Lífið

Ættleiðir tólf ára stúlku

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Leikkonan Rosario Dawson er búin að ættleiða tólf ára stúlku samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly.

„Hún hefur alltaf verið mikil fjölskyldumanneskja og vissi að hún vildi ala upp barn,“ segir heimildarmaður tímaritsins.

Rosario hefur lengi talað um að ættleiða.

„Ég vildi alltaf ættleiða börn því faðir minn ættleiddi mig,“ sagði leikkonan í viðtali við tímaritið Latina árið 2008. Hún harmar það ekki að þekkja ekki blóðföður sinn.

„Faðir minn byrjaði með móður minni þegar hún var gengin átta mánuði með mig. Ég elska föður minn, hann var svo góður við mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.