Er áttræð og yrkir dýrt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 14:00 "Það verður örugglega mikið sungið,“ segir Ragna þegar hún er spurð út í afmælisfagnaðinn næsta laugardag. Vísir/Stefán „Viðtal? Ég veit ekki hvort ég hef tíma í það. Því eldri sem maður verður því meira er að gera,“ segir Ragna Guðvarðardóttir sem er áttræð í dag en má ekki vera að því að halda upp á það fyrr en næsta laugardag, 22. nóvember. Hún er á förum austur í Þorlákshöfn að lesa upp ljóð þegar ég næ í hana í síma, svo afmælisviðtalið snýst upp í ljóðaspjall í byrjun. „Ég hef verið í ljóðahópi eldri borgara í Gjábakka í Kópavogi í fjórtán ár og við höfum gefið út eina bók á ári sameiginlega. Þórður Helgason dósent hefur verið með okkur allan tímann, kennt okkur og aðstoðað okkur í bókaútgáfunni,“ segir Ragna og heldur áfram. „Svo hafa einstaklingar innan hópsins líka gefið út bækur, þar á meðal ég. Mín bók heitir Ljóðaland og öll ljóðin í henni eru ort undir dróttkveðnum bragarhætti.“Er langt síðan þú tileinkaðir þér hann? „Það kom smátt og smátt að ég fór að velta honum fyrir mér í ljóðahópnum. Mér fannst hann svo sérstakur.“Er ekki afar vandasamt að yrkja dróttkveðið? „Það er svona eins og að ráða krossgátur. Maður þarf að vera dálítið góður í íslensku því tvö orð í hverri línu þurfa að vera af sama stofni, þau ríma í annarri hvorri línu en ekki í hinni. Svo er líka stuðlun en ekki endarím. Þetta er sama form og notað var í Íslendingasögunum.“Varstu byrjuð að yrkja áður en þú fórst í Gjábakkahópinn? „Ég hafði sett saman ferskeytlur og gamanbragi en ekki ljóð sem hægt er að kalla því nafni.“Hvaðan ertu? „Ég er úr Fljótunum í Skagafirði. Frá bænum Minni-Reitir, frændi minn býr þar núna. Ég fór að heiman um tvítugt og var í vinnu hingað og þangað um landið til að byrja með en flutti til Reykjavíkur 1968 og í Kópavoginn 1978.“Spræk og heilsuhraust? „Já, eins og er. Ég hef svo sem orðið veik en alltaf hjarnað við aftur.“Þú sagðist hafa fullt að gera, er það félagslífið sem þú stundar svona stíft? „Já, ég er í kór eldri borgara hér í Kópavogi og í danshóp sem iðkar línudans, svo spila ég boccia. Ég var reyndar að koma úr saumaklúbbi núna. Við skólasystur af Varmalandi erum búnar að vera með saumaklúbb í fjölda ára.“Hvernig ætlarðu að halda upp á afmælið næsta laugardag? „Ég ætla að hafa opið hús í Gjábakka. Þar verður örugglega mikið sungið. Dótturdóttir mín er söngkennari í verkfalli svo hún hefur nógan tíma til að skipuleggja söngatriði.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Viðtal? Ég veit ekki hvort ég hef tíma í það. Því eldri sem maður verður því meira er að gera,“ segir Ragna Guðvarðardóttir sem er áttræð í dag en má ekki vera að því að halda upp á það fyrr en næsta laugardag, 22. nóvember. Hún er á förum austur í Þorlákshöfn að lesa upp ljóð þegar ég næ í hana í síma, svo afmælisviðtalið snýst upp í ljóðaspjall í byrjun. „Ég hef verið í ljóðahópi eldri borgara í Gjábakka í Kópavogi í fjórtán ár og við höfum gefið út eina bók á ári sameiginlega. Þórður Helgason dósent hefur verið með okkur allan tímann, kennt okkur og aðstoðað okkur í bókaútgáfunni,“ segir Ragna og heldur áfram. „Svo hafa einstaklingar innan hópsins líka gefið út bækur, þar á meðal ég. Mín bók heitir Ljóðaland og öll ljóðin í henni eru ort undir dróttkveðnum bragarhætti.“Er langt síðan þú tileinkaðir þér hann? „Það kom smátt og smátt að ég fór að velta honum fyrir mér í ljóðahópnum. Mér fannst hann svo sérstakur.“Er ekki afar vandasamt að yrkja dróttkveðið? „Það er svona eins og að ráða krossgátur. Maður þarf að vera dálítið góður í íslensku því tvö orð í hverri línu þurfa að vera af sama stofni, þau ríma í annarri hvorri línu en ekki í hinni. Svo er líka stuðlun en ekki endarím. Þetta er sama form og notað var í Íslendingasögunum.“Varstu byrjuð að yrkja áður en þú fórst í Gjábakkahópinn? „Ég hafði sett saman ferskeytlur og gamanbragi en ekki ljóð sem hægt er að kalla því nafni.“Hvaðan ertu? „Ég er úr Fljótunum í Skagafirði. Frá bænum Minni-Reitir, frændi minn býr þar núna. Ég fór að heiman um tvítugt og var í vinnu hingað og þangað um landið til að byrja með en flutti til Reykjavíkur 1968 og í Kópavoginn 1978.“Spræk og heilsuhraust? „Já, eins og er. Ég hef svo sem orðið veik en alltaf hjarnað við aftur.“Þú sagðist hafa fullt að gera, er það félagslífið sem þú stundar svona stíft? „Já, ég er í kór eldri borgara hér í Kópavogi og í danshóp sem iðkar línudans, svo spila ég boccia. Ég var reyndar að koma úr saumaklúbbi núna. Við skólasystur af Varmalandi erum búnar að vera með saumaklúbb í fjölda ára.“Hvernig ætlarðu að halda upp á afmælið næsta laugardag? „Ég ætla að hafa opið hús í Gjábakka. Þar verður örugglega mikið sungið. Dótturdóttir mín er söngkennari í verkfalli svo hún hefur nógan tíma til að skipuleggja söngatriði.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira