Plata sem mun græta steratröll Baldvin Þormóðsson skrifar 2. maí 2014 11:30 Prins Póló heldur tónleika í sumar. vísir/valli „Þessi plata er búin að vera í smíðum í tvö ár,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, en hann setti sér áramótaheit í byrjun árs 2012 að gefa út heila plötu á einu ári. „Ég leigði vinnustofu í Dugguvogi, mætti klukkan níu á morgnana og sat kófsveittur við skrifborðið að semja tónlist,“ segir Svavar, sem ætlaði fyrst að gefa út eitt lag á mánuði í eitt ár. „Það var í raun áramótaheitið, en síðan missti ég aðeins athyglina. Svo fóru lögin að koma til mín aftur eitt af öðru og núna er ég búinn að hræra saman þessa plötu,“ segir Svavar og bætir því við að platan sé að mörgu leyti mjög persónuleg. „Þessi plata er í raun ekkert annað en blæðandi tilfinningasár og mun örugglega græta hvaða steratröll sem er við fyrstu hlustun.“ segir Svavar. Platan ber nafnið Sorrí en Svavar segir djúpskilvitlega ástæðu liggja að baki nafninu. „Titillinn kom fyrst til mín sem vinnutitill á frumstigum plötunnar en það er einhver svona fyrirgefning þarna niðri, sem er ekki hægt að skilja nema að hlusta á alla plötuna í gegn, þá verður það eiginlega þemað,“ segir Svavar en platan kemur út 15. maí. „Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan. ,,Ætlunin er að byggja upp konungdæmi Prinsins, en síðan verða einhverjir tónleikar í sumar þegar sauðburður er búinn.“ Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Þessi plata er búin að vera í smíðum í tvö ár,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, en hann setti sér áramótaheit í byrjun árs 2012 að gefa út heila plötu á einu ári. „Ég leigði vinnustofu í Dugguvogi, mætti klukkan níu á morgnana og sat kófsveittur við skrifborðið að semja tónlist,“ segir Svavar, sem ætlaði fyrst að gefa út eitt lag á mánuði í eitt ár. „Það var í raun áramótaheitið, en síðan missti ég aðeins athyglina. Svo fóru lögin að koma til mín aftur eitt af öðru og núna er ég búinn að hræra saman þessa plötu,“ segir Svavar og bætir því við að platan sé að mörgu leyti mjög persónuleg. „Þessi plata er í raun ekkert annað en blæðandi tilfinningasár og mun örugglega græta hvaða steratröll sem er við fyrstu hlustun.“ segir Svavar. Platan ber nafnið Sorrí en Svavar segir djúpskilvitlega ástæðu liggja að baki nafninu. „Titillinn kom fyrst til mín sem vinnutitill á frumstigum plötunnar en það er einhver svona fyrirgefning þarna niðri, sem er ekki hægt að skilja nema að hlusta á alla plötuna í gegn, þá verður það eiginlega þemað,“ segir Svavar en platan kemur út 15. maí. „Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan. ,,Ætlunin er að byggja upp konungdæmi Prinsins, en síðan verða einhverjir tónleikar í sumar þegar sauðburður er búinn.“
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira