Rosaleg breyting á Röggu Nagla Ellý Ármanns skrifar 16. september 2014 14:15 Ragga hefur breyst allsvakalega með breyttum lífsstíl. mynd/ragga nagli Heilsudrottningin Ragga Nagli einkaþjálfari og klínískur heilsusálfræðingur gaf okkur leyfi til að birta meðfylgjandi mynd sem hún setti á síðuna sína í dag með þessum skilaboðum:Hertók haus og skrokk Naglinn var á 15 ára endurfundum menntskælinga lærða skólans um liðna helgi. Af því tilefni er hér samanburðarmynd af menntaskólamærinni og Naglanum sem braust út og hertók haus og skrokk. Lífsstílsvenjur menntaskólaáranna voru síst til eftirbreytni og samanstóðu máltíðirnar af majónesbaseruðum langlokum , sígó og kók í hádeginu. Á kvöldin voru rúntað um borg óttans og þurfti auðvitað að fylla á kviðarholið með Litlum Snæðingi á BSÍ, hambó, fröllur, kokteil. Ekki fer maður að sofa á tóman maga. Sem starfsmaður kvikmyndahúss hreppti Naglinn ólympískt gull í sælgætisáti, og bronsverðlaun í popp – og nachos slafri. Ekki var óalgengt að slátra einum kúlusúkkpoka án þess í byrjun vaktar, fylgt eftir með pizzu í kvöldmat, Djæf með möndlum í desa og nachos með ostasósu fyrir svefninn. Ekki þarf að fjölyrða um magn áfengis sem rann ljúflega niður kverkarnar á menntaskólaárunum. Daginn eftir gjálífið var sextán tomma með peppó og hakki fastur liður eins og vanalega og dísætu kóla með rauðum miða til að skola herlegheitunum niður. Tók mörg ár að breyta hegðunarmynstrinu Gerðist breyting á matarvenjum Naglans á magískum 12 vikum eins og í töfrakúrunum? Heldur betur ekki. Það tók mörg mörg ár (og nokkrar sálfræðigráður) að þjálfa upp æskilegri hugsanir og stuðla þar með að breyttu hegðunarmynstri. En með að breyta aðeins fáum atriðum í einu tók hollusta og heilsa yfir nachos, rettur og reglulegar flatbökur. Lykilatriði í lífsstílsbreytingu Naglans var að gramsa, prófa, leita og finna hollustukombó og heilsusamleg gúrmeti sem glöddu tunguna og sinnið. Hefur Naglinn hrasað í átt að betri lífsstíl? Ótal, milljón sinnum. En alltaf staðið upp aftur, horinu snýtt, tárin þerruð, brækur girtar, og aftur af stað. Þegar þú lærðir að hjóla dastu ekki einhvern tíma í götuna? Hrösun er lærdómsferli, og styrkir okkur með vopnabúri af trixum, tólum, tækni til að tækla svipaðar aðstæður á annan hátt í framtíðinni. Hvert skipti sem þú stendur upp, dustar rykið af brókunum og sest aftur á hnakkinn er sigur, og litlir sigrar safnast saman í áttina að langvarandi lífsstílsbreytingu.Heimasíða Röggu Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Heilsudrottningin Ragga Nagli einkaþjálfari og klínískur heilsusálfræðingur gaf okkur leyfi til að birta meðfylgjandi mynd sem hún setti á síðuna sína í dag með þessum skilaboðum:Hertók haus og skrokk Naglinn var á 15 ára endurfundum menntskælinga lærða skólans um liðna helgi. Af því tilefni er hér samanburðarmynd af menntaskólamærinni og Naglanum sem braust út og hertók haus og skrokk. Lífsstílsvenjur menntaskólaáranna voru síst til eftirbreytni og samanstóðu máltíðirnar af majónesbaseruðum langlokum , sígó og kók í hádeginu. Á kvöldin voru rúntað um borg óttans og þurfti auðvitað að fylla á kviðarholið með Litlum Snæðingi á BSÍ, hambó, fröllur, kokteil. Ekki fer maður að sofa á tóman maga. Sem starfsmaður kvikmyndahúss hreppti Naglinn ólympískt gull í sælgætisáti, og bronsverðlaun í popp – og nachos slafri. Ekki var óalgengt að slátra einum kúlusúkkpoka án þess í byrjun vaktar, fylgt eftir með pizzu í kvöldmat, Djæf með möndlum í desa og nachos með ostasósu fyrir svefninn. Ekki þarf að fjölyrða um magn áfengis sem rann ljúflega niður kverkarnar á menntaskólaárunum. Daginn eftir gjálífið var sextán tomma með peppó og hakki fastur liður eins og vanalega og dísætu kóla með rauðum miða til að skola herlegheitunum niður. Tók mörg ár að breyta hegðunarmynstrinu Gerðist breyting á matarvenjum Naglans á magískum 12 vikum eins og í töfrakúrunum? Heldur betur ekki. Það tók mörg mörg ár (og nokkrar sálfræðigráður) að þjálfa upp æskilegri hugsanir og stuðla þar með að breyttu hegðunarmynstri. En með að breyta aðeins fáum atriðum í einu tók hollusta og heilsa yfir nachos, rettur og reglulegar flatbökur. Lykilatriði í lífsstílsbreytingu Naglans var að gramsa, prófa, leita og finna hollustukombó og heilsusamleg gúrmeti sem glöddu tunguna og sinnið. Hefur Naglinn hrasað í átt að betri lífsstíl? Ótal, milljón sinnum. En alltaf staðið upp aftur, horinu snýtt, tárin þerruð, brækur girtar, og aftur af stað. Þegar þú lærðir að hjóla dastu ekki einhvern tíma í götuna? Hrösun er lærdómsferli, og styrkir okkur með vopnabúri af trixum, tólum, tækni til að tækla svipaðar aðstæður á annan hátt í framtíðinni. Hvert skipti sem þú stendur upp, dustar rykið af brókunum og sest aftur á hnakkinn er sigur, og litlir sigrar safnast saman í áttina að langvarandi lífsstílsbreytingu.Heimasíða Röggu
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira