Snjallir foreldrar Sólveig Karlsdóttir skrifar 22. desember 2014 17:07 Ef til vill leynast snjalltæki í einhverjum jólapökkum til barna og unglinga þessi jólin. Þessum tækjum fylgja margir möguleikar og með réttri notkun eru þau mjög sniðug, m.a. fyrir samskipti og hægt er að sækja og nota mörg fræðandi og skemmtileg smáforrit. Mikilvægt er fyrir foreldra að setja reglur um notkun þessara tækja og leggja áherslu á ábyrga notkun. Hér fyrir neðan eru nokkrar reglur sem gott er að setja áður en tækið er tekið upp úr kassanum. Það er aldrei of seint að brýna ábyrga notkun fyrir börnunum.Öruggt net Netið er misjafnlega vel varið eftir stöðum og heimilum. Því er gott að fara yfir þær stillingar í tækinu og ákveða hvar barnið má hafa aðgang að netinu. Fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á netsíur fyrir heimatengingar og farsímatengingar, með því að virkja þær er búið að sía frá mikið af efni sem er óæskilegt börnum.Góðir netsiðir Góð samskipti eru jafnmikilvæg á netinu og annars staðar. Ræðum við börnin um góða netsiði eins og kurteisi, virðingu og umburðarlyndi í samskiptum á netinu. Við ættum ekki að segja neitt á netinu sem við getum ekki sagt augliti til auglitis.Samfélagsmiðlar Fylgjumst með og ræðum um notkun barnanna á samfélagsmiðlum. Flestir samfélagsmiðlar eru með aldurstakmörk sem mikilvægt er að virða. Ung börn eiga erfitt með að verja sig fyrir athugasemdum annarra og hafa ekki þroska til að takast á við þær. Sem dæmi eru Facebook og Instagram með 13 ára aldurstakmark. Upplýsingar um aldurstakmörk á smáforritum er að finna í Google Play og App store þar sem þau eru sótt.Tæling Til eru einstaklingar sem nýta sér samfélagsmiðla og leiki á netinu til þess að komast í kynni við börn og unglinga með ólöglegt eða ósiðlegt athæfi (tælingu) í huga. Því er mikilvægt að brýna fyrir börnum að fara gætilega með persónuupplýsingar á netinu og að fara aldrei að hitta einhvern sem þau þekkja einungis á netinu nema í fylgd með fullorðnum.Myndbirtingar Mikilvægt er að brýna fyrir börnum að hugsa sig vel um áður en myndir eru settar á netið. Gott er að hafa sem reglu að ef myndin má birtast á forsíðum blaðanna þá má hún fara á netið. Einnig þarf að ræða við börnin um að setja ekki myndir af öðrum á netið nema með þeirra samþykki.Hversu lengi? Foreldrar verða að fylgjast með þeim tíma sem börn eru að nota þessi tæki og setja reglur þar um. Gott er að setja skýrar reglur um áhorf og tímamörk á notkun nýrra tækja strax í upphafi. Skjátími barna á aldrinum 6 til 10 ára er miðaður við 2 klukkustundir á dag. Snjallir foreldrar halda samtalinu um netöryggi lifandi og ræða reglulega um net- og tölvunotkun barna sinna við þau. Þeir sýna leikjunum sem börnin spila áhuga og spyrja spurninga varðandi þá og samfélagsmiðlana sem þau nota. Ef þessi mál eru rædd við börnin þá eru þau líklegri til þess að leita til okkar ef eitthvað bjátar á. Á heimasíðu Heimilis og skóla (heimiliogskoli.is) er að finna bækling þar sem nánar er farið í þau atriði sem foreldrar þurfa að hafa í huga þegar fyrsti farsími barna er keyptur. Bæklingurinn er samstarfsverkefni, Heimilis og skóla, SAFT og Símans og má nálgast hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ef til vill leynast snjalltæki í einhverjum jólapökkum til barna og unglinga þessi jólin. Þessum tækjum fylgja margir möguleikar og með réttri notkun eru þau mjög sniðug, m.a. fyrir samskipti og hægt er að sækja og nota mörg fræðandi og skemmtileg smáforrit. Mikilvægt er fyrir foreldra að setja reglur um notkun þessara tækja og leggja áherslu á ábyrga notkun. Hér fyrir neðan eru nokkrar reglur sem gott er að setja áður en tækið er tekið upp úr kassanum. Það er aldrei of seint að brýna ábyrga notkun fyrir börnunum.Öruggt net Netið er misjafnlega vel varið eftir stöðum og heimilum. Því er gott að fara yfir þær stillingar í tækinu og ákveða hvar barnið má hafa aðgang að netinu. Fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á netsíur fyrir heimatengingar og farsímatengingar, með því að virkja þær er búið að sía frá mikið af efni sem er óæskilegt börnum.Góðir netsiðir Góð samskipti eru jafnmikilvæg á netinu og annars staðar. Ræðum við börnin um góða netsiði eins og kurteisi, virðingu og umburðarlyndi í samskiptum á netinu. Við ættum ekki að segja neitt á netinu sem við getum ekki sagt augliti til auglitis.Samfélagsmiðlar Fylgjumst með og ræðum um notkun barnanna á samfélagsmiðlum. Flestir samfélagsmiðlar eru með aldurstakmörk sem mikilvægt er að virða. Ung börn eiga erfitt með að verja sig fyrir athugasemdum annarra og hafa ekki þroska til að takast á við þær. Sem dæmi eru Facebook og Instagram með 13 ára aldurstakmark. Upplýsingar um aldurstakmörk á smáforritum er að finna í Google Play og App store þar sem þau eru sótt.Tæling Til eru einstaklingar sem nýta sér samfélagsmiðla og leiki á netinu til þess að komast í kynni við börn og unglinga með ólöglegt eða ósiðlegt athæfi (tælingu) í huga. Því er mikilvægt að brýna fyrir börnum að fara gætilega með persónuupplýsingar á netinu og að fara aldrei að hitta einhvern sem þau þekkja einungis á netinu nema í fylgd með fullorðnum.Myndbirtingar Mikilvægt er að brýna fyrir börnum að hugsa sig vel um áður en myndir eru settar á netið. Gott er að hafa sem reglu að ef myndin má birtast á forsíðum blaðanna þá má hún fara á netið. Einnig þarf að ræða við börnin um að setja ekki myndir af öðrum á netið nema með þeirra samþykki.Hversu lengi? Foreldrar verða að fylgjast með þeim tíma sem börn eru að nota þessi tæki og setja reglur þar um. Gott er að setja skýrar reglur um áhorf og tímamörk á notkun nýrra tækja strax í upphafi. Skjátími barna á aldrinum 6 til 10 ára er miðaður við 2 klukkustundir á dag. Snjallir foreldrar halda samtalinu um netöryggi lifandi og ræða reglulega um net- og tölvunotkun barna sinna við þau. Þeir sýna leikjunum sem börnin spila áhuga og spyrja spurninga varðandi þá og samfélagsmiðlana sem þau nota. Ef þessi mál eru rædd við börnin þá eru þau líklegri til þess að leita til okkar ef eitthvað bjátar á. Á heimasíðu Heimilis og skóla (heimiliogskoli.is) er að finna bækling þar sem nánar er farið í þau atriði sem foreldrar þurfa að hafa í huga þegar fyrsti farsími barna er keyptur. Bæklingurinn er samstarfsverkefni, Heimilis og skóla, SAFT og Símans og má nálgast hér.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun