James Bond á Aston Martin DB10 Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 14:46 Þó svo að James Bond muni eitthvað aka Fiat 500 bíl í næstu Bond mynd verður hann einnig á sérsmíðuðum Aston Martin sem aðeins verður smíðaður í 10 eintökum. Það er því engin ástæða til að örvænta, Bond hefur ekki hætt að aka fallegum ofursportbílum í myndunum góðu. Heiti Aston Martin bílsins í nýju myndinni, DB10, bendir til þess að bíllinn sá verði arftaki DB9 bílsins, en svo er þó ekki þar sem Aston Martin hefur engar áætlanir uppi um að fjöldaframleiða þennan bíl. Þessi 10 eintök verða smíðuð af sérstakri deild innan Aston Martin, sem auðvitað heitir Q, en sú deild hefur séð um sérsmíðaða bíla Aston Martin, hvort sem það hefur verið fyrir bíómyndir eða sérlega kröfuharða kúnna. Það var einmitt þessi deild sem sá um smíði ofurbílsins One-77, sem aðeins var seldur í fáum eintökum milli áranna 2010 og 2012. Þrátt fyrir að kaupendum bjóðist ekki kaup á DB10 bílnum verður sá bíll til grundvallar við smíði nýrra Aston Martin bíla. Nýjasta mynd James Bond mun heita Spectre og verður frumsýnd í október á næsta ári, áfram með Daniel Craig sem James Bond. Illmennið í myndinni verður leikið af Christoph Waltz. Í myndskeiðinu sést ógleymanlegt atriði úr James Bond myndinni Goldfingar frá árinu 1964, en þar ekur Bond sem fyrr á Aston Martin bíl. Bílar video Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent
Þó svo að James Bond muni eitthvað aka Fiat 500 bíl í næstu Bond mynd verður hann einnig á sérsmíðuðum Aston Martin sem aðeins verður smíðaður í 10 eintökum. Það er því engin ástæða til að örvænta, Bond hefur ekki hætt að aka fallegum ofursportbílum í myndunum góðu. Heiti Aston Martin bílsins í nýju myndinni, DB10, bendir til þess að bíllinn sá verði arftaki DB9 bílsins, en svo er þó ekki þar sem Aston Martin hefur engar áætlanir uppi um að fjöldaframleiða þennan bíl. Þessi 10 eintök verða smíðuð af sérstakri deild innan Aston Martin, sem auðvitað heitir Q, en sú deild hefur séð um sérsmíðaða bíla Aston Martin, hvort sem það hefur verið fyrir bíómyndir eða sérlega kröfuharða kúnna. Það var einmitt þessi deild sem sá um smíði ofurbílsins One-77, sem aðeins var seldur í fáum eintökum milli áranna 2010 og 2012. Þrátt fyrir að kaupendum bjóðist ekki kaup á DB10 bílnum verður sá bíll til grundvallar við smíði nýrra Aston Martin bíla. Nýjasta mynd James Bond mun heita Spectre og verður frumsýnd í október á næsta ári, áfram með Daniel Craig sem James Bond. Illmennið í myndinni verður leikið af Christoph Waltz. Í myndskeiðinu sést ógleymanlegt atriði úr James Bond myndinni Goldfingar frá árinu 1964, en þar ekur Bond sem fyrr á Aston Martin bíl.
Bílar video Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent