Patrekur: Þarf að finna menn sem eru ekki farþegar Birgir Hrannar Stefánsson skrifar 17. nóvember 2014 21:32 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Vísir/Valli Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna á Akureyri þegar liðið tapaði með sjö marka mun fyrir liði Akureyrar í 11. umferð Olís-deildar karla. „Það er voða erfitt að segja í raun,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, strax eftir leik þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð. „Gríðarleg vonbrigði bara að koma svona til leiks. Ég átti ekki von á þessu eftir undirbúning okkar, maður sá að Akureyringum langaði mikið meira að spila leikinn en við og það er það sem maður er að hugsa núna og skilur ekki af hverju. Þetta er mjög erfiður leikur þegar staðan er orðin 12-4, að koma hingað norður með svona auglýsingu er mjög lélegt og ég er mjög svekktur,“ sagði Patrekur. Það var á köflum hreinlega eins og þínir menn vildu ekki spila leikinn. „Já, ég veit það ekki. Ég mun náttúrulega ræða það og það virkaði þannig. Þegar maður er að spila handbolta þá þarf viss grunnvinna að vera í lagi og það voru sumir sem áttu mjög erfitt með það í dag. Það er alltaf hægt að gera mistök inn á velli en svona er bara engan vegin í lagi og ég ætla ekki einu sinni að reyna að verja það.“ Krafan er væntanlega sú að gera allt annað í næsta leik en liðið gerði hér í dag? „Já, núna þarf ég bara að finna leikmenn. Æfingar voru fínar og síðustu tveir leikir voru þannig að við vorum að vinna stórt. Núna þarf ég að finna menn sem er tilbúnir að gefa meira af sér til liðsins og vera ekki farþegar eins og þetta var í dag. Maður er drullu svekktur með það, eins og þú segir og sást eins og allir aðrir. Menn virkuðu eins og þeir væru í handbremsu og ég þarf að finna menn sem eru klárir í næsta leik," sagði Patrekur að lokum en Akureyrarliðið fór upp fyrir Hauka í töflunni með þessum sigri. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Stjarnan með sigurmark í lokin og FH burstaði Fram | Úrslit kvöldsins FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Framara í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld en en bæði botnlið deildarinnar urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum því HK tapaði með eins marks mun á heimavelli á móti Stjörnunni. 17. nóvember 2014 21:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 28-28 | Sanngjörn niðurstaða í toppslagnum Afturelding og Valur skildu jöfn, 28-28, í uppgjöri efstu liðanna í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2014 14:12 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna á Akureyri þegar liðið tapaði með sjö marka mun fyrir liði Akureyrar í 11. umferð Olís-deildar karla. „Það er voða erfitt að segja í raun,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, strax eftir leik þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð. „Gríðarleg vonbrigði bara að koma svona til leiks. Ég átti ekki von á þessu eftir undirbúning okkar, maður sá að Akureyringum langaði mikið meira að spila leikinn en við og það er það sem maður er að hugsa núna og skilur ekki af hverju. Þetta er mjög erfiður leikur þegar staðan er orðin 12-4, að koma hingað norður með svona auglýsingu er mjög lélegt og ég er mjög svekktur,“ sagði Patrekur. Það var á köflum hreinlega eins og þínir menn vildu ekki spila leikinn. „Já, ég veit það ekki. Ég mun náttúrulega ræða það og það virkaði þannig. Þegar maður er að spila handbolta þá þarf viss grunnvinna að vera í lagi og það voru sumir sem áttu mjög erfitt með það í dag. Það er alltaf hægt að gera mistök inn á velli en svona er bara engan vegin í lagi og ég ætla ekki einu sinni að reyna að verja það.“ Krafan er væntanlega sú að gera allt annað í næsta leik en liðið gerði hér í dag? „Já, núna þarf ég bara að finna leikmenn. Æfingar voru fínar og síðustu tveir leikir voru þannig að við vorum að vinna stórt. Núna þarf ég að finna menn sem er tilbúnir að gefa meira af sér til liðsins og vera ekki farþegar eins og þetta var í dag. Maður er drullu svekktur með það, eins og þú segir og sást eins og allir aðrir. Menn virkuðu eins og þeir væru í handbremsu og ég þarf að finna menn sem eru klárir í næsta leik," sagði Patrekur að lokum en Akureyrarliðið fór upp fyrir Hauka í töflunni með þessum sigri.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Stjarnan með sigurmark í lokin og FH burstaði Fram | Úrslit kvöldsins FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Framara í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld en en bæði botnlið deildarinnar urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum því HK tapaði með eins marks mun á heimavelli á móti Stjörnunni. 17. nóvember 2014 21:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 28-28 | Sanngjörn niðurstaða í toppslagnum Afturelding og Valur skildu jöfn, 28-28, í uppgjöri efstu liðanna í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2014 14:12 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07
Stjarnan með sigurmark í lokin og FH burstaði Fram | Úrslit kvöldsins FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Framara í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld en en bæði botnlið deildarinnar urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum því HK tapaði með eins marks mun á heimavelli á móti Stjörnunni. 17. nóvember 2014 21:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 28-28 | Sanngjörn niðurstaða í toppslagnum Afturelding og Valur skildu jöfn, 28-28, í uppgjöri efstu liðanna í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2014 14:12
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita