetningunni þá seljum við ferðamönnum ekki nógu mikið. Þeir koma hingað til að skoða náttúruna og oftar en ekki fljúga þeir með lággjaldaflugfélögum, sem leyfa bara eina fimmtán kílóa tösku. Við þurfum að hugsa þetta nánar og lengra og útbúa eitthvað sem myndi ýta undir verslun, til dæmis ef aukataskan hjá flugfélögunum væri markaðssett betur. „Tax-free-taskan“ gæti þá haft áhrif,“ segir Björg. Hún segir alla þróun í verslun og markaðssetningu svo hraða, við getum gert miklu betur. „Íslendingar versla mikið í fríum erlendis, við verðum að ná ferðamönnum þegar þeir eru hér í fríum. Við erum bara svo ánægð yfir að einhver vilji koma og heimsækja landið, en við verðum að velja hver útkoman á að vera.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Í vor urðu kaflaskil í sögu Spaksmannsspjara, þegar Vala Torfadóttir hætti hjá fyrirtækinu og Björg Ingadóttir, hinn eigandinn, keypti hennar hlut. Aðspurð um breytingarnar segir hún þær helst vera á rekstri. „Hönnun er alltaf í þróun og ég sem hönnuður hugsa fyrst og fremst hvað má betur fara og að sjálfsögðu hvað er fallegt á viðskiptavininum, hvað vill hann eiga og hvað hann vill borga fyrir. Þetta þarf að ganga upp. Ég er áfram sá hönnuður og er alltaf að betrumbæta. Ef það tekst þá er ég ánægð,“ segir Björg. Bæði vegna umhverfissjónarmiða og fyrirspurna ætlar hún að bjóða viðskiptavinum, sem vilja skipta út eldri flíkum, að koma með vissar týpur aftur í sölu „Í fyrsta lagi er þetta umhverfissjónarmið, en fyrirspurnin er líka mikil eftir því sem er uppselt. Þetta gæti mögulega verið lausn, ég er bara í smá vandræðum vegna plássleysis, annars er ég komin með konseptið“ segir hún. „Það eru miklar breytingar í verslun og markaðssetningu, ekkert eins og var. Þú bíður ekkert við búðarborðið eftir að fá viðskiptavini inn,“ segir hún. Verslunareigendur eru að hennar mati aftarlega í netverslun og þá aðallega litlu fyrirtækin. „Ef þú ert að fara að kaupa einhvern hlut, þá skoðar þú fyrst á netinu, þótt þú kjósir að ganga frá kaupum í versluninni. Netverslanir eru nýju búðargluggarnir,“ segir Björg. Miðað við strauminn af ferðamönnum sem til landsins koma segir hún verslunina ekki aukast í samræmi við það. „Ef við erum ekki að standa okkur í markaðssetningunni þá seljum við ferðamönnum ekki nógu mikið. Þeir koma hingað til að skoða náttúruna og oftar en ekki fljúga þeir með lággjaldaflugfélögum, sem leyfa bara eina fimmtán kílóa tösku. Við þurfum að hugsa þetta nánar og lengra og útbúa eitthvað sem myndi ýta undir verslun, til dæmis ef aukataskan hjá flugfélögunum væri markaðssett betur. „Tax-free-taskan“ gæti þá haft áhrif,“ segir Björg. Hún segir alla þróun í verslun og markaðssetningu svo hraða, við getum gert miklu betur. „Íslendingar versla mikið í fríum erlendis, við verðum að ná ferðamönnum þegar þeir eru hér í fríum. Við erum bara svo ánægð yfir að einhver vilji koma og heimsækja landið, en við verðum að velja hver útkoman á að vera.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira