Jólamarkaður netverslana 28. nóvember 2014 14:45 Hópurinn sem stendur á bak við netverslanirnar fimm sem halda jólamarkað um helgina. MYND/VILHELM Jólamarkaður netverslana verður haldinn í þriðja sinn um helgina og með öðru sniði en venjulega þar sem hann stendur nú yfir í þrjá daga, frá sunnudegi fram til þriðjudags. Fimm netverslanir kynna og selja þar fjölbreytt úrval af vörum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi að sögn Rakelar Hlínar Bergsdóttir, eins skipuleggjanda markaðarins. „Jólamarkaðurinn í ár verður nokkurs konar „pop-up“búð þar sem fólki gefst tækifæri á að skoða og kaupa vörur frá okkur. Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval vara fyrir heimilið og börn auk snyrtivara. Við leggjum mikið upp úr jólalegri stemningu enda hefst markaðurinn á fyrsta sunnudegi í aðventu.“ Netverslanirnar fimm eru Petit.is, Nola.is, Snúran.is, Esjadekor.is og Krúnk Living. Viðtökur almennings við fyrri mörkuðum fóru fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. „Við finnum svo vel hvað fólk hefur gaman af því að sækja svona markaði og sjá vörurnar með eigin augum. Það er augljóst að margir hafa legið yfir netsíðunum okkar og vita alveg nákvæmlega hvað þeir ætla að skoða. Svo er líka svo gaman að hitta viðskiptavini okkar auglitis til auglitis.“ Rakel segir að alltaf séu einhverjir sem treysti sér ekki til að panta vörur á netinu án þess að hafa séð þær. „Þannig eru svona markaðir frábært tækifæri til að koma og skoða vörur og tala við okkur um leið. Við finnum líka að þegar fólk hefur komið og séð vöruna þá verslar það næst á netinu.“ Hún segir markaðinn einnig gott tækifæri fyrir þá sem vilja vera snemma í jólainnkaupunum og njóta þess að slaka á með fjölskyldunni yfir aðventuna. „Það eru ekki allir sem gera skyndikaup heldur þurfa umhugsunarfrest. Þannig eru netverslanir okkar góður kostur en þær bjóða allar upp á frábæra þjónustu með afhendingu samdægurs ef fólk sækir vöruna. Annars fær það vöruna senda heim innan tveggja daga.“ Til að auka enn frekar jólastemninguna verða Te & kaffi, Miriam Candles og Hafliði Ragnarsson frá Mosfellsbakaríi á staðnum. „Hægt verður að kaupa jólakaffi og smakka og kaupa gómsætt konfekt frá Hafliða. Svo er það rúsínan í pylsuendanum; happadrætti þar sem hver verslun gefur vinninga að verðmæti 10.000 kr.“ Jólamarkaður netverslana verður haldinn í Ferðafélagssalnum í Mörkinni í Reykjavík. Opið verður á sunnudag frá kl. 12-18 og á mánudag og þriðjudag frá kl. 17-21. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Jólamarkaður netverslana. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Jólamarkaður netverslana verður haldinn í þriðja sinn um helgina og með öðru sniði en venjulega þar sem hann stendur nú yfir í þrjá daga, frá sunnudegi fram til þriðjudags. Fimm netverslanir kynna og selja þar fjölbreytt úrval af vörum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi að sögn Rakelar Hlínar Bergsdóttir, eins skipuleggjanda markaðarins. „Jólamarkaðurinn í ár verður nokkurs konar „pop-up“búð þar sem fólki gefst tækifæri á að skoða og kaupa vörur frá okkur. Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval vara fyrir heimilið og börn auk snyrtivara. Við leggjum mikið upp úr jólalegri stemningu enda hefst markaðurinn á fyrsta sunnudegi í aðventu.“ Netverslanirnar fimm eru Petit.is, Nola.is, Snúran.is, Esjadekor.is og Krúnk Living. Viðtökur almennings við fyrri mörkuðum fóru fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. „Við finnum svo vel hvað fólk hefur gaman af því að sækja svona markaði og sjá vörurnar með eigin augum. Það er augljóst að margir hafa legið yfir netsíðunum okkar og vita alveg nákvæmlega hvað þeir ætla að skoða. Svo er líka svo gaman að hitta viðskiptavini okkar auglitis til auglitis.“ Rakel segir að alltaf séu einhverjir sem treysti sér ekki til að panta vörur á netinu án þess að hafa séð þær. „Þannig eru svona markaðir frábært tækifæri til að koma og skoða vörur og tala við okkur um leið. Við finnum líka að þegar fólk hefur komið og séð vöruna þá verslar það næst á netinu.“ Hún segir markaðinn einnig gott tækifæri fyrir þá sem vilja vera snemma í jólainnkaupunum og njóta þess að slaka á með fjölskyldunni yfir aðventuna. „Það eru ekki allir sem gera skyndikaup heldur þurfa umhugsunarfrest. Þannig eru netverslanir okkar góður kostur en þær bjóða allar upp á frábæra þjónustu með afhendingu samdægurs ef fólk sækir vöruna. Annars fær það vöruna senda heim innan tveggja daga.“ Til að auka enn frekar jólastemninguna verða Te & kaffi, Miriam Candles og Hafliði Ragnarsson frá Mosfellsbakaríi á staðnum. „Hægt verður að kaupa jólakaffi og smakka og kaupa gómsætt konfekt frá Hafliða. Svo er það rúsínan í pylsuendanum; happadrætti þar sem hver verslun gefur vinninga að verðmæti 10.000 kr.“ Jólamarkaður netverslana verður haldinn í Ferðafélagssalnum í Mörkinni í Reykjavík. Opið verður á sunnudag frá kl. 12-18 og á mánudag og þriðjudag frá kl. 17-21. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Jólamarkaður netverslana.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira