Plata sem mun græta steratröll Baldvin Þormóðsson skrifar 2. maí 2014 11:30 Prins Póló heldur tónleika í sumar. vísir/valli „Þessi plata er búin að vera í smíðum í tvö ár,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, en hann setti sér áramótaheit í byrjun árs 2012 að gefa út heila plötu á einu ári. „Ég leigði vinnustofu í Dugguvogi, mætti klukkan níu á morgnana og sat kófsveittur við skrifborðið að semja tónlist,“ segir Svavar, sem ætlaði fyrst að gefa út eitt lag á mánuði í eitt ár. „Það var í raun áramótaheitið, en síðan missti ég aðeins athyglina. Svo fóru lögin að koma til mín aftur eitt af öðru og núna er ég búinn að hræra saman þessa plötu,“ segir Svavar og bætir því við að platan sé að mörgu leyti mjög persónuleg. „Þessi plata er í raun ekkert annað en blæðandi tilfinningasár og mun örugglega græta hvaða steratröll sem er við fyrstu hlustun.“ segir Svavar. Platan ber nafnið Sorrí en Svavar segir djúpskilvitlega ástæðu liggja að baki nafninu. „Titillinn kom fyrst til mín sem vinnutitill á frumstigum plötunnar en það er einhver svona fyrirgefning þarna niðri, sem er ekki hægt að skilja nema að hlusta á alla plötuna í gegn, þá verður það eiginlega þemað,“ segir Svavar en platan kemur út 15. maí. „Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan. ,,Ætlunin er að byggja upp konungdæmi Prinsins, en síðan verða einhverjir tónleikar í sumar þegar sauðburður er búinn.“ Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Þessi plata er búin að vera í smíðum í tvö ár,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, en hann setti sér áramótaheit í byrjun árs 2012 að gefa út heila plötu á einu ári. „Ég leigði vinnustofu í Dugguvogi, mætti klukkan níu á morgnana og sat kófsveittur við skrifborðið að semja tónlist,“ segir Svavar, sem ætlaði fyrst að gefa út eitt lag á mánuði í eitt ár. „Það var í raun áramótaheitið, en síðan missti ég aðeins athyglina. Svo fóru lögin að koma til mín aftur eitt af öðru og núna er ég búinn að hræra saman þessa plötu,“ segir Svavar og bætir því við að platan sé að mörgu leyti mjög persónuleg. „Þessi plata er í raun ekkert annað en blæðandi tilfinningasár og mun örugglega græta hvaða steratröll sem er við fyrstu hlustun.“ segir Svavar. Platan ber nafnið Sorrí en Svavar segir djúpskilvitlega ástæðu liggja að baki nafninu. „Titillinn kom fyrst til mín sem vinnutitill á frumstigum plötunnar en það er einhver svona fyrirgefning þarna niðri, sem er ekki hægt að skilja nema að hlusta á alla plötuna í gegn, þá verður það eiginlega þemað,“ segir Svavar en platan kemur út 15. maí. „Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan. ,,Ætlunin er að byggja upp konungdæmi Prinsins, en síðan verða einhverjir tónleikar í sumar þegar sauðburður er búinn.“
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira