Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman sigraði í gær á sínu þriðja móti á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á OHL Classic sem fram fór í Mexíkó.
Hoffman var meðal efstu manna fyrir lokahringinn á El Camaleon vellinum sem hann lék á 66 höggum eða fimm undir pari og endaði samtals á 17 höggum undir pari. Það var nóg til þess að tryggja honum sigur en landi hans, Shawn Stefani, endaði einn í öðru sæti á 16 höggum undir.
Hinn ungi Danny Lee frá Nýja-Sjálandi nagar sig eflaust í handabökin en hann var í forystu á lokahringnum eftir níu holur þar sem hann hafði fengið sjö fugla í röð á ótrúlegan hátt. Honum tókst þó ekki að fylgja því eftir á seinni níu holunum þar sem að hann fékk þrjá skolla og þurfti því að sætta sig við þriðja sætið á 15 höggum undir pari samtals.
OHL Classic er síðasta opinbera mótið á PGA-mótaröðinni á árinu en í næstu viku fer fram lokamót Evrópumótaraðarinnar í Dubai þar sem margir af bestu kylfingum heims verða í eldlínunni.
Charley Hoffman hlutskarpastur í Mexíkó

Mest lesið

Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji?
Enski boltinn

KR sækir ungan bakvörð út á landi
Körfubolti

Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak
Enski boltinn

ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal
Íslenski boltinn

„Sýna að maður eigi það skilið“
Körfubolti





Segir að þeim besta í heimi sé skítsama
Körfubolti