Þingið bregst og almenningur borgar Karl Garðarsson skrifar 26. mars 2014 07:00 Skattgreiðendur hafa borgað um 1.300 milljónir króna vegna þriggja skýrslna sem rannsóknarnefndir Alþingis hafa gert. Endanleg upphæð verður örugglega nær 1.400 milljónum. Engar fjárhagsáætlanir lágu fyrir þegar þingmenn samþykktu gerð þeirra. Rannsóknarskýrslan um aðdraganda og fall bankanna, sem kynnt var árið 2010, kostaði rúmar 453 milljónir króna. Nokkur umræða varð um skýrsluna en síðan hefur hún rykfallið ofan í skúffu. Skýrslan um Íbúðalánasjóð kostaði um 250 milljónir. Hún er enn í meðförum þingsins. Nefndin um sparisjóðina átti að skila af sér í lok árs 2012. Síðan hefur gjaldmælirinn gengið og í síðustu viku var kostnaður við skýrslugerðina kominn í um 600 milljónir króna. Enn er beðið eftir skýrslunni. Engin fjárveiting er í fjárlögum ársins 2014 vegna verksins og stefnir í að 100 milljóna króna reikningur bætist við fjáraukalög ársins. Ljóst er að þingið hefur algjörlega brugðist í þessu máli. Eftirlit hefur ekkert verið og reikningar hafa verið borgaðir þegjandi. Þetta er ekkert annað en sjálftaka. Hluti vandamálsins er síðan að verkefnin hafa ekki verið nógu vel afmörkuð í byrjun og því hafa skýrsluhöfundar lent í vandræðum. Það er líka á ábyrgð þingsins. Forsætisnefnd á að sinna fjárhagslegu eftirliti á Alþingi. Hér hefur það ekki verið til staðar og reikningurinn, upp á allt að 1.400 milljónir króna, er á endanum sendur á skattgreiðendur. Íbúðalánasjóðsskýrslan er harðlega gagnrýnd í áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar ritar líka undir. Þannig hefur stjórnskipunarnefnd kallað fyrir fjölmarga aðila sem aldrei voru kallaðir fyrir rannsóknarnefndina, þó full ástæða hefði verið til. Ómaklegar árásir og pólitískar dylgjur er víða að finna. Ljóst er að kostnaður tryggir ekki gæði. Vonum að sparisjóðaskýrslan verði vandaðra plagg. Þingið hefur nú skipað rannsóknarnefnd til að rannsaka rannsóknarnefndirnar. Bíðum spennt eftir niðurstöðunni en fyrsta mál hlýtur að vera að samþykkja ekki óútfyllta tékka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Skattgreiðendur hafa borgað um 1.300 milljónir króna vegna þriggja skýrslna sem rannsóknarnefndir Alþingis hafa gert. Endanleg upphæð verður örugglega nær 1.400 milljónum. Engar fjárhagsáætlanir lágu fyrir þegar þingmenn samþykktu gerð þeirra. Rannsóknarskýrslan um aðdraganda og fall bankanna, sem kynnt var árið 2010, kostaði rúmar 453 milljónir króna. Nokkur umræða varð um skýrsluna en síðan hefur hún rykfallið ofan í skúffu. Skýrslan um Íbúðalánasjóð kostaði um 250 milljónir. Hún er enn í meðförum þingsins. Nefndin um sparisjóðina átti að skila af sér í lok árs 2012. Síðan hefur gjaldmælirinn gengið og í síðustu viku var kostnaður við skýrslugerðina kominn í um 600 milljónir króna. Enn er beðið eftir skýrslunni. Engin fjárveiting er í fjárlögum ársins 2014 vegna verksins og stefnir í að 100 milljóna króna reikningur bætist við fjáraukalög ársins. Ljóst er að þingið hefur algjörlega brugðist í þessu máli. Eftirlit hefur ekkert verið og reikningar hafa verið borgaðir þegjandi. Þetta er ekkert annað en sjálftaka. Hluti vandamálsins er síðan að verkefnin hafa ekki verið nógu vel afmörkuð í byrjun og því hafa skýrsluhöfundar lent í vandræðum. Það er líka á ábyrgð þingsins. Forsætisnefnd á að sinna fjárhagslegu eftirliti á Alþingi. Hér hefur það ekki verið til staðar og reikningurinn, upp á allt að 1.400 milljónir króna, er á endanum sendur á skattgreiðendur. Íbúðalánasjóðsskýrslan er harðlega gagnrýnd í áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar ritar líka undir. Þannig hefur stjórnskipunarnefnd kallað fyrir fjölmarga aðila sem aldrei voru kallaðir fyrir rannsóknarnefndina, þó full ástæða hefði verið til. Ómaklegar árásir og pólitískar dylgjur er víða að finna. Ljóst er að kostnaður tryggir ekki gæði. Vonum að sparisjóðaskýrslan verði vandaðra plagg. Þingið hefur nú skipað rannsóknarnefnd til að rannsaka rannsóknarnefndirnar. Bíðum spennt eftir niðurstöðunni en fyrsta mál hlýtur að vera að samþykkja ekki óútfyllta tékka.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar