Snjallir foreldrar Sólveig Karlsdóttir skrifar 22. desember 2014 17:07 Ef til vill leynast snjalltæki í einhverjum jólapökkum til barna og unglinga þessi jólin. Þessum tækjum fylgja margir möguleikar og með réttri notkun eru þau mjög sniðug, m.a. fyrir samskipti og hægt er að sækja og nota mörg fræðandi og skemmtileg smáforrit. Mikilvægt er fyrir foreldra að setja reglur um notkun þessara tækja og leggja áherslu á ábyrga notkun. Hér fyrir neðan eru nokkrar reglur sem gott er að setja áður en tækið er tekið upp úr kassanum. Það er aldrei of seint að brýna ábyrga notkun fyrir börnunum.Öruggt net Netið er misjafnlega vel varið eftir stöðum og heimilum. Því er gott að fara yfir þær stillingar í tækinu og ákveða hvar barnið má hafa aðgang að netinu. Fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á netsíur fyrir heimatengingar og farsímatengingar, með því að virkja þær er búið að sía frá mikið af efni sem er óæskilegt börnum.Góðir netsiðir Góð samskipti eru jafnmikilvæg á netinu og annars staðar. Ræðum við börnin um góða netsiði eins og kurteisi, virðingu og umburðarlyndi í samskiptum á netinu. Við ættum ekki að segja neitt á netinu sem við getum ekki sagt augliti til auglitis.Samfélagsmiðlar Fylgjumst með og ræðum um notkun barnanna á samfélagsmiðlum. Flestir samfélagsmiðlar eru með aldurstakmörk sem mikilvægt er að virða. Ung börn eiga erfitt með að verja sig fyrir athugasemdum annarra og hafa ekki þroska til að takast á við þær. Sem dæmi eru Facebook og Instagram með 13 ára aldurstakmark. Upplýsingar um aldurstakmörk á smáforritum er að finna í Google Play og App store þar sem þau eru sótt.Tæling Til eru einstaklingar sem nýta sér samfélagsmiðla og leiki á netinu til þess að komast í kynni við börn og unglinga með ólöglegt eða ósiðlegt athæfi (tælingu) í huga. Því er mikilvægt að brýna fyrir börnum að fara gætilega með persónuupplýsingar á netinu og að fara aldrei að hitta einhvern sem þau þekkja einungis á netinu nema í fylgd með fullorðnum.Myndbirtingar Mikilvægt er að brýna fyrir börnum að hugsa sig vel um áður en myndir eru settar á netið. Gott er að hafa sem reglu að ef myndin má birtast á forsíðum blaðanna þá má hún fara á netið. Einnig þarf að ræða við börnin um að setja ekki myndir af öðrum á netið nema með þeirra samþykki.Hversu lengi? Foreldrar verða að fylgjast með þeim tíma sem börn eru að nota þessi tæki og setja reglur þar um. Gott er að setja skýrar reglur um áhorf og tímamörk á notkun nýrra tækja strax í upphafi. Skjátími barna á aldrinum 6 til 10 ára er miðaður við 2 klukkustundir á dag. Snjallir foreldrar halda samtalinu um netöryggi lifandi og ræða reglulega um net- og tölvunotkun barna sinna við þau. Þeir sýna leikjunum sem börnin spila áhuga og spyrja spurninga varðandi þá og samfélagsmiðlana sem þau nota. Ef þessi mál eru rædd við börnin þá eru þau líklegri til þess að leita til okkar ef eitthvað bjátar á. Á heimasíðu Heimilis og skóla (heimiliogskoli.is) er að finna bækling þar sem nánar er farið í þau atriði sem foreldrar þurfa að hafa í huga þegar fyrsti farsími barna er keyptur. Bæklingurinn er samstarfsverkefni, Heimilis og skóla, SAFT og Símans og má nálgast hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ef til vill leynast snjalltæki í einhverjum jólapökkum til barna og unglinga þessi jólin. Þessum tækjum fylgja margir möguleikar og með réttri notkun eru þau mjög sniðug, m.a. fyrir samskipti og hægt er að sækja og nota mörg fræðandi og skemmtileg smáforrit. Mikilvægt er fyrir foreldra að setja reglur um notkun þessara tækja og leggja áherslu á ábyrga notkun. Hér fyrir neðan eru nokkrar reglur sem gott er að setja áður en tækið er tekið upp úr kassanum. Það er aldrei of seint að brýna ábyrga notkun fyrir börnunum.Öruggt net Netið er misjafnlega vel varið eftir stöðum og heimilum. Því er gott að fara yfir þær stillingar í tækinu og ákveða hvar barnið má hafa aðgang að netinu. Fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á netsíur fyrir heimatengingar og farsímatengingar, með því að virkja þær er búið að sía frá mikið af efni sem er óæskilegt börnum.Góðir netsiðir Góð samskipti eru jafnmikilvæg á netinu og annars staðar. Ræðum við börnin um góða netsiði eins og kurteisi, virðingu og umburðarlyndi í samskiptum á netinu. Við ættum ekki að segja neitt á netinu sem við getum ekki sagt augliti til auglitis.Samfélagsmiðlar Fylgjumst með og ræðum um notkun barnanna á samfélagsmiðlum. Flestir samfélagsmiðlar eru með aldurstakmörk sem mikilvægt er að virða. Ung börn eiga erfitt með að verja sig fyrir athugasemdum annarra og hafa ekki þroska til að takast á við þær. Sem dæmi eru Facebook og Instagram með 13 ára aldurstakmark. Upplýsingar um aldurstakmörk á smáforritum er að finna í Google Play og App store þar sem þau eru sótt.Tæling Til eru einstaklingar sem nýta sér samfélagsmiðla og leiki á netinu til þess að komast í kynni við börn og unglinga með ólöglegt eða ósiðlegt athæfi (tælingu) í huga. Því er mikilvægt að brýna fyrir börnum að fara gætilega með persónuupplýsingar á netinu og að fara aldrei að hitta einhvern sem þau þekkja einungis á netinu nema í fylgd með fullorðnum.Myndbirtingar Mikilvægt er að brýna fyrir börnum að hugsa sig vel um áður en myndir eru settar á netið. Gott er að hafa sem reglu að ef myndin má birtast á forsíðum blaðanna þá má hún fara á netið. Einnig þarf að ræða við börnin um að setja ekki myndir af öðrum á netið nema með þeirra samþykki.Hversu lengi? Foreldrar verða að fylgjast með þeim tíma sem börn eru að nota þessi tæki og setja reglur þar um. Gott er að setja skýrar reglur um áhorf og tímamörk á notkun nýrra tækja strax í upphafi. Skjátími barna á aldrinum 6 til 10 ára er miðaður við 2 klukkustundir á dag. Snjallir foreldrar halda samtalinu um netöryggi lifandi og ræða reglulega um net- og tölvunotkun barna sinna við þau. Þeir sýna leikjunum sem börnin spila áhuga og spyrja spurninga varðandi þá og samfélagsmiðlana sem þau nota. Ef þessi mál eru rædd við börnin þá eru þau líklegri til þess að leita til okkar ef eitthvað bjátar á. Á heimasíðu Heimilis og skóla (heimiliogskoli.is) er að finna bækling þar sem nánar er farið í þau atriði sem foreldrar þurfa að hafa í huga þegar fyrsti farsími barna er keyptur. Bæklingurinn er samstarfsverkefni, Heimilis og skóla, SAFT og Símans og má nálgast hér.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun