Starfsöryggi í víðara samhengi Lista- og hugsjónahópurinn Barningur skrifar 8. desember 2014 07:00 Lista- og hugsjónahópurinn Barningur hefur brennandi áhuga á velferðar- og jafnréttismálum og hefur í sumar beint sjónum sínum að öryggi kvenna í þjónustustörfum. Málefnið leitaði á huga meðlima hópsins í kjölfar tuga sagna sem þeim hafa borist í gegnum facebook-hópinn „Kynlegar athugasemdir“ sem þeir standa að. Ljóst er að kynferðislegt áreiti í garð starfskvenna í þjónustugeiranum er landlægt vandamál sem þarf að taka á. Það er hvorki viðunandi að sá fjöldi sagna sé virtur að vettugi né að hver saga sé afgreidd sem hending. Vandamálið er stórt og það er kerfisbundið. Konur í þessum störfum verða oft fyrir því að þær eru kyngerðar og líkami þeirra gerður partur af söluvörunni og þeim er því skipað í aðrar stöður innan fyrirtækja en körlum. Eðlilegast væri að konur í þjónustustörfum væru boðnar velkomnar til starfa og þeim kynnt réttindi sín innan vinnustaðar, m.a. þeim kynntir fulltrúar í öryggisnefnd vinnustaðarins. Öryggisnefnd skal starfa í fyrirtækjum þar sem starfsmenn eru fleiri en fimmtíu talsins og hennar hlutverk er að „skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast fræðslu starfsmanna um þessi efni og hafa eftirlit á vinnustöðum með því að ráðstafanir er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi komi að tilætluðum notum.“ Við hringdum í nokkur af stóru fyrirtækjum landsins og spurðum starfsfólk hvort því hefði verið látnar þessar upplýsingar í té. Skemmst er frá því að segja að starfsfólkið vissi hvorki um tilvist slíkrar nefndar né hverjir skipuðu hana. Aftur á móti virtist upplýsingagjöfin sem konur fengu í nýliðaþjálfun í grundvallaratriðum felast í útlitskröfum á borð við: „Á þessum stað eru þjónarnir með svona varalit og svona hnút í hárinu, við erum að leita að flugfreyju-lookinu“ og „vertu með maskara og fallega húð en alls ekki of mikið máluð, við viljum að þið séuð náttúrulegar.“ Ljóst er að nánast hver kona sem starfað hefur við þjónustustarf hérlendis hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti og/eða vægast sagt afar lítillækkandi framkomu við sín störf. Þess eru dæmi að konur séu farnar að hrökklast úr þessum geira og ekki er að undra þar sem nánast alltaf þegar þessi atvik koma upp skapast óvissuástand. Engin aðgerðaáætlun er til í kerfinu sem fæst við mál er varða þriðja aðila (viðskiptavini) og sú óvissa sem ríkir í lögum og reglugerðum leiðir óneitanlega af sér óvissuástand á vinnustöðunum sjálfum. Þurfum við ekki að fara að skoða hugtakið „starfsöryggi“ í stærra samhengi og taka félagslega og andlega þætti með í reikninginn? Áttum okkur á að ungir og óharðnaðir einstaklingar verða í sífellu fyrir áreiti við sín störf með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á sjálfsmynd og andlega heilsu. Setjum spurningamerki við möntruna „Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér“ sem við höfum kyrjað gagnrýnislaust undanfarna áratugi. Við hljótum a.m.k. að geta sammælst um að kúnninn hefur ekki rétt fyrir sér í þeim tilvikum sem hann áreitir starfsfólk kynferðislega og/eða hefur í frammi lítillækkandi orðræðu í garð þess. Væri í slíkum tilfellum ekki eðlilegast að kúnnanum yrði vísað út svo að starfsfólkið gæti sinnt störfum sínum óáreitt?Lista- og hugsjónahópurinn Barningur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Lista- og hugsjónahópurinn Barningur hefur brennandi áhuga á velferðar- og jafnréttismálum og hefur í sumar beint sjónum sínum að öryggi kvenna í þjónustustörfum. Málefnið leitaði á huga meðlima hópsins í kjölfar tuga sagna sem þeim hafa borist í gegnum facebook-hópinn „Kynlegar athugasemdir“ sem þeir standa að. Ljóst er að kynferðislegt áreiti í garð starfskvenna í þjónustugeiranum er landlægt vandamál sem þarf að taka á. Það er hvorki viðunandi að sá fjöldi sagna sé virtur að vettugi né að hver saga sé afgreidd sem hending. Vandamálið er stórt og það er kerfisbundið. Konur í þessum störfum verða oft fyrir því að þær eru kyngerðar og líkami þeirra gerður partur af söluvörunni og þeim er því skipað í aðrar stöður innan fyrirtækja en körlum. Eðlilegast væri að konur í þjónustustörfum væru boðnar velkomnar til starfa og þeim kynnt réttindi sín innan vinnustaðar, m.a. þeim kynntir fulltrúar í öryggisnefnd vinnustaðarins. Öryggisnefnd skal starfa í fyrirtækjum þar sem starfsmenn eru fleiri en fimmtíu talsins og hennar hlutverk er að „skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast fræðslu starfsmanna um þessi efni og hafa eftirlit á vinnustöðum með því að ráðstafanir er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi komi að tilætluðum notum.“ Við hringdum í nokkur af stóru fyrirtækjum landsins og spurðum starfsfólk hvort því hefði verið látnar þessar upplýsingar í té. Skemmst er frá því að segja að starfsfólkið vissi hvorki um tilvist slíkrar nefndar né hverjir skipuðu hana. Aftur á móti virtist upplýsingagjöfin sem konur fengu í nýliðaþjálfun í grundvallaratriðum felast í útlitskröfum á borð við: „Á þessum stað eru þjónarnir með svona varalit og svona hnút í hárinu, við erum að leita að flugfreyju-lookinu“ og „vertu með maskara og fallega húð en alls ekki of mikið máluð, við viljum að þið séuð náttúrulegar.“ Ljóst er að nánast hver kona sem starfað hefur við þjónustustarf hérlendis hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti og/eða vægast sagt afar lítillækkandi framkomu við sín störf. Þess eru dæmi að konur séu farnar að hrökklast úr þessum geira og ekki er að undra þar sem nánast alltaf þegar þessi atvik koma upp skapast óvissuástand. Engin aðgerðaáætlun er til í kerfinu sem fæst við mál er varða þriðja aðila (viðskiptavini) og sú óvissa sem ríkir í lögum og reglugerðum leiðir óneitanlega af sér óvissuástand á vinnustöðunum sjálfum. Þurfum við ekki að fara að skoða hugtakið „starfsöryggi“ í stærra samhengi og taka félagslega og andlega þætti með í reikninginn? Áttum okkur á að ungir og óharðnaðir einstaklingar verða í sífellu fyrir áreiti við sín störf með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á sjálfsmynd og andlega heilsu. Setjum spurningamerki við möntruna „Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér“ sem við höfum kyrjað gagnrýnislaust undanfarna áratugi. Við hljótum a.m.k. að geta sammælst um að kúnninn hefur ekki rétt fyrir sér í þeim tilvikum sem hann áreitir starfsfólk kynferðislega og/eða hefur í frammi lítillækkandi orðræðu í garð þess. Væri í slíkum tilfellum ekki eðlilegast að kúnnanum yrði vísað út svo að starfsfólkið gæti sinnt störfum sínum óáreitt?Lista- og hugsjónahópurinn Barningur
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar