AFar hörð gagnrýni á veiðigjaldafrumvarpið Svavar Hávarðsson skrifar 24. apríl 2014 06:00 Krónunum fækkar í ríkiskassann en álögur þyngjast á útgerðina, segir LÍÚ Fréttablaðið/JónSigurður Tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum á næsta fiskveiðiári verða átta milljarðar króna, eða einum milljarði minni en í ár. Tekjur af veiðigjöldum lækka um tæpa tvo milljarða á næsta ári að óbreyttu. Frumvarp til laga um veiðigjöld var lagt fram á Alþingi síðla dags í gær eftir umfjöllun í þingflokkum stjórnarflokkana. Samkvæmt frumvarpinu nema veiðigjöld níu og hálfum milljarði króna á næsta fiskveiðiári, miðað við 515 þúsunda þorskígildistonna heildarafla. Frádráttarliðir útgerðanna gætu numið einum og hálfum milljarði og tekjur ríkissjóðs því orðið átta milljarðar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í gær að frumvarpið væri skýrara en verið hefur og svar við ákveðnum neikvæðum röddum sem hafa snúið að útreikningum á síðustu árum. Hann telur dreifingu gjaldanna skynsamari en verið hefur. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að gerð frumvarpsins, sem kemur fram þegar rúm vika lifir af vorþingi. Ekkert hafi verið gert til að greina hvað sjávarútvegurinn geti borið í gjöld, frekar en á undanförnum árum. „Það er engin hugsun í því hvað við viljum sjá íslenskan sjávarútveg verða til framtíðar; hvort hann haldi samkeppnisstöðu sinni í markaðssetningu og gæðum. Það vantar alla upplýsta umræðu um hvert þetta leiðir okkur,“ segir Kolbeinn og bætir við að þrátt fyrir krónutölulækkun í ríkiskassann þá séu álögurnar á greinina þyngri en þær voru í ljósi verri afkomu í dag. „Það er einfaldlega hent fram tölu sem er hvorki meira né minna en 35% af hagnaði útgerðarinnar. Við það bætist síðan tekjuskatturinn og þetta samsvarar því, reiknað sem tekjuskattur, að greinin sé að greiða 48% tekjuskatt á árinu 2012. Síðan þá hefur afkoman versnað um 25 til 35%,“ segir Kolbeinn og vill minna á gagnrýni núverandi stjórnarflokka á hvernig fyrri ríkisstjórn hélt á málum við lagasetningu fyrri ára. Spurður hvort í raun sé ekki um þyngri álögur á útgerðina að ræða segir Sigurður að hann geri sér grein fyrir að útgerðin telji frumvarpið ekki nægilega jákvætt miðað við versnandi afkomu greinarinnar, og horfurnar daprar. „Þetta er augljós málamiðlun um að við þurfum tekjur í ríkissjóð og það er eðlilegt að greitt sé gjald fyrir auðlindina. Hversu hátt gjaldið á að vera á hverjum tíma er umdeilanlegt en við teljum þetta skynsamlegustu leiðina sem hægt er að fara,“ sagði Sigurður. Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum á næsta fiskveiðiári verða átta milljarðar króna, eða einum milljarði minni en í ár. Tekjur af veiðigjöldum lækka um tæpa tvo milljarða á næsta ári að óbreyttu. Frumvarp til laga um veiðigjöld var lagt fram á Alþingi síðla dags í gær eftir umfjöllun í þingflokkum stjórnarflokkana. Samkvæmt frumvarpinu nema veiðigjöld níu og hálfum milljarði króna á næsta fiskveiðiári, miðað við 515 þúsunda þorskígildistonna heildarafla. Frádráttarliðir útgerðanna gætu numið einum og hálfum milljarði og tekjur ríkissjóðs því orðið átta milljarðar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í gær að frumvarpið væri skýrara en verið hefur og svar við ákveðnum neikvæðum röddum sem hafa snúið að útreikningum á síðustu árum. Hann telur dreifingu gjaldanna skynsamari en verið hefur. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að gerð frumvarpsins, sem kemur fram þegar rúm vika lifir af vorþingi. Ekkert hafi verið gert til að greina hvað sjávarútvegurinn geti borið í gjöld, frekar en á undanförnum árum. „Það er engin hugsun í því hvað við viljum sjá íslenskan sjávarútveg verða til framtíðar; hvort hann haldi samkeppnisstöðu sinni í markaðssetningu og gæðum. Það vantar alla upplýsta umræðu um hvert þetta leiðir okkur,“ segir Kolbeinn og bætir við að þrátt fyrir krónutölulækkun í ríkiskassann þá séu álögurnar á greinina þyngri en þær voru í ljósi verri afkomu í dag. „Það er einfaldlega hent fram tölu sem er hvorki meira né minna en 35% af hagnaði útgerðarinnar. Við það bætist síðan tekjuskatturinn og þetta samsvarar því, reiknað sem tekjuskattur, að greinin sé að greiða 48% tekjuskatt á árinu 2012. Síðan þá hefur afkoman versnað um 25 til 35%,“ segir Kolbeinn og vill minna á gagnrýni núverandi stjórnarflokka á hvernig fyrri ríkisstjórn hélt á málum við lagasetningu fyrri ára. Spurður hvort í raun sé ekki um þyngri álögur á útgerðina að ræða segir Sigurður að hann geri sér grein fyrir að útgerðin telji frumvarpið ekki nægilega jákvætt miðað við versnandi afkomu greinarinnar, og horfurnar daprar. „Þetta er augljós málamiðlun um að við þurfum tekjur í ríkissjóð og það er eðlilegt að greitt sé gjald fyrir auðlindina. Hversu hátt gjaldið á að vera á hverjum tíma er umdeilanlegt en við teljum þetta skynsamlegustu leiðina sem hægt er að fara,“ sagði Sigurður.
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira