Snjallir foreldrar Sólveig Karlsdóttir skrifar 22. desember 2014 17:07 Ef til vill leynast snjalltæki í einhverjum jólapökkum til barna og unglinga þessi jólin. Þessum tækjum fylgja margir möguleikar og með réttri notkun eru þau mjög sniðug, m.a. fyrir samskipti og hægt er að sækja og nota mörg fræðandi og skemmtileg smáforrit. Mikilvægt er fyrir foreldra að setja reglur um notkun þessara tækja og leggja áherslu á ábyrga notkun. Hér fyrir neðan eru nokkrar reglur sem gott er að setja áður en tækið er tekið upp úr kassanum. Það er aldrei of seint að brýna ábyrga notkun fyrir börnunum.Öruggt net Netið er misjafnlega vel varið eftir stöðum og heimilum. Því er gott að fara yfir þær stillingar í tækinu og ákveða hvar barnið má hafa aðgang að netinu. Fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á netsíur fyrir heimatengingar og farsímatengingar, með því að virkja þær er búið að sía frá mikið af efni sem er óæskilegt börnum.Góðir netsiðir Góð samskipti eru jafnmikilvæg á netinu og annars staðar. Ræðum við börnin um góða netsiði eins og kurteisi, virðingu og umburðarlyndi í samskiptum á netinu. Við ættum ekki að segja neitt á netinu sem við getum ekki sagt augliti til auglitis.Samfélagsmiðlar Fylgjumst með og ræðum um notkun barnanna á samfélagsmiðlum. Flestir samfélagsmiðlar eru með aldurstakmörk sem mikilvægt er að virða. Ung börn eiga erfitt með að verja sig fyrir athugasemdum annarra og hafa ekki þroska til að takast á við þær. Sem dæmi eru Facebook og Instagram með 13 ára aldurstakmark. Upplýsingar um aldurstakmörk á smáforritum er að finna í Google Play og App store þar sem þau eru sótt.Tæling Til eru einstaklingar sem nýta sér samfélagsmiðla og leiki á netinu til þess að komast í kynni við börn og unglinga með ólöglegt eða ósiðlegt athæfi (tælingu) í huga. Því er mikilvægt að brýna fyrir börnum að fara gætilega með persónuupplýsingar á netinu og að fara aldrei að hitta einhvern sem þau þekkja einungis á netinu nema í fylgd með fullorðnum.Myndbirtingar Mikilvægt er að brýna fyrir börnum að hugsa sig vel um áður en myndir eru settar á netið. Gott er að hafa sem reglu að ef myndin má birtast á forsíðum blaðanna þá má hún fara á netið. Einnig þarf að ræða við börnin um að setja ekki myndir af öðrum á netið nema með þeirra samþykki.Hversu lengi? Foreldrar verða að fylgjast með þeim tíma sem börn eru að nota þessi tæki og setja reglur þar um. Gott er að setja skýrar reglur um áhorf og tímamörk á notkun nýrra tækja strax í upphafi. Skjátími barna á aldrinum 6 til 10 ára er miðaður við 2 klukkustundir á dag. Snjallir foreldrar halda samtalinu um netöryggi lifandi og ræða reglulega um net- og tölvunotkun barna sinna við þau. Þeir sýna leikjunum sem börnin spila áhuga og spyrja spurninga varðandi þá og samfélagsmiðlana sem þau nota. Ef þessi mál eru rædd við börnin þá eru þau líklegri til þess að leita til okkar ef eitthvað bjátar á. Á heimasíðu Heimilis og skóla (heimiliogskoli.is) er að finna bækling þar sem nánar er farið í þau atriði sem foreldrar þurfa að hafa í huga þegar fyrsti farsími barna er keyptur. Bæklingurinn er samstarfsverkefni, Heimilis og skóla, SAFT og Símans og má nálgast hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ef til vill leynast snjalltæki í einhverjum jólapökkum til barna og unglinga þessi jólin. Þessum tækjum fylgja margir möguleikar og með réttri notkun eru þau mjög sniðug, m.a. fyrir samskipti og hægt er að sækja og nota mörg fræðandi og skemmtileg smáforrit. Mikilvægt er fyrir foreldra að setja reglur um notkun þessara tækja og leggja áherslu á ábyrga notkun. Hér fyrir neðan eru nokkrar reglur sem gott er að setja áður en tækið er tekið upp úr kassanum. Það er aldrei of seint að brýna ábyrga notkun fyrir börnunum.Öruggt net Netið er misjafnlega vel varið eftir stöðum og heimilum. Því er gott að fara yfir þær stillingar í tækinu og ákveða hvar barnið má hafa aðgang að netinu. Fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á netsíur fyrir heimatengingar og farsímatengingar, með því að virkja þær er búið að sía frá mikið af efni sem er óæskilegt börnum.Góðir netsiðir Góð samskipti eru jafnmikilvæg á netinu og annars staðar. Ræðum við börnin um góða netsiði eins og kurteisi, virðingu og umburðarlyndi í samskiptum á netinu. Við ættum ekki að segja neitt á netinu sem við getum ekki sagt augliti til auglitis.Samfélagsmiðlar Fylgjumst með og ræðum um notkun barnanna á samfélagsmiðlum. Flestir samfélagsmiðlar eru með aldurstakmörk sem mikilvægt er að virða. Ung börn eiga erfitt með að verja sig fyrir athugasemdum annarra og hafa ekki þroska til að takast á við þær. Sem dæmi eru Facebook og Instagram með 13 ára aldurstakmark. Upplýsingar um aldurstakmörk á smáforritum er að finna í Google Play og App store þar sem þau eru sótt.Tæling Til eru einstaklingar sem nýta sér samfélagsmiðla og leiki á netinu til þess að komast í kynni við börn og unglinga með ólöglegt eða ósiðlegt athæfi (tælingu) í huga. Því er mikilvægt að brýna fyrir börnum að fara gætilega með persónuupplýsingar á netinu og að fara aldrei að hitta einhvern sem þau þekkja einungis á netinu nema í fylgd með fullorðnum.Myndbirtingar Mikilvægt er að brýna fyrir börnum að hugsa sig vel um áður en myndir eru settar á netið. Gott er að hafa sem reglu að ef myndin má birtast á forsíðum blaðanna þá má hún fara á netið. Einnig þarf að ræða við börnin um að setja ekki myndir af öðrum á netið nema með þeirra samþykki.Hversu lengi? Foreldrar verða að fylgjast með þeim tíma sem börn eru að nota þessi tæki og setja reglur þar um. Gott er að setja skýrar reglur um áhorf og tímamörk á notkun nýrra tækja strax í upphafi. Skjátími barna á aldrinum 6 til 10 ára er miðaður við 2 klukkustundir á dag. Snjallir foreldrar halda samtalinu um netöryggi lifandi og ræða reglulega um net- og tölvunotkun barna sinna við þau. Þeir sýna leikjunum sem börnin spila áhuga og spyrja spurninga varðandi þá og samfélagsmiðlana sem þau nota. Ef þessi mál eru rædd við börnin þá eru þau líklegri til þess að leita til okkar ef eitthvað bjátar á. Á heimasíðu Heimilis og skóla (heimiliogskoli.is) er að finna bækling þar sem nánar er farið í þau atriði sem foreldrar þurfa að hafa í huga þegar fyrsti farsími barna er keyptur. Bæklingurinn er samstarfsverkefni, Heimilis og skóla, SAFT og Símans og má nálgast hér.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar