Hundrað og fjörtíu ára hús fæst gefins Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. apríl 2014 07:30 Bæjarhúsuð á Hraunum var reist 1873 úr sænskum viðum og var stórbýli á sínum tíma. Yfirsmiður var Jón Mýrdal skáld. Steypt var utan um húsið á tuttugustu öldinni. Mynd/Þór Hjaltalín „Það væri mikil eftirsjá að þessu húsi,“ segir Þór Hjaltalín minjavörður um gamla bæjarhúsið á Hraunum sem þarf að finna ný heimkynni eftir 140 ára veru í Fljótunum. Bæjarhúsið á Hraunum var reist 1873 og byggt úr sænskum viði. Bærinn var sérstaklega reisulegur á síns tíma mælikvarða og mikill mannskapur á stórbýlinu Hraunum. Í tímans rás hefur verið steypt utan um húsið og sömuleiðis innan á neðri hæð þess. Af þeim sökum er neðri hæðin talin ónýt en efri rishæðirnar tvær er metnar mjög heillegar með upprunalegum þiljum og hurðum auk þess sem burðarbitar eru í sérlega góðu ástandi.Þór Hjaltalín, minjavörður á Norðvesturlandi.Mynd/Reidun VeaLausnin að saga húsið í tvennt „Það er löngu flutt úr húsinu og það hefur ekki verið í notkun mjög lengi. Það er ekki vilji eigenda til að varðveita það á þessum stað,“ segir Þór sem kveður lausnina geta falist í því að saga efri hæðirnar ofan af húsinu og flytja í heilu lagi á annan stað þar sem byggð væri ný hæð undir það. Þótt eigendur Hrauna vilji ekki sjálfir hafa gamla húsið hjá sér vilja þeir stuðla að varðveislu þess og bjóða því húsið að gjöf. „Ef einhver vill taka húsið þá stendur það til boða. Það er mikil saga á bak við þetta hús og hægt að gera það mjög fallega upp. Það væri staðarprýði hvert sem það færi en helst hefði maður viljað að þetta varðveittist í héraðinu,“ segir Þór.Húsið er vel með farið. Viðir, þil og hurðir eru í sérlega góðu standi í gamla bæjarhúsinu á Hraunum.Mynd/Þór HjaltalínVelkomið að taka húsið Sem sviðsstjóri Minjastofnunar á Norðurlandi vestra hefur Þór sent sveitarfélaginu Skagafirði erindi um Hraunahúsið og sagt björgun þess forgangsverkefni á sviði húsverndar í Skagafirði. Þór bendir á þann möguleika að nýta húsið á byggðasafninu í Glaumbæ. Þar er einmitt annað sambærilegt hús, svokallað Áshús sem byggt var eftir sambærilegri teikningu þótt Hraunahúsið sé stærra. „Ef þau hafa áhuga á húsinu er eigandinn búinn að segja að þeim sé velkomið að taka það. Helst vildum við klára málið í sumar,“ segir Þór Hjaltalín. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Það væri mikil eftirsjá að þessu húsi,“ segir Þór Hjaltalín minjavörður um gamla bæjarhúsið á Hraunum sem þarf að finna ný heimkynni eftir 140 ára veru í Fljótunum. Bæjarhúsið á Hraunum var reist 1873 og byggt úr sænskum viði. Bærinn var sérstaklega reisulegur á síns tíma mælikvarða og mikill mannskapur á stórbýlinu Hraunum. Í tímans rás hefur verið steypt utan um húsið og sömuleiðis innan á neðri hæð þess. Af þeim sökum er neðri hæðin talin ónýt en efri rishæðirnar tvær er metnar mjög heillegar með upprunalegum þiljum og hurðum auk þess sem burðarbitar eru í sérlega góðu ástandi.Þór Hjaltalín, minjavörður á Norðvesturlandi.Mynd/Reidun VeaLausnin að saga húsið í tvennt „Það er löngu flutt úr húsinu og það hefur ekki verið í notkun mjög lengi. Það er ekki vilji eigenda til að varðveita það á þessum stað,“ segir Þór sem kveður lausnina geta falist í því að saga efri hæðirnar ofan af húsinu og flytja í heilu lagi á annan stað þar sem byggð væri ný hæð undir það. Þótt eigendur Hrauna vilji ekki sjálfir hafa gamla húsið hjá sér vilja þeir stuðla að varðveislu þess og bjóða því húsið að gjöf. „Ef einhver vill taka húsið þá stendur það til boða. Það er mikil saga á bak við þetta hús og hægt að gera það mjög fallega upp. Það væri staðarprýði hvert sem það færi en helst hefði maður viljað að þetta varðveittist í héraðinu,“ segir Þór.Húsið er vel með farið. Viðir, þil og hurðir eru í sérlega góðu standi í gamla bæjarhúsinu á Hraunum.Mynd/Þór HjaltalínVelkomið að taka húsið Sem sviðsstjóri Minjastofnunar á Norðurlandi vestra hefur Þór sent sveitarfélaginu Skagafirði erindi um Hraunahúsið og sagt björgun þess forgangsverkefni á sviði húsverndar í Skagafirði. Þór bendir á þann möguleika að nýta húsið á byggðasafninu í Glaumbæ. Þar er einmitt annað sambærilegt hús, svokallað Áshús sem byggt var eftir sambærilegri teikningu þótt Hraunahúsið sé stærra. „Ef þau hafa áhuga á húsinu er eigandinn búinn að segja að þeim sé velkomið að taka það. Helst vildum við klára málið í sumar,“ segir Þór Hjaltalín.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira