Lífið

Einar, Einar og Einar fóru á kostum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nafnarnir þrír í setti.
Nafnarnir þrír í setti. mynd/skjáskot
Tæplega 2500 karlmenn bera nafnið Einar sem eiginnafn og er það sjötta vinsælasta nafn á Íslandi. Það vekur því kannski ekki furðu að nafnarnir Einar Þorsteinsson, Einar Örn Jónsson og Einar Magnússon hafi staðið vaktina í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins í gær. Þeir vöktu þó mikla lukku og hefur RÚV nú birt á vef sínum brot af því besta úr fréttatímanum.

Samræður þeirra voru eitthvað á þessa leið:

Einar: Hingað er kominn veðurfræðingurinn Einar Magnús. Veðurfræðingar sem eru að spá í spilin hafa verið að rekja sig aftur til 1991 til að finna viðlíka óveðursspá. Hversu slæmt verður þetta?

Einar: Já Einar það er búist beinlínis við brjáluðu veðri á morgun.

Einar: Takk fyrir þetta, Einar.

Einar: En Einar, íþróttirnar. Hvað er helst?

Einar: Jú Einar, Valsmenn, þeir fóru á toppinn í úrvalsdeild karla í handbolta í dag.

Einar: Ýmislegt í íþróttunum. Takk fyrir þetta, Einar.  

Hér fyrir neðan má sjá þetta sprenghlægilega brot úr fréttatímanum.

Og þar sem við erum að ræða nafnið Einar....





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.