Evrópska efnahagssvæðið mikilvægara en nokkru sinni fyrr Helga Jónsdóttir skrifar 1. mars 2014 06:00 Slæm tíðindi birtast Íslandi í frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á innleiðingu tilskipana og reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland er nú langaftast af öllum EES-ríkjunum; þremur EFTA-ríkjum og 28 ESB-ríkjum. Mikilvægt er að ríki innri markaðarins innleiði réttargerðir á svipuðum tíma því að samræmt regluverk er forsenda þess að fólk geti notið sömu réttinda, t.d. í félagslegu tilliti, eða fyrirtæki búið við sömu rekstrarskilyrði og eftirlit. ESA hefur eftirlit með því að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum séu efndar. Eftirlitið lýtur að því hvenær og hvernig EES-reglur eru innleiddar og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. EES-samningurinn tók gildi árið 1994 og fól í sér heimsins stærsta fríverslunarsvæði. Í honum er kveðið á um fjórfrelsið; frjáls viðskipti með vöru og þjónustu og óhindraðan flutning fólks og fjármagns. EFTA-ríkjunum er veitt aðild að sameiginlegu markaðssvæði ESB. Það fylgir að breytingar á löggjöf ESB á gildissviðum EES-samningsins taka til alls svæðisins. Þannig eru EFTA-ríkin skuldbundin til að innleiða slíkar breytingar í landsrétt hjá sér. Sérstök sameiginleg nefnd fulltrúa EFTA-ríkjanna og framkvæmdastjórnar ESB ber ábyrgð á að taka nýjar gerðir inn í EES-samninginn. Þegar ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar liggur fyrir ber EFTA-ríkjunum skylda til að innleiða samþykktar gerðir í landsrétt.Skyldan á stjórnvöldum Skyldan til að innleiða gerðir tímanlega hvílir á stjórnvöldum hvers ríkis. Það er ekki valkvætt hvenær eða hvort það er gert heldur spurning um efndir á samningi. Réttindin samkvæmt honum felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. Vinnuna sem í því felst verður að vinna hvort heldur það er hjá stjórnvöldum eða löggjafanum. Verðmæti EES-samningsins felast ekki aðeins í hindrunarlausum aðgangi að markaði fyrir langstærstan hluta útflutnings og innflutnings heldur jafnframt í aðild að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem lagt hafa grunn að verkefnum fyrir margt af okkar best menntaða fólki. Þátttaka í menningar-, jafnréttis- og byggðaverkefnum hefur hvatt til nýrrar hugsunar og vinnubragða og flestir telja áhrifin á félagsleg réttindi og umhverfismál hafa verið afar jákvæð. Hvað sem mönnum kann að finnast um að innleiða löggjöf sem á uppruna í Evrópusamstarfi er litlum vafa undirorpið að í heildina hefur hún verið jákvæð fyrir samfélagið og leitt til þróunar atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna stóraukna verðmætasköpun í fiskútflutningi, ferðaþjónustu og flugrekstri.Traust er undirstaðan Þegar EES-samningurinn var gerður var mun meira jafnræði með ESB og EFTA en nú er. Þótt þáverandi EFTA-ríki, Austurríki, Finnland, Ísland, Sviss, Noregur og Svíþjóð, væru ekki fjölmenn voru þau efnahagslega öflug lýðræðisríki. Evrópusambandsríkin voru þá 12 talsins en eru nú 28. Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu úr EFTA og í ESB. Þrjú EFTA-ríkjanna; Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að EES-samningnum, en Sviss stendur utan samningsins. EES-samningurinn opnar EFTA-ríkjunum margvíslega möguleika sem ólíklegt er að tækist að semja um nú. Vilji menn njóta ávinningsins af því að vera hluti af innri markaði ESB án aðildar að sambandinu er ekki um að ræða aðra kosti en EES-samninginn. Traust á að framkvæmd sé í samræmi við samninginn er undirstaða samstarfsins. EES-samningurinn er Íslendingum nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Íslensk stjórnvöld þurfa að takast á við innleiðingarhallann sem nú er á EES-gerðum. Liechtenstein, 37 þúsund manna ríki með sáralitla stjórnsýslu, er dæmi um að með góðu skipulagi, bæði á undirbúningsstigi í Brussel og og framkvæmdastigi í Vaduz, er unnt að ná framúrskarandi árangri. Á Íslandi þarf að koma málum í betra horf. Ekki verður við það unað að ár eftir ár sé Ísland með lökustu frammistöðu allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Það er til þess fallið að grafa undan trausti á landinu og þar með á samstarfinu sem Evrópska efnahagssvæðið byggist á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Slæm tíðindi birtast Íslandi í frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á innleiðingu tilskipana og reglugerða á Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland er nú langaftast af öllum EES-ríkjunum; þremur EFTA-ríkjum og 28 ESB-ríkjum. Mikilvægt er að ríki innri markaðarins innleiði réttargerðir á svipuðum tíma því að samræmt regluverk er forsenda þess að fólk geti notið sömu réttinda, t.d. í félagslegu tilliti, eða fyrirtæki búið við sömu rekstrarskilyrði og eftirlit. ESA hefur eftirlit með því að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum séu efndar. Eftirlitið lýtur að því hvenær og hvernig EES-reglur eru innleiddar og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. EES-samningurinn tók gildi árið 1994 og fól í sér heimsins stærsta fríverslunarsvæði. Í honum er kveðið á um fjórfrelsið; frjáls viðskipti með vöru og þjónustu og óhindraðan flutning fólks og fjármagns. EFTA-ríkjunum er veitt aðild að sameiginlegu markaðssvæði ESB. Það fylgir að breytingar á löggjöf ESB á gildissviðum EES-samningsins taka til alls svæðisins. Þannig eru EFTA-ríkin skuldbundin til að innleiða slíkar breytingar í landsrétt hjá sér. Sérstök sameiginleg nefnd fulltrúa EFTA-ríkjanna og framkvæmdastjórnar ESB ber ábyrgð á að taka nýjar gerðir inn í EES-samninginn. Þegar ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar liggur fyrir ber EFTA-ríkjunum skylda til að innleiða samþykktar gerðir í landsrétt.Skyldan á stjórnvöldum Skyldan til að innleiða gerðir tímanlega hvílir á stjórnvöldum hvers ríkis. Það er ekki valkvætt hvenær eða hvort það er gert heldur spurning um efndir á samningi. Réttindin samkvæmt honum felast í aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins og skyldurnar í því að tryggja jafnræði og sambærilegar reglur á þeim markaði. Vinnuna sem í því felst verður að vinna hvort heldur það er hjá stjórnvöldum eða löggjafanum. Verðmæti EES-samningsins felast ekki aðeins í hindrunarlausum aðgangi að markaði fyrir langstærstan hluta útflutnings og innflutnings heldur jafnframt í aðild að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem lagt hafa grunn að verkefnum fyrir margt af okkar best menntaða fólki. Þátttaka í menningar-, jafnréttis- og byggðaverkefnum hefur hvatt til nýrrar hugsunar og vinnubragða og flestir telja áhrifin á félagsleg réttindi og umhverfismál hafa verið afar jákvæð. Hvað sem mönnum kann að finnast um að innleiða löggjöf sem á uppruna í Evrópusamstarfi er litlum vafa undirorpið að í heildina hefur hún verið jákvæð fyrir samfélagið og leitt til þróunar atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna stóraukna verðmætasköpun í fiskútflutningi, ferðaþjónustu og flugrekstri.Traust er undirstaðan Þegar EES-samningurinn var gerður var mun meira jafnræði með ESB og EFTA en nú er. Þótt þáverandi EFTA-ríki, Austurríki, Finnland, Ísland, Sviss, Noregur og Svíþjóð, væru ekki fjölmenn voru þau efnahagslega öflug lýðræðisríki. Evrópusambandsríkin voru þá 12 talsins en eru nú 28. Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu úr EFTA og í ESB. Þrjú EFTA-ríkjanna; Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að EES-samningnum, en Sviss stendur utan samningsins. EES-samningurinn opnar EFTA-ríkjunum margvíslega möguleika sem ólíklegt er að tækist að semja um nú. Vilji menn njóta ávinningsins af því að vera hluti af innri markaði ESB án aðildar að sambandinu er ekki um að ræða aðra kosti en EES-samninginn. Traust á að framkvæmd sé í samræmi við samninginn er undirstaða samstarfsins. EES-samningurinn er Íslendingum nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Íslensk stjórnvöld þurfa að takast á við innleiðingarhallann sem nú er á EES-gerðum. Liechtenstein, 37 þúsund manna ríki með sáralitla stjórnsýslu, er dæmi um að með góðu skipulagi, bæði á undirbúningsstigi í Brussel og og framkvæmdastigi í Vaduz, er unnt að ná framúrskarandi árangri. Á Íslandi þarf að koma málum í betra horf. Ekki verður við það unað að ár eftir ár sé Ísland með lökustu frammistöðu allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Það er til þess fallið að grafa undan trausti á landinu og þar með á samstarfinu sem Evrópska efnahagssvæðið byggist á.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun