Norðurlöndin vilja aðstoða Úkraínu Karin Åström og Hans Wallmark skrifar 8. apríl 2014 07:00 Umheimurinn varð orðlaus og viðbrögðin létu ekki standa á sér þegar Rússar innlimuðu Krímskaga á ólöglegan hátt. Verknaðurinn er skýlaust brot á alþjóðarétti. Litlum og meðalstórum ríkjum eins og Norðurlöndum er það mikilvægt að staðið sé við alþjóðleg lög og reglur. Fyrir utan atburðarásina á Krímskaga er mikilvægt að átta sig á því að Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir aðstoð, ekki síst í baráttunni gegn spillingu og við uppbyggingu lýðræðis og réttarríkis. Samstarf þingmanna frá fimm ríkjum og þremur sjálfstjórnarsvæðum í Norðurlandaráði byggir á lýðræðishugsun og nútíma réttarríki. Því er einlægur vilji til að aðstoða aðrar þjóðir á þessu sviði. Svipað og Norðurlöndin studdu þróun lýðræðis í Eystrasaltsríkjunum fyrir rúmum tuttugu árum er ástæða til að Norðurlöndin og grannsvæði þeirra taki nú höndum saman um að styðja við lýðræðisþróun í Úkraínu. Á samráðsfundum sem Norðurlandaráð átti á dögunum með fulltrúum utanríkismálanefnda og forystu þjóðþinga Eystrasaltsríkjanna og Póllands kom greinilegur áhugi í ljós á því að efla samstarf ríkja á Eystrasaltssvæðinu um lýðræði og öryggismál. Stuðningur Norðurlandanna er vel þeginn og menn voru áfram um að dýpka samstarf um öryggis- og lýðræðismál.Vopnaskak er áminning Mikið er rætt um sameiginlegar aðgerðir gegn Rússlandi. Þjóðum Norðurlandanna finnst mikilvægt og eðlilegt að ræða það. Norðurlandaráð hefur því ákveðið að fyrirhugað þemaþing á Akureyri þann 8. apríl hefjist á umræðu um þessi málefni. Vopnaskak Rússa við landamærin að Úkraínu er okkur áminning um að Rússar geta gripið til harðrar valdbeitingar en valdbeiting getur einnig birst í áróðri og ritskoðun. Norðurlandaþjóðirnar eiga lýðræðisleg gildi og reynslu af stjórnskipulegu ferli sameiginleg og þær eru reiðubúnar til að rétta Úkraínumönnum hjálparhönd í þeim efnum. Alþjóðabankinn og einstök ríki eru reiðubúin til að veita ýmis konar lán og aðra fjárhagsaðstoð. Við á Norðurlöndum erum reiðubúin til að leggja hönd á plóg til að skapa lifandi lýðræðishefð sem einkennist af gagnsæi, þátttöku og fjölbreytileika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umheimurinn varð orðlaus og viðbrögðin létu ekki standa á sér þegar Rússar innlimuðu Krímskaga á ólöglegan hátt. Verknaðurinn er skýlaust brot á alþjóðarétti. Litlum og meðalstórum ríkjum eins og Norðurlöndum er það mikilvægt að staðið sé við alþjóðleg lög og reglur. Fyrir utan atburðarásina á Krímskaga er mikilvægt að átta sig á því að Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir aðstoð, ekki síst í baráttunni gegn spillingu og við uppbyggingu lýðræðis og réttarríkis. Samstarf þingmanna frá fimm ríkjum og þremur sjálfstjórnarsvæðum í Norðurlandaráði byggir á lýðræðishugsun og nútíma réttarríki. Því er einlægur vilji til að aðstoða aðrar þjóðir á þessu sviði. Svipað og Norðurlöndin studdu þróun lýðræðis í Eystrasaltsríkjunum fyrir rúmum tuttugu árum er ástæða til að Norðurlöndin og grannsvæði þeirra taki nú höndum saman um að styðja við lýðræðisþróun í Úkraínu. Á samráðsfundum sem Norðurlandaráð átti á dögunum með fulltrúum utanríkismálanefnda og forystu þjóðþinga Eystrasaltsríkjanna og Póllands kom greinilegur áhugi í ljós á því að efla samstarf ríkja á Eystrasaltssvæðinu um lýðræði og öryggismál. Stuðningur Norðurlandanna er vel þeginn og menn voru áfram um að dýpka samstarf um öryggis- og lýðræðismál.Vopnaskak er áminning Mikið er rætt um sameiginlegar aðgerðir gegn Rússlandi. Þjóðum Norðurlandanna finnst mikilvægt og eðlilegt að ræða það. Norðurlandaráð hefur því ákveðið að fyrirhugað þemaþing á Akureyri þann 8. apríl hefjist á umræðu um þessi málefni. Vopnaskak Rússa við landamærin að Úkraínu er okkur áminning um að Rússar geta gripið til harðrar valdbeitingar en valdbeiting getur einnig birst í áróðri og ritskoðun. Norðurlandaþjóðirnar eiga lýðræðisleg gildi og reynslu af stjórnskipulegu ferli sameiginleg og þær eru reiðubúnar til að rétta Úkraínumönnum hjálparhönd í þeim efnum. Alþjóðabankinn og einstök ríki eru reiðubúin til að veita ýmis konar lán og aðra fjárhagsaðstoð. Við á Norðurlöndum erum reiðubúin til að leggja hönd á plóg til að skapa lifandi lýðræðishefð sem einkennist af gagnsæi, þátttöku og fjölbreytileika.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar