Hamingjan, hvar ert þú? Úrsúla Jünemann skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Íslendingar telja sig vera meðal hamingjusömustu þjóða heimsins. Hvað er það sem gerir menn hamingjusama? Er hægt að mæla hamingju og þá hvernig? Margir hafa velt þessu fyrir sér. Margt kemur til greina sem getur veitt hamingju og margt einnig sem gæti spillt henni. Hvað er það sem gerir menn hamingjusama? Það getur verið margt. Snemma síðastliðið vor fékk ég mér kvöldgöngu í góðu veðri. Nýútsprungnu asparlaufin ilmuðu og fuglasöngur fyllti loftið. Litirnir í kvöldsólinni voru sterkir og allt var baðað í einhvers konar gullhjúp. Ég settist niður og naut þess að vera til, naut þess að enn einu sinni var allt að vakna til lífsins á þessari eyju í Norður-Atlantshafi eftir langan og erfiðan vetur. Þá fann ég að hamingjan var að hríslast um mig alla. Eitt kvöld síðsumars sat ég úti á pallinum við litla húsið mitt í sveitinni og horfði á stórbrotna sýningu skýjanna. Ég hugsaði að „skýjaleikhúsið“ á Íslandi ætti sér varla sína líka og mér leið vel. Í fallegri haustbirtu núna um daginn settist ég niður á sléttan stein og horfði á Esjuna. Sólin var komin lágt á loft, ljós og skuggi gáfu fjallinu ævintýralegan blæ. Þá fannst mér lífið vera gott. Svo labbaði ég áfram um hverfi með stórum glæsilegum einbýlishúsum. Snyrtilegir garðar, stórir glæsijeppar ásamt fleiri bílum í innkeyrslunni. Skyldi hamingjan endilega búa á svona stöðum frekar en þar sem ég sat um stund og naut þess að vera til? Býr hamingjan í stórum húsum með flottum og dýrum innréttingum? Býr hamingjan í stórum og dýrum ökutækjum eða ofurstórum sumarhúsum á flottum stað með öllum græjum? Er hamingjan fólgin í því að eltast við að líta vel út og fara eftir nýjustu tískustraumum? Er hamingjan fólgin í því að öðlast frama og frægð? Er það hamingja að geta farið reglulega og oft í utanlandsferðir? Gerum við börnin okkar hamingjusöm með því að kaupa allt sem þau biðja um? Að gefa þeim dýrar jólagjafir? Gefum þeim fullt af dóti í skóinn fyrir jólin? Væri ekki betra að gefa þeim eitthvað af tímanum okkar sem við eyðum annars í að skaffa og þræla? Úr allt annarri átt? Gæti verið að hamingjustundir komi úr allt annarri átt? Ég var hamingjusöm í morgun þegar kisan mín kúrði hjá mér um stund og malaði á meðan ég fékk mér kaffibolla í rúmið og hafði næði til að lesa blaðið því ég var í fríi. Síðastliðið haust fékk ég sæluhroll þegar ég hlustaði á Sinfóníuhljómsveit Íslands og Skálmöld í Hörpu. Ég fann hamingju um stund þegar ég fór að skoða garðinn minn í vor, fullan af ilmandi blómum. Það er gott að eiga sér óskir og láta sig dreyma. En það er líka gott að vita að ekki rætist úr öllum draumunum. Ef við fengjum alltaf allt strax sem við óskuðum okkur þá yrði lífið ekki spennandi, við þurfum að hafa fyrir hlutunum. En auðvitað er það erfitt að vera hamingjusamur þegar grunnþörfunum er ekki fullnægt: Fæði, klæðum, húsnæði, öryggi og félagslegum tengslum. Þjóðfélagið okkar þarf að vera vel á verði um að enginn hér á landi fari á mis við þessar grunnþarfir. Einkavæðing á grunnþjónustunni stefnir ekki í þessa átt. Það voru umræður á mínum vinnustað um hvort hamingjan byggi í þykkara launaumslagi. Og einnig hvers vegna launakjör eru svo miklu lakari hjá þeim sem vinna uppeldis- og umönnunarstörf en hjá þeim sem „passa peningana“. Það er nú það, menn verða að fá mannsæmandi kaup fyrir vinnuframlagið sitt. Ef menn eru ósáttir við verðmætamat í samfélaginu, ef þeirra vinnuframlag er ekki metið eins og skyldi, þá verða menn bitrir og leiðir og reiðir. Þannig tilfinningar koma í veg fyrir að vera hamingjusamur. Ennþá er græðgisvæðingin við lýði hér á landi og hver reynir að ota sínum tota. Ég vildi óska þess að við lifðum hér í samfélagi þar sem allir gætu gefið af sér eins og hver getur. Og allir gætu lifað í sátt og samlyndi við sjálfan sig og umhverfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar telja sig vera meðal hamingjusömustu þjóða heimsins. Hvað er það sem gerir menn hamingjusama? Er hægt að mæla hamingju og þá hvernig? Margir hafa velt þessu fyrir sér. Margt kemur til greina sem getur veitt hamingju og margt einnig sem gæti spillt henni. Hvað er það sem gerir menn hamingjusama? Það getur verið margt. Snemma síðastliðið vor fékk ég mér kvöldgöngu í góðu veðri. Nýútsprungnu asparlaufin ilmuðu og fuglasöngur fyllti loftið. Litirnir í kvöldsólinni voru sterkir og allt var baðað í einhvers konar gullhjúp. Ég settist niður og naut þess að vera til, naut þess að enn einu sinni var allt að vakna til lífsins á þessari eyju í Norður-Atlantshafi eftir langan og erfiðan vetur. Þá fann ég að hamingjan var að hríslast um mig alla. Eitt kvöld síðsumars sat ég úti á pallinum við litla húsið mitt í sveitinni og horfði á stórbrotna sýningu skýjanna. Ég hugsaði að „skýjaleikhúsið“ á Íslandi ætti sér varla sína líka og mér leið vel. Í fallegri haustbirtu núna um daginn settist ég niður á sléttan stein og horfði á Esjuna. Sólin var komin lágt á loft, ljós og skuggi gáfu fjallinu ævintýralegan blæ. Þá fannst mér lífið vera gott. Svo labbaði ég áfram um hverfi með stórum glæsilegum einbýlishúsum. Snyrtilegir garðar, stórir glæsijeppar ásamt fleiri bílum í innkeyrslunni. Skyldi hamingjan endilega búa á svona stöðum frekar en þar sem ég sat um stund og naut þess að vera til? Býr hamingjan í stórum húsum með flottum og dýrum innréttingum? Býr hamingjan í stórum og dýrum ökutækjum eða ofurstórum sumarhúsum á flottum stað með öllum græjum? Er hamingjan fólgin í því að eltast við að líta vel út og fara eftir nýjustu tískustraumum? Er hamingjan fólgin í því að öðlast frama og frægð? Er það hamingja að geta farið reglulega og oft í utanlandsferðir? Gerum við börnin okkar hamingjusöm með því að kaupa allt sem þau biðja um? Að gefa þeim dýrar jólagjafir? Gefum þeim fullt af dóti í skóinn fyrir jólin? Væri ekki betra að gefa þeim eitthvað af tímanum okkar sem við eyðum annars í að skaffa og þræla? Úr allt annarri átt? Gæti verið að hamingjustundir komi úr allt annarri átt? Ég var hamingjusöm í morgun þegar kisan mín kúrði hjá mér um stund og malaði á meðan ég fékk mér kaffibolla í rúmið og hafði næði til að lesa blaðið því ég var í fríi. Síðastliðið haust fékk ég sæluhroll þegar ég hlustaði á Sinfóníuhljómsveit Íslands og Skálmöld í Hörpu. Ég fann hamingju um stund þegar ég fór að skoða garðinn minn í vor, fullan af ilmandi blómum. Það er gott að eiga sér óskir og láta sig dreyma. En það er líka gott að vita að ekki rætist úr öllum draumunum. Ef við fengjum alltaf allt strax sem við óskuðum okkur þá yrði lífið ekki spennandi, við þurfum að hafa fyrir hlutunum. En auðvitað er það erfitt að vera hamingjusamur þegar grunnþörfunum er ekki fullnægt: Fæði, klæðum, húsnæði, öryggi og félagslegum tengslum. Þjóðfélagið okkar þarf að vera vel á verði um að enginn hér á landi fari á mis við þessar grunnþarfir. Einkavæðing á grunnþjónustunni stefnir ekki í þessa átt. Það voru umræður á mínum vinnustað um hvort hamingjan byggi í þykkara launaumslagi. Og einnig hvers vegna launakjör eru svo miklu lakari hjá þeim sem vinna uppeldis- og umönnunarstörf en hjá þeim sem „passa peningana“. Það er nú það, menn verða að fá mannsæmandi kaup fyrir vinnuframlagið sitt. Ef menn eru ósáttir við verðmætamat í samfélaginu, ef þeirra vinnuframlag er ekki metið eins og skyldi, þá verða menn bitrir og leiðir og reiðir. Þannig tilfinningar koma í veg fyrir að vera hamingjusamur. Ennþá er græðgisvæðingin við lýði hér á landi og hver reynir að ota sínum tota. Ég vildi óska þess að við lifðum hér í samfélagi þar sem allir gætu gefið af sér eins og hver getur. Og allir gætu lifað í sátt og samlyndi við sjálfan sig og umhverfið.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun