Útvarpið okkar Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Ég var átta ára þegar ég heyrði Helenu Eyjólfs fyrst syngja í útvarpinu. Ég stóð upp við útvarpið og grét af hrifningu. Ég man líka eftir fréttatímum í sveitinni á sumrin þegar ég var barn. Þá varð að ríkja þögn. Á kvöldin var þar sérstaklega hlustað á sögulegan fróðleik. Þannig ólst ég upp við virðingu fyrir útvarpinu og fann mikilvægi þess. Ríkisútvarpið skiptir mig enn þá miklu máli. Á síðasta vori ákvað ég að hætta í föstu starfi. Ákvörðunin var afgerandi en ég hugsaði lítið út í hvað þetta skref hefði í för með sér. Breytingin hefur komið skemmtilega á óvart. Ég get verið meira ein með sjálfri mér en áður og get valið hvað ég geri og geri ekki. Þvílíkt frelsi; ég get sinnt sjálfboðastarfi, skrifað, haldið fyrirlestra, hlustað á erindi, sótt menningarviðburði, gengið og synt en staldra núna við það sem hefur gefið mér sérstaklega mikla ánægju síðustu mánuði.Útvarp allra landsmanna Með morgunkaffinu renni ég yfir dagskrá RÚV, Rás 1 og punkta hjá mér á hvað ég vil hlusta þann daginn. Ég vil hlusta á viðræðuþætti um líf fólks vegna þeirra margvíslegu sjónarmiða sem fram koma. Þátturinn hennar Sigurlaugar Jónasdóttur, „Segðu mér“, er dæmi um slíkan þátt. Ýmsir aðrir viðræðuþættir um málefni líðandi stundar geta aukið skilning og jafnvel umburðarlyndi. Bókmenntaþættirnir hennar Jórunnar Sigurðardóttur eru óborganlegir svo ég tali ekki um þættina Samfélagið og Víðsjá þar sem umfjöllunarefnin virðast óþrjótandi. Ekki kemur til greina að missa af sögulegum fróðleik Illuga Jökulssonar þar sem hann geysist víða. Inn á milli er hvað eftir annað boðið upp á bráðmerkilegt efni eins og gagnrýnin umfjöllun Hjalta Hugasonar um trú, menningu og samfélag bar merki um fyrir stuttu. Þvílík dagskrá, þvílíkt val. Ég hef áhuga á þjóðlegum fróðleik og val mitt á útvarpsefni litast af því. Þess vegna hlustaði ég oft á „Sagnaslóð“, en hvað varð um þáttinn? Á hátíðarstundum er talað um að Ríkisútvarpið sé útvarp allra landsmanna. Þannig á það líka að vera. Samtímis er stór hluti þjóðarinnar að hlusta á útvarpið; bændur um land allt, sjómenn á hafi úti, fólk í borg, bæjum og þorpum, ungir sem aldnir. Í gegnum þennan sterka miðil getur fólk fengið tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heild. Það er ekki lítill ávinningur. Þess vegna er einnig nauðsynlegt að muna eftir fólkinu um allt land við dagskrárgerðina. Á því hefur verið nokkur meinbugur eftir að svæðisstöðvarnar nánast hurfu. Það er ljóst í mínum huga að Ríkisútvarpið hefur gríðarlega miklu hlutverki að gegna og það hlutverk þarf að vernda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var átta ára þegar ég heyrði Helenu Eyjólfs fyrst syngja í útvarpinu. Ég stóð upp við útvarpið og grét af hrifningu. Ég man líka eftir fréttatímum í sveitinni á sumrin þegar ég var barn. Þá varð að ríkja þögn. Á kvöldin var þar sérstaklega hlustað á sögulegan fróðleik. Þannig ólst ég upp við virðingu fyrir útvarpinu og fann mikilvægi þess. Ríkisútvarpið skiptir mig enn þá miklu máli. Á síðasta vori ákvað ég að hætta í föstu starfi. Ákvörðunin var afgerandi en ég hugsaði lítið út í hvað þetta skref hefði í för með sér. Breytingin hefur komið skemmtilega á óvart. Ég get verið meira ein með sjálfri mér en áður og get valið hvað ég geri og geri ekki. Þvílíkt frelsi; ég get sinnt sjálfboðastarfi, skrifað, haldið fyrirlestra, hlustað á erindi, sótt menningarviðburði, gengið og synt en staldra núna við það sem hefur gefið mér sérstaklega mikla ánægju síðustu mánuði.Útvarp allra landsmanna Með morgunkaffinu renni ég yfir dagskrá RÚV, Rás 1 og punkta hjá mér á hvað ég vil hlusta þann daginn. Ég vil hlusta á viðræðuþætti um líf fólks vegna þeirra margvíslegu sjónarmiða sem fram koma. Þátturinn hennar Sigurlaugar Jónasdóttur, „Segðu mér“, er dæmi um slíkan þátt. Ýmsir aðrir viðræðuþættir um málefni líðandi stundar geta aukið skilning og jafnvel umburðarlyndi. Bókmenntaþættirnir hennar Jórunnar Sigurðardóttur eru óborganlegir svo ég tali ekki um þættina Samfélagið og Víðsjá þar sem umfjöllunarefnin virðast óþrjótandi. Ekki kemur til greina að missa af sögulegum fróðleik Illuga Jökulssonar þar sem hann geysist víða. Inn á milli er hvað eftir annað boðið upp á bráðmerkilegt efni eins og gagnrýnin umfjöllun Hjalta Hugasonar um trú, menningu og samfélag bar merki um fyrir stuttu. Þvílík dagskrá, þvílíkt val. Ég hef áhuga á þjóðlegum fróðleik og val mitt á útvarpsefni litast af því. Þess vegna hlustaði ég oft á „Sagnaslóð“, en hvað varð um þáttinn? Á hátíðarstundum er talað um að Ríkisútvarpið sé útvarp allra landsmanna. Þannig á það líka að vera. Samtímis er stór hluti þjóðarinnar að hlusta á útvarpið; bændur um land allt, sjómenn á hafi úti, fólk í borg, bæjum og þorpum, ungir sem aldnir. Í gegnum þennan sterka miðil getur fólk fengið tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heild. Það er ekki lítill ávinningur. Þess vegna er einnig nauðsynlegt að muna eftir fólkinu um allt land við dagskrárgerðina. Á því hefur verið nokkur meinbugur eftir að svæðisstöðvarnar nánast hurfu. Það er ljóst í mínum huga að Ríkisútvarpið hefur gríðarlega miklu hlutverki að gegna og það hlutverk þarf að vernda.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun