RÚV – staðreyndum til haga haldið Magnús Geir Þórðarson skrifar 23. desember 2014 13:15 Mikið hefur verið rætt og ritað um fjárveitingar til Ríkisútvarpsins að undanförnu. Fagna ber umræðu um Ríkisútvarpið en nauðsynlegt er að staðreyndum sé til haga haldið. Grundvöllur upplýstrar umræðu er að hún byggi á staðreyndum en í umræðunni að undanförnu hafa einstaka rangfærslur skotið upp kollinum sem rétt er að leiðrétta. Raunlækkun þjónustutekna á undanförnum árum og til framtíðar Því hefur verið haldið fram að opinber fjárframlög til RÚV hafi aldrei verið hærri. Til að draga upp rétta og raunsanna mynd verður að taka verðbólgu með í reikninginn en þá kemur í ljós að framlög til RÚV hafa lækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Frá því RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 hefur verðlag hækkað um 57%. Á sama tíma hefur framlag til RÚV hækkað um tæp 34%. Það þýðir að verðbólga hefur hækkað um 18% umfram hækkun framlags til RÚV. Að lokinni afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2015 liggur fyrir að framlag til RÚV milli áranna 2014 og 2015 hækkar umfram verðbólgu, en sú hækkun nær að sjálfsögðu engan veginn að vega upp þá raunlækkun sem orðið hefur á undanförnum árum og er fyrirhuguð aftur að ári. Opinbert fé til RÚV, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015, er meira en 600 milljónum króna lægra að raunvirði en árið 2007, þegar RÚV var gert að opinberu hlutafélagi. Þess fyrir utan tóku ný útvarpslög gildi árið 2014 sem takmörkuðu auglýsingatekjur verulega, og juku jafnframt á skyldur RÚV. Því hafa þjónustutekjur RÚV á föstu verðlagi lækkað og öllu alvarlegri er sú staðreynd að samkvæmt fjárlagafrumvarpi hefur verið lögbundið að þjónustutekjur RÚV muni skerðast umtalsvert til viðbótar að ári og til framtíðar þegar útvarpsgjaldið verður lækkað annað árið í röð.Fjárframlög ríkisins til RÚV árin 2007-2018.Þróun launakostnaðar Því hefur verið haldið fram að launakostnaður og rekstrarkostnaður á hvert stöðugildi hafi hækkað hjá RÚV á undanförnum árum. Þetta gefur ekki rétta mynd af stöðunni og endurspeglar ekki launaþróun starfsfólks. Þessi niðurstaða fæst með því að taka saman heildarlaunakostnað síðasta rekstrarárs, 2013-2014, og deila í stöðugildafjölda að afloknum stórtækum uppsögnum og niðurskurði síðasta árs. Þarna hefði þurft að taka tillit til þess að verulegur fjöldi starfsmanna var að fá greidd laun á uppsagnarfresti á tímabilinu en var hættur störfum. Eins og kunnugt er var síðasta rekstrarár mikið umbrotaár í starfsemi RÚV. Á haustdögum 2013 ákvað Alþingi að falla frá því að RÚV fengi óskert útvarpsgjald á árinu 2014, ráðist var í umfangsmiklar uppsagnir um mitt síðasta rekstrarár og síðar var skipt um útvarpsstjóra og framkvæmdastjórn í félaginu. Eðlilegt er að lesa ársreikning félagsins fyrir síðasta rekstrarár í þessu ljósi, en sem kunnugt er hlýst kostnaður af stórfelldum uppsögnum og niðurskurði. Allur kostnaður við starfslok þeirra sem sagt var upp var gjaldfærður á rekstrarárinu 2013-2014, þó svo að hluti hans komi til greiðslu á yfirstandandi rekstrarári. Í frétt í síðustu viku var því haldið fram að kostnaður við yfirstjórn hækkaði milli áranna 2014 og 2015. Það er ekki rétt heldur þvert á móti. Hið rétta er að kostnaður á síðasta rekstrarári, 2013-2014 (1.sept 2013-31.ágúst 2014) var hærri en á þarsíðasta rekstrarári, 2012-2013. Helstu ástæður þess kostnaðarauka er kjarasamningshækkanir, kostnaður vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga auk einskiptiskostnaðar við starfslok fyrrverandi útvarpsstjóra og framkvæmdastjórnar, en sem kunnugt er tók ný framkvæmdastjórn við RÚV í maí sl. Hluti skipulagsbreytinga sem innleiddar voru á vordögum var að breyta skipulagi RÚV með það að leiðarljósi að hagræða í starfseminni. Meðal fjölmargra breytinga var að fækka í framkvæmdastjórn. Þessar aðgerðir leiða til þess að kostnaður við yfirstjórn RÚV verður lægri á rekstrarárinu sem hófst 1. september s.l. en undanfarin ár. Ný yfirstjórn RÚV réðst í fjölmargar hagræðingaraðgerðir í vor og sumar sem koma til viðbótar við hagræðingaraðgerðir fyrri yfirstjórnar síðasta vetur og árin þar á undan. Horft til framtíðar Fram hefur komið í máli stjórnar og nýrra stjórnenda Ríkisútvarpsins að fjárhagsvandi RÚV sé tvíþættur. Í fyrsta lagi sé við uppsafnaðan skuldavand að glíma, mestmegnis vegna gamalla lífeyrissjóðsskuldbindinga, og hefur stjórn RÚV unnið að því að leysa þann vanda á eigin vegum með því að selja eignir til að greiða upp skuldir og miðar vel í þeirri vinnu. Hinn vandinn sem RÚV hefur staðið frammi fyrir er sá að þær þjónustutekjur sem RÚV hefur verið skammtað hrökkva ekki fyrir þeirri víðtæku þjónustu sem RÚV veitir í samræmi við lög og þjónustusamning. Um árabil hefur ríkið tekið hluta útvarpsgjaldsins og nýtt í önnur verkefni. Í útvarpslögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2013 var umfang starfseminnar skilgreint og einnig sú fjárveiting sem ætlað var að standa undir þeirri starfsemi, þ.e. útvarpsgjald sem renna átti óskert til RÚV. Alþingi hefur nú í fjárlögum næsta árs ákveðið að lækka útvarpsgjaldið nú á næsti ári, aftur að ári og til framtíðar. Þessi staða breytir forsendum fyrir starfseminni og kallar á endurskoðun á hlutverki og þjónustu Ríkisútvarpsins. Nú þarf að vinna úr þeirri stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um fjárveitingar til Ríkisútvarpsins að undanförnu. Fagna ber umræðu um Ríkisútvarpið en nauðsynlegt er að staðreyndum sé til haga haldið. Grundvöllur upplýstrar umræðu er að hún byggi á staðreyndum en í umræðunni að undanförnu hafa einstaka rangfærslur skotið upp kollinum sem rétt er að leiðrétta. Raunlækkun þjónustutekna á undanförnum árum og til framtíðar Því hefur verið haldið fram að opinber fjárframlög til RÚV hafi aldrei verið hærri. Til að draga upp rétta og raunsanna mynd verður að taka verðbólgu með í reikninginn en þá kemur í ljós að framlög til RÚV hafa lækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Frá því RÚV var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 hefur verðlag hækkað um 57%. Á sama tíma hefur framlag til RÚV hækkað um tæp 34%. Það þýðir að verðbólga hefur hækkað um 18% umfram hækkun framlags til RÚV. Að lokinni afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2015 liggur fyrir að framlag til RÚV milli áranna 2014 og 2015 hækkar umfram verðbólgu, en sú hækkun nær að sjálfsögðu engan veginn að vega upp þá raunlækkun sem orðið hefur á undanförnum árum og er fyrirhuguð aftur að ári. Opinbert fé til RÚV, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015, er meira en 600 milljónum króna lægra að raunvirði en árið 2007, þegar RÚV var gert að opinberu hlutafélagi. Þess fyrir utan tóku ný útvarpslög gildi árið 2014 sem takmörkuðu auglýsingatekjur verulega, og juku jafnframt á skyldur RÚV. Því hafa þjónustutekjur RÚV á föstu verðlagi lækkað og öllu alvarlegri er sú staðreynd að samkvæmt fjárlagafrumvarpi hefur verið lögbundið að þjónustutekjur RÚV muni skerðast umtalsvert til viðbótar að ári og til framtíðar þegar útvarpsgjaldið verður lækkað annað árið í röð.Fjárframlög ríkisins til RÚV árin 2007-2018.Þróun launakostnaðar Því hefur verið haldið fram að launakostnaður og rekstrarkostnaður á hvert stöðugildi hafi hækkað hjá RÚV á undanförnum árum. Þetta gefur ekki rétta mynd af stöðunni og endurspeglar ekki launaþróun starfsfólks. Þessi niðurstaða fæst með því að taka saman heildarlaunakostnað síðasta rekstrarárs, 2013-2014, og deila í stöðugildafjölda að afloknum stórtækum uppsögnum og niðurskurði síðasta árs. Þarna hefði þurft að taka tillit til þess að verulegur fjöldi starfsmanna var að fá greidd laun á uppsagnarfresti á tímabilinu en var hættur störfum. Eins og kunnugt er var síðasta rekstrarár mikið umbrotaár í starfsemi RÚV. Á haustdögum 2013 ákvað Alþingi að falla frá því að RÚV fengi óskert útvarpsgjald á árinu 2014, ráðist var í umfangsmiklar uppsagnir um mitt síðasta rekstrarár og síðar var skipt um útvarpsstjóra og framkvæmdastjórn í félaginu. Eðlilegt er að lesa ársreikning félagsins fyrir síðasta rekstrarár í þessu ljósi, en sem kunnugt er hlýst kostnaður af stórfelldum uppsögnum og niðurskurði. Allur kostnaður við starfslok þeirra sem sagt var upp var gjaldfærður á rekstrarárinu 2013-2014, þó svo að hluti hans komi til greiðslu á yfirstandandi rekstrarári. Í frétt í síðustu viku var því haldið fram að kostnaður við yfirstjórn hækkaði milli áranna 2014 og 2015. Það er ekki rétt heldur þvert á móti. Hið rétta er að kostnaður á síðasta rekstrarári, 2013-2014 (1.sept 2013-31.ágúst 2014) var hærri en á þarsíðasta rekstrarári, 2012-2013. Helstu ástæður þess kostnaðarauka er kjarasamningshækkanir, kostnaður vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga auk einskiptiskostnaðar við starfslok fyrrverandi útvarpsstjóra og framkvæmdastjórnar, en sem kunnugt er tók ný framkvæmdastjórn við RÚV í maí sl. Hluti skipulagsbreytinga sem innleiddar voru á vordögum var að breyta skipulagi RÚV með það að leiðarljósi að hagræða í starfseminni. Meðal fjölmargra breytinga var að fækka í framkvæmdastjórn. Þessar aðgerðir leiða til þess að kostnaður við yfirstjórn RÚV verður lægri á rekstrarárinu sem hófst 1. september s.l. en undanfarin ár. Ný yfirstjórn RÚV réðst í fjölmargar hagræðingaraðgerðir í vor og sumar sem koma til viðbótar við hagræðingaraðgerðir fyrri yfirstjórnar síðasta vetur og árin þar á undan. Horft til framtíðar Fram hefur komið í máli stjórnar og nýrra stjórnenda Ríkisútvarpsins að fjárhagsvandi RÚV sé tvíþættur. Í fyrsta lagi sé við uppsafnaðan skuldavand að glíma, mestmegnis vegna gamalla lífeyrissjóðsskuldbindinga, og hefur stjórn RÚV unnið að því að leysa þann vanda á eigin vegum með því að selja eignir til að greiða upp skuldir og miðar vel í þeirri vinnu. Hinn vandinn sem RÚV hefur staðið frammi fyrir er sá að þær þjónustutekjur sem RÚV hefur verið skammtað hrökkva ekki fyrir þeirri víðtæku þjónustu sem RÚV veitir í samræmi við lög og þjónustusamning. Um árabil hefur ríkið tekið hluta útvarpsgjaldsins og nýtt í önnur verkefni. Í útvarpslögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2013 var umfang starfseminnar skilgreint og einnig sú fjárveiting sem ætlað var að standa undir þeirri starfsemi, þ.e. útvarpsgjald sem renna átti óskert til RÚV. Alþingi hefur nú í fjárlögum næsta árs ákveðið að lækka útvarpsgjaldið nú á næsti ári, aftur að ári og til framtíðar. Þessi staða breytir forsendum fyrir starfseminni og kallar á endurskoðun á hlutverki og þjónustu Ríkisútvarpsins. Nú þarf að vinna úr þeirri stöðu.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar