Matur

Heitt piparmyntukakó - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Heitt piparmyntukakó

1 1/2 bolli rjómi
1 1/2 bolli mjólk
1/4 bolli sykur
170 g súkkulaði
1/4 - 1/2 tsk piparmyntudropar

Rjómi
1 bolli rjómi
2 msk flórsykur
1/4 tsk piparmyntudropar

Blandið saman rjóma, mjólk og sykri saman í potti og hitið yfir meðalhita þar til sykurinn er búinn að leysast upp. Bætið súkkulaðinu út í og hrærið. Blandið síðan piparmyntudropunum saman við.

Ef þið viljið hafa þeyttan rjóma með er rjóminn þeyttur og flórsykri og piparmyntudropum bætt út í.

Fengið hér.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.