Kjólaklæðskeri vill ferðast á hundasleða Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 11:30 Snædís er kulvís en vonar að búnaðurinn haldi á sér hita. Fréttablaðið/GVA „Ég rakst á keppnina fyrir tilviljun og fann strax að þetta var eitthvað sem mig langaði ótrúlega mikið að gera,“ segir Snædís Ylfa Ólafsdóttir, sem sækist eftir að taka þátt í 300 km hundasleðaleiðangri Fjällräven Polar. „Þessi ferð er svolítið til þess að sýna að venjulegt fólk geti farið í svona ferðir með réttum útbúnaði og leiðsögn,“ segir Snædís en hún hefur enga reynslu af hundasleðum. Hver þátttakandi fær sleða, sex hunda, útbúnað og einnig verður leiðsögumaður með í för. „Þetta gerir enginn, hver fer í hundasleðaleiðangur til Norður-Noregs? Þetta er líka svo ólíkt öllu öðru sem ég hef gert,“ segir Snædís sem er menntaður kjólaklæðskeri og að læra landfræði. Ferðin tekur fjóra daga og farið verður frá Noregi, yfir landamæri Svíþjóðar og að landamærum Finnlands. Hún segist mega búast við því að kuldinn fari niður í fjörutíu stiga frost. „Mér er alltaf kalt og það hentar mér illa að búa á Íslandi. Ég verð bara að treysta á það að þessi búnaður komi til með að halda á mér hita,“ segir hún glöð í bragði. Snædís er sem stendur í níunda sæti af 110, en aðeins tveir úr hennar flokki vinna sér inn þátttökurétt í leiðangrinum sem byrjar tólfta desember. Hægt er að kjósa Snædísi á vefsíðunni fjallravenpolar.com. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Ég rakst á keppnina fyrir tilviljun og fann strax að þetta var eitthvað sem mig langaði ótrúlega mikið að gera,“ segir Snædís Ylfa Ólafsdóttir, sem sækist eftir að taka þátt í 300 km hundasleðaleiðangri Fjällräven Polar. „Þessi ferð er svolítið til þess að sýna að venjulegt fólk geti farið í svona ferðir með réttum útbúnaði og leiðsögn,“ segir Snædís en hún hefur enga reynslu af hundasleðum. Hver þátttakandi fær sleða, sex hunda, útbúnað og einnig verður leiðsögumaður með í för. „Þetta gerir enginn, hver fer í hundasleðaleiðangur til Norður-Noregs? Þetta er líka svo ólíkt öllu öðru sem ég hef gert,“ segir Snædís sem er menntaður kjólaklæðskeri og að læra landfræði. Ferðin tekur fjóra daga og farið verður frá Noregi, yfir landamæri Svíþjóðar og að landamærum Finnlands. Hún segist mega búast við því að kuldinn fari niður í fjörutíu stiga frost. „Mér er alltaf kalt og það hentar mér illa að búa á Íslandi. Ég verð bara að treysta á það að þessi búnaður komi til með að halda á mér hita,“ segir hún glöð í bragði. Snædís er sem stendur í níunda sæti af 110, en aðeins tveir úr hennar flokki vinna sér inn þátttökurétt í leiðangrinum sem byrjar tólfta desember. Hægt er að kjósa Snædísi á vefsíðunni fjallravenpolar.com.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira