Handbolti

Elías hættur hjá Akureyri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elías leikur kveðjuleik sinn með Akureyri á fimmtudaginn.
Elías leikur kveðjuleik sinn með Akureyri á fimmtudaginn. vísir/stefán
Elías Már Halldórsson hefur rift samningi sínum við lið Akureyrar í Olís-deild karla í handbolta. Þetta kemur fram á mbl.is.

Elías, sem kom frá Haukum fyrir tímabilið, lék sinn síðasta heimaleik með Akureyri í dag, þegar liðið vann sjö marka sigur, 31-24, á Fram. Hann leikur svo sinn síðasta leik í búningi Akureyrar þegar Norðanmenn sækja FH heim á fimmtudaginn.

Í samtali við mbl.is eftir leikinn vildi Elías lítið tjá sig um ástæður brottfararinnar frá Akureyri.

„Þetta hefur verið ágætt, svo sem. Ég er mest þakklátur fyrir að hafa kynnst öllum þeim frábæru strákum sem eru í liðinu en því miður þá virkaði þetta ekki og ég ætla ekkert að útskýra það neitt frekar. Nú er það bara lokaleikurinn fyrir jól gegn FH. Þar ætlum við að vinna,“ sagði Elías við mbl.is.

Þetta er enn eitt áfallið sem Akureyri verður fyrir, en margir leikmenn liðsins hafa hellst úr lestinni vegna meiðsla. Akureyri er í 5. sæti Olís-deildarinnar með 15 stig eftir 15 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×