Staðsetning nýja Landspítalans Guðjón Sigurbjartsson skrifar 1. desember 2014 15:59 Vonandi styttist í að hagur ríkissjóðs vænkist og að hægt verði að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala. Staðsetningin við Hringbraut er hins vegar mjög vafasöm og því mikilvægt að nýta tímann vel til að huga betur að henni áður en hafist verður handa.Staðsetning við Hringbraut er umdeild Steinn Jónsson þáverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur telur, samkvæmt grein árið 2012, að megin röksemdir nefndar um staðarval frá 2002 standist ekki. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segist hefði valið annan stað. Margir þeirra sem hafa stutt staðsetningu við Hringbraut hafa gert það vegna þess að þeir hafa talið of seint að breyta. En það er ekki of seint, það gerir spítalann betri og það flýtir jafnvel fyrir að hægt verði að hefjast handa, eins og hér verður sýnt fram á. Staðsetningin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir stóran hóp fólks. Komur sjúklinga að meðtalinni bráðamóttöku og göngu- og dagdeildum eru samtals um 450 þúsund á ári. Um 4000 starfsmenn, 1500 nemar og fjölmargir aðstandendur sjúklinga koma og fara. Ferðir alls þessa hóps til og frá spítalanum eru um 3,5 milljónir á ári. Hver kílómetri sem spítalinn er frá besta stað eykur ferðakostnaðinn samtals um 500 milljónir á ári. Mynd 1Byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Sjá reit 37. Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBesta staðsetning spítalans Besta staðsetningin hlýtur að vera sem næst þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu á svæði sem liggur vel við stofnbrautum nú og til framtíðar litið. Sá staður er nálægt hinu nýja byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Skipulag gerir ráð fyrir að þar komi þúsundir íbúða á næstu árum. Staðurinn liggur vel við gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar og tilvonandi Sundabraut mun síðar koma skammt fyrir norðan svæðið. Staðsetning spítalans við Hringbraut er 3 til 4 km frá besta stað. Ferðakostnaður er því um 1,5 milljarð króna ári hærri þar en á besta staðnum. Annað vandamál við Hringbrautarlóðina er nálægðin við Reykjavíkurflugvöll því ekki gengur að byggja spítalann á mörgum hæðum þar. Ferðir milli deilda verða lengri og nýting starfsfólks verri en þegar lyftur flýta för. Hvert 1% í betri nýtingu spítalans sparar um 500 milljónir árlega. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði kr hærri en ella. Gríðarlegur ávinningur Ofangreint bendir til þess að staðsetning Landspítalans við ósa Elliðaáa, trúlega vestanmegin í hinni nýju Vogabyggð sem er í mótun, myndi spara um 2,5 milljarða kr á ári. Það gerir samtals 100 milljarða kr á 40 árum sem er hærri upphæð en kostar að byggja nýjan spítala. Annað mikilsvert er að batahorfur sjúklinga eru þeim mun betri sem þeir komast fyrr á spítala sérstaklega í bráðatilfellum. Hringbrautarlóðin hentar hins vegar mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræðan um byggingu í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Með makaskiptum á lóðum mætti hrókera þessum byggingaáformum með miklum ávinningi fyrir landsmenn. Með ofangreint í huga þarf á næsta ári að framkvæma vandaða athugun á því hvar nýi spítalinn verður best staðsettur. Kanna þarf hug eigenda Vogabyggðarlóðanna og annarra lóða sem til greina koma. Ef vel tekst til mun þetta flýta byggingu nýs Landspítala og gera hann að betri spítala en ef hann yrði byggður við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Vonandi styttist í að hagur ríkissjóðs vænkist og að hægt verði að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala. Staðsetningin við Hringbraut er hins vegar mjög vafasöm og því mikilvægt að nýta tímann vel til að huga betur að henni áður en hafist verður handa.Staðsetning við Hringbraut er umdeild Steinn Jónsson þáverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur telur, samkvæmt grein árið 2012, að megin röksemdir nefndar um staðarval frá 2002 standist ekki. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segist hefði valið annan stað. Margir þeirra sem hafa stutt staðsetningu við Hringbraut hafa gert það vegna þess að þeir hafa talið of seint að breyta. En það er ekki of seint, það gerir spítalann betri og það flýtir jafnvel fyrir að hægt verði að hefjast handa, eins og hér verður sýnt fram á. Staðsetningin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir stóran hóp fólks. Komur sjúklinga að meðtalinni bráðamóttöku og göngu- og dagdeildum eru samtals um 450 þúsund á ári. Um 4000 starfsmenn, 1500 nemar og fjölmargir aðstandendur sjúklinga koma og fara. Ferðir alls þessa hóps til og frá spítalanum eru um 3,5 milljónir á ári. Hver kílómetri sem spítalinn er frá besta stað eykur ferðakostnaðinn samtals um 500 milljónir á ári. Mynd 1Byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Sjá reit 37. Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBesta staðsetning spítalans Besta staðsetningin hlýtur að vera sem næst þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu á svæði sem liggur vel við stofnbrautum nú og til framtíðar litið. Sá staður er nálægt hinu nýja byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Skipulag gerir ráð fyrir að þar komi þúsundir íbúða á næstu árum. Staðurinn liggur vel við gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar og tilvonandi Sundabraut mun síðar koma skammt fyrir norðan svæðið. Staðsetning spítalans við Hringbraut er 3 til 4 km frá besta stað. Ferðakostnaður er því um 1,5 milljarð króna ári hærri þar en á besta staðnum. Annað vandamál við Hringbrautarlóðina er nálægðin við Reykjavíkurflugvöll því ekki gengur að byggja spítalann á mörgum hæðum þar. Ferðir milli deilda verða lengri og nýting starfsfólks verri en þegar lyftur flýta för. Hvert 1% í betri nýtingu spítalans sparar um 500 milljónir árlega. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði kr hærri en ella. Gríðarlegur ávinningur Ofangreint bendir til þess að staðsetning Landspítalans við ósa Elliðaáa, trúlega vestanmegin í hinni nýju Vogabyggð sem er í mótun, myndi spara um 2,5 milljarða kr á ári. Það gerir samtals 100 milljarða kr á 40 árum sem er hærri upphæð en kostar að byggja nýjan spítala. Annað mikilsvert er að batahorfur sjúklinga eru þeim mun betri sem þeir komast fyrr á spítala sérstaklega í bráðatilfellum. Hringbrautarlóðin hentar hins vegar mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræðan um byggingu í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Með makaskiptum á lóðum mætti hrókera þessum byggingaáformum með miklum ávinningi fyrir landsmenn. Með ofangreint í huga þarf á næsta ári að framkvæma vandaða athugun á því hvar nýi spítalinn verður best staðsettur. Kanna þarf hug eigenda Vogabyggðarlóðanna og annarra lóða sem til greina koma. Ef vel tekst til mun þetta flýta byggingu nýs Landspítala og gera hann að betri spítala en ef hann yrði byggður við Hringbraut.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun