Af silfurreyni og hótelfaraldri í 101 eða reitur 1.7.2.2. Egill Ólafsson skrifar 12. júní 2014 07:00 Enginn er sár, hvað þá gramur, nei, það er helst að maður fyllist sorg – sorg yfir því að horfa upp á enn einn faraldurinn ríða húsum skefjalaust í okkar krumpaða og um margt vanþróaða samfélagi. Nú heitir faraldurinn; Hótel má vera í öðru hverju húsi í 101. Borgarkerfið tekur þátt í að bera smitið út með því að horfa aðeins til stundargræðgissjónarmiða. Kerfið stundar blekkingarleiki í kynningu á fyrirhuguðum breytingum á reitnum Grettisgötu 17 auk lóðanna fyrir norðan reitinn. Þar sem t.d. reiturinn er ekki nefndur með nafni heldur 1.7.2.2. og er að auki auglýstur í Fréttablaðinu 23.12.13, já, á Þorláksmessu. Þannig er engu líkara en stjórnvöld gangi til liðs við gíruga fjárfesta sem krefjast ávöxtunar með ljóshraða og hafa gjarnan enga tilfinningu fyrir umhverfi, væntanlegu raski, lífi, framtíð eða sögu borgarhlutans. Hótellóðarreitirnir eru gjarnan fylltir með of miklu byggingarmagni og oftar en ekki fylgja smekklausar lausnir (eins og dæmin sanna). Ef framkvæmdir vegna Grettisgötu 17 ganga eftir mun fylgja því heilmikið rask, jafnvel rask sem skaðað getur nærliggjandi hús, fyrir utan aðrar afleiðingar. Nú er svo komið að í Grettisgötu einni eru 12 gistihús og enn fjölgar þeim. Afleiðingin af þessu er augljós; göturnar fyllast af rútum og bílaleigubílum sem þjónusta ferðamenn. Skröltandi ferðatöskur liðlangan sólarhringinn setja mark sitt á hljóðheiminn og ekki síður hið sýnilega. Nú á að farga gömlum og fallegum silfurreyni – óbeint er vegið að tilvist íbúanna sem fyrir eru í 101 – það er verið að takmarka lífsgæði þeirra og það sem meira er, það er verið að lækka verðgildi og gæði húsa þeirra, hver vill þegar upp er staðið búa í þyrpingu hótela – hér á að byggja ofan í jörðina og láta gamalt hús þjóna sem fortjald með því að flytja það að götu, en reisa stærri byggingar innar í lóðinni að húsum við Laugaveg. Verstur verður fylgikvillinn sem er að þjónustan við íbúana fer þverrandi – þegar ber á þessu og ef fram heldur sem horfir þá er stutt í að íbúarnir flytji í burtu. Hvað stendur þá eftir, þegar 101 verður orðinn að samfelldri byggð gistihúsa þar sem ferðamenn gapa hver upp í annan. Skynsemi segir að þetta beri að takmarka – það sé ráðlegt að búa til regluverk um hvers konar hótel eigi að vera í 101 og hvað þau megi vera þétt. Þessi eftirlátssemi og stjórnleysi Reykjavíkurborgar leiðir til þess að allir tapa – íbúarnir flytjast úr hverfunum og einsleitnin verður allsráðandi í stóru og smáu – getur verið að einhver sækist í þannig umhverfi – Nei, ekki ég og heldur ekki sá sem vill kynnast landi og þjóð á sínum ferðalögum. Gerum Grettisgötu 17 að aðlaðandi reit – litlu torgi þar sem við öll, því öll erum við ferðamenn í gegnum þetta skarða líf – já, þar sem við öll eigum griðland undir öldruðum SILFURREYNI, sem enn á eftir 150 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn er sár, hvað þá gramur, nei, það er helst að maður fyllist sorg – sorg yfir því að horfa upp á enn einn faraldurinn ríða húsum skefjalaust í okkar krumpaða og um margt vanþróaða samfélagi. Nú heitir faraldurinn; Hótel má vera í öðru hverju húsi í 101. Borgarkerfið tekur þátt í að bera smitið út með því að horfa aðeins til stundargræðgissjónarmiða. Kerfið stundar blekkingarleiki í kynningu á fyrirhuguðum breytingum á reitnum Grettisgötu 17 auk lóðanna fyrir norðan reitinn. Þar sem t.d. reiturinn er ekki nefndur með nafni heldur 1.7.2.2. og er að auki auglýstur í Fréttablaðinu 23.12.13, já, á Þorláksmessu. Þannig er engu líkara en stjórnvöld gangi til liðs við gíruga fjárfesta sem krefjast ávöxtunar með ljóshraða og hafa gjarnan enga tilfinningu fyrir umhverfi, væntanlegu raski, lífi, framtíð eða sögu borgarhlutans. Hótellóðarreitirnir eru gjarnan fylltir með of miklu byggingarmagni og oftar en ekki fylgja smekklausar lausnir (eins og dæmin sanna). Ef framkvæmdir vegna Grettisgötu 17 ganga eftir mun fylgja því heilmikið rask, jafnvel rask sem skaðað getur nærliggjandi hús, fyrir utan aðrar afleiðingar. Nú er svo komið að í Grettisgötu einni eru 12 gistihús og enn fjölgar þeim. Afleiðingin af þessu er augljós; göturnar fyllast af rútum og bílaleigubílum sem þjónusta ferðamenn. Skröltandi ferðatöskur liðlangan sólarhringinn setja mark sitt á hljóðheiminn og ekki síður hið sýnilega. Nú á að farga gömlum og fallegum silfurreyni – óbeint er vegið að tilvist íbúanna sem fyrir eru í 101 – það er verið að takmarka lífsgæði þeirra og það sem meira er, það er verið að lækka verðgildi og gæði húsa þeirra, hver vill þegar upp er staðið búa í þyrpingu hótela – hér á að byggja ofan í jörðina og láta gamalt hús þjóna sem fortjald með því að flytja það að götu, en reisa stærri byggingar innar í lóðinni að húsum við Laugaveg. Verstur verður fylgikvillinn sem er að þjónustan við íbúana fer þverrandi – þegar ber á þessu og ef fram heldur sem horfir þá er stutt í að íbúarnir flytji í burtu. Hvað stendur þá eftir, þegar 101 verður orðinn að samfelldri byggð gistihúsa þar sem ferðamenn gapa hver upp í annan. Skynsemi segir að þetta beri að takmarka – það sé ráðlegt að búa til regluverk um hvers konar hótel eigi að vera í 101 og hvað þau megi vera þétt. Þessi eftirlátssemi og stjórnleysi Reykjavíkurborgar leiðir til þess að allir tapa – íbúarnir flytjast úr hverfunum og einsleitnin verður allsráðandi í stóru og smáu – getur verið að einhver sækist í þannig umhverfi – Nei, ekki ég og heldur ekki sá sem vill kynnast landi og þjóð á sínum ferðalögum. Gerum Grettisgötu 17 að aðlaðandi reit – litlu torgi þar sem við öll, því öll erum við ferðamenn í gegnum þetta skarða líf – já, þar sem við öll eigum griðland undir öldruðum SILFURREYNI, sem enn á eftir 150 ár.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun