Skrípaleiks-atkvæðagreiðsla á Krím Stuart Gill skrifar 15. mars 2014 07:00 Þegar fólki er gert að velja milli valkosta undir hótunum um valdbeitingu er það ekki val. Á morgun, sunnudag, standa íbúar Krímskaga frammi fyrir ómögulegu vali: að kjósa að verða þegnar Rússlands, eða að kjósa sjálfstæði – með enga tryggingu fyrir því að rússnesk stjórnvöld muni virða fullveldi sjálfstæðs Krímskaga frekar en þau hafa virt landamæri sjálfstæðrar Úkraínu. Það er séð til þess að líkurnar séu yfirgnæfandi á að niðurstaðan verði Rússlandi í hag – eins og þegar kastað er upp peningi, og valkostirnir eru: Framhliðin: Rússland vinnur. Bakhliðin: Krím tapar. Atkvæðagreiðslan er – hver sem úrslit hennar verða – bæði ólögleg í skilningi alþjóðalaga og skýlaust brot á stjórnarskrá Úkraínu. Um það leikur enginn vafi. Atkvæðagreiðslan verður ólögmæt. Hvernig gætu kosningar sem haldnar eru í skugga þungvopnaðra rússneskra hermanna, í héraði sem sætir hernámi, verið nokkuð annað? Spurningar af þessu tagi á að útkljá í frjálsum og sanngjörnum þjóðaratkvæðagreiðslum – eins og við munum sjá dæmi um í Skotlandi seinna á þessu ári. En atkvæðagreiðslan á Krím á morgun verður allt annað en frjáls og sanngjörn. Á síðustu tveimur áratugum höfum við lagt okkur fram um að yfirvinna spennu og vantraust kaldastríðsáranna og viðurkenna hið öfluga og jákvæða framlag Rússlands til alþjóðasamfélagsins – og til hagsældar okkar allra.Ekki of seint Heilum vef alþjóðlegra sáttmála og stofnana hefur verið komið upp til að forðast að endurtaka hinar hatrömmu erjur fortíðarinnar og að stuðla að friðsamlegri lausn ágreiningsmála. Stofnanir á borð við ÖSE og Evrópuráðið, sem Rússland er virkur meðlimur í, gegna því hlutverki að aðstoða ríki við að útkljá mál sem varða sjálfsákvörðunarrétt þjóða og vernd minnihlutahópa. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu – framvörður réttmætra kosningahátta – hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan á Krím sé ólögleg og stofnunin muni ekki senda eftirlitsmenn til að fylgjast með framkvæmd hennar. Það er þó ekki orðið of seint fyrir Rússland að notfæra sér þessar stofnanir; að taka af alvöru þátt í diplómatískum samningaumleitunum og sanngjarnri leit að friðsamlegri lausn. Við skorum enn á Pútín Rússlandsforseta að beita áhrifum sínum í þágu hagsmuna Krímskaga, Úkraínu, Evrópu og Rússlands, og binda enda á þessa deilu. Mjög mikilvægt fyrsta skref að því marki væri að stjórnvöld í Moskvu ákvæðu að viðurkenna ekki niðurstöðuna úr skrípaleiks-atkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það liggur fyrir, að hún mun ekki hafa neitt lagalegt gildi. Hún mun ekki hafa neitt siðferðilegt gildi. Og alþjóðasamfélagið mun ekki viðurkenna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hún ætti ekki að fara fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þegar fólki er gert að velja milli valkosta undir hótunum um valdbeitingu er það ekki val. Á morgun, sunnudag, standa íbúar Krímskaga frammi fyrir ómögulegu vali: að kjósa að verða þegnar Rússlands, eða að kjósa sjálfstæði – með enga tryggingu fyrir því að rússnesk stjórnvöld muni virða fullveldi sjálfstæðs Krímskaga frekar en þau hafa virt landamæri sjálfstæðrar Úkraínu. Það er séð til þess að líkurnar séu yfirgnæfandi á að niðurstaðan verði Rússlandi í hag – eins og þegar kastað er upp peningi, og valkostirnir eru: Framhliðin: Rússland vinnur. Bakhliðin: Krím tapar. Atkvæðagreiðslan er – hver sem úrslit hennar verða – bæði ólögleg í skilningi alþjóðalaga og skýlaust brot á stjórnarskrá Úkraínu. Um það leikur enginn vafi. Atkvæðagreiðslan verður ólögmæt. Hvernig gætu kosningar sem haldnar eru í skugga þungvopnaðra rússneskra hermanna, í héraði sem sætir hernámi, verið nokkuð annað? Spurningar af þessu tagi á að útkljá í frjálsum og sanngjörnum þjóðaratkvæðagreiðslum – eins og við munum sjá dæmi um í Skotlandi seinna á þessu ári. En atkvæðagreiðslan á Krím á morgun verður allt annað en frjáls og sanngjörn. Á síðustu tveimur áratugum höfum við lagt okkur fram um að yfirvinna spennu og vantraust kaldastríðsáranna og viðurkenna hið öfluga og jákvæða framlag Rússlands til alþjóðasamfélagsins – og til hagsældar okkar allra.Ekki of seint Heilum vef alþjóðlegra sáttmála og stofnana hefur verið komið upp til að forðast að endurtaka hinar hatrömmu erjur fortíðarinnar og að stuðla að friðsamlegri lausn ágreiningsmála. Stofnanir á borð við ÖSE og Evrópuráðið, sem Rússland er virkur meðlimur í, gegna því hlutverki að aðstoða ríki við að útkljá mál sem varða sjálfsákvörðunarrétt þjóða og vernd minnihlutahópa. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu – framvörður réttmætra kosningahátta – hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan á Krím sé ólögleg og stofnunin muni ekki senda eftirlitsmenn til að fylgjast með framkvæmd hennar. Það er þó ekki orðið of seint fyrir Rússland að notfæra sér þessar stofnanir; að taka af alvöru þátt í diplómatískum samningaumleitunum og sanngjarnri leit að friðsamlegri lausn. Við skorum enn á Pútín Rússlandsforseta að beita áhrifum sínum í þágu hagsmuna Krímskaga, Úkraínu, Evrópu og Rússlands, og binda enda á þessa deilu. Mjög mikilvægt fyrsta skref að því marki væri að stjórnvöld í Moskvu ákvæðu að viðurkenna ekki niðurstöðuna úr skrípaleiks-atkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það liggur fyrir, að hún mun ekki hafa neitt lagalegt gildi. Hún mun ekki hafa neitt siðferðilegt gildi. Og alþjóðasamfélagið mun ekki viðurkenna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Hún ætti ekki að fara fram.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar