Óvenjulegt dansverk í flutningi poppara Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 09:30 Þau Alexander og Áslaug notuðu sviðshreyfingar poppara sem innblástur að dansverki. Vísir/Valli Þema Reykjavík Dancefestival dagana 26. til 30. nóvember er poppmenning og hvernig áhrifa hennar gætir í dansinum. Eitt verkanna á hátíðinni heitir Fronting eftir danshöfundana Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Róberts. „Verkið er þannig að við vinnum með söngvurum hljómsveita og einblínum á hreyfingar þeirra. Það má eiginlega segja að þetta séu tónleikar sem eru fluttir með líkömum þeirra,“ segir Ásrún, en tónlistarmennirnir flytja verkið sjálfir, þau Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson, Katarina Mogensen í Mammút og Gunnar Ragnarsson, söngvari Grísalappalísu. Hugmyndin kom út frá pælingum með daglegar hreyfingar. „Við skoðum hvernig hreyfingar geta orðið danshreyfingar ómeðvitað. Tónlistarmenn nota líkama sinn mikið og við vildum skoða hvaða hlutverki líkaminn gegnir í sviðsframkomu,“ segir hún, en þessir tónlistarmenn styðjast ekki við fyrir fram ákveðnar danshreyfingar. „Þetta ferli var ótrúlega skemmtilegt, allavega fyrir mig, og ég held þau líka. Samvinnan var svo gefandi og skemmtileg, við vinnum öll ólíkt og nálgumst hlutina ólíkt. Ég lærði mikið af þeim og kynntist þeim vel sem var frábært.“ Verkið hafa þau unnið síðan í maí og segir hún samstarfið hafa gengið vel. „Þau tóku miklu betur í þetta og voru skilningsríkari en ég nokkurn tíma hélt og voru ótrúlega opin og meðtækileg,“ segir Ásrún, og bætir við: „Ef Katarina hefði hringt og beðið mig að koma upp á svið með Mammút og syngja þá hefði ég sagt nei.“ Ásgerður Gunnarsdóttir er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, sem síðast var haldin í ágúst. „Hátíðin er haldin fjórum sinnum á ári og sú stærsta er alltaf í ágúst. Hinar þrjár eru aðeins minni í sniðum,“ segir hún. Von er á skemmtilegum listamönnum að utan, til dæmis dansaranum Höllu Ólafsdóttur sem undanfarið hefur dansað með The Knife. „Ula Sickle, dansari frá Belgíu, kemur með tvo sólóa sem hún hefur unnið með dönsurum frá Kongó strák og stelpu. Einn sólóinn skoðar s klúbbamenningu í Kongó og hinn rannsakar hina óhefðbundna danssögu eins og hipphopp, djass og Charleston.“ „Myndlistarmaðurinn Christian Falsnaes er með opnunarverk hátíðarinnar, en hann hefur í fyrri verkum sínum notað áhorfendur sem dansara í verkinu, og það verður forvitnilegt að sjá hvað hann gerir nú" segir Ásgerður. Hægt er að nálgast miða á hátíðina á www.reykjavikdancefestival.is Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Þema Reykjavík Dancefestival dagana 26. til 30. nóvember er poppmenning og hvernig áhrifa hennar gætir í dansinum. Eitt verkanna á hátíðinni heitir Fronting eftir danshöfundana Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Róberts. „Verkið er þannig að við vinnum með söngvurum hljómsveita og einblínum á hreyfingar þeirra. Það má eiginlega segja að þetta séu tónleikar sem eru fluttir með líkömum þeirra,“ segir Ásrún, en tónlistarmennirnir flytja verkið sjálfir, þau Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson, Katarina Mogensen í Mammút og Gunnar Ragnarsson, söngvari Grísalappalísu. Hugmyndin kom út frá pælingum með daglegar hreyfingar. „Við skoðum hvernig hreyfingar geta orðið danshreyfingar ómeðvitað. Tónlistarmenn nota líkama sinn mikið og við vildum skoða hvaða hlutverki líkaminn gegnir í sviðsframkomu,“ segir hún, en þessir tónlistarmenn styðjast ekki við fyrir fram ákveðnar danshreyfingar. „Þetta ferli var ótrúlega skemmtilegt, allavega fyrir mig, og ég held þau líka. Samvinnan var svo gefandi og skemmtileg, við vinnum öll ólíkt og nálgumst hlutina ólíkt. Ég lærði mikið af þeim og kynntist þeim vel sem var frábært.“ Verkið hafa þau unnið síðan í maí og segir hún samstarfið hafa gengið vel. „Þau tóku miklu betur í þetta og voru skilningsríkari en ég nokkurn tíma hélt og voru ótrúlega opin og meðtækileg,“ segir Ásrún, og bætir við: „Ef Katarina hefði hringt og beðið mig að koma upp á svið með Mammút og syngja þá hefði ég sagt nei.“ Ásgerður Gunnarsdóttir er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, sem síðast var haldin í ágúst. „Hátíðin er haldin fjórum sinnum á ári og sú stærsta er alltaf í ágúst. Hinar þrjár eru aðeins minni í sniðum,“ segir hún. Von er á skemmtilegum listamönnum að utan, til dæmis dansaranum Höllu Ólafsdóttur sem undanfarið hefur dansað með The Knife. „Ula Sickle, dansari frá Belgíu, kemur með tvo sólóa sem hún hefur unnið með dönsurum frá Kongó strák og stelpu. Einn sólóinn skoðar s klúbbamenningu í Kongó og hinn rannsakar hina óhefðbundna danssögu eins og hipphopp, djass og Charleston.“ „Myndlistarmaðurinn Christian Falsnaes er með opnunarverk hátíðarinnar, en hann hefur í fyrri verkum sínum notað áhorfendur sem dansara í verkinu, og það verður forvitnilegt að sjá hvað hann gerir nú" segir Ásgerður. Hægt er að nálgast miða á hátíðina á www.reykjavikdancefestival.is
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira