Jóga og leiklist eiga ýmislegt sameiginlegt 22. nóvember 2014 00:01 Vala er afar fjölhæf en hún kennir námskeið í Listaháskólanum sem heitir Óhefðbundin Leikrými. Vilhelm Leikstjórinn Vala Ómarsdóttir flutti heim til Íslands fyrir rúmum tveimur árum eftir að hafa búið í New York og London í tíu ár. Verk Völu og listahópsins Vinnslunnar, Strengir, fékk góða dóma nú á dögunum. „Ég stofnaði Vinnsluna fyrir um það bil tveimur árum ásamt listamönnum sem ég kynntist í London og fluttu heim á sama tíma og ég. Við vorum þar flest í námi en ég var í leiklistarnámi í Royal Central School of Speech and Drama og í leikstjórn og því sem kallast gjörningalist í Goldsmiths háskólanum.“Í London stofnaði Vala ásamt þremur stelpum leikhópinn 11:18 sem gerði verk sem vakti mikla athygli og var valið til að fara á stórar listahátíðir.Vala bjó í átta ár í London þar sem hún vann með stórum listahópum, Tangled Feet og Bottlefed, og ferðaðist um Evrópu með verk hópanna. „Þar stofnaði ég ásamt þremur stelpum leikhópinn 11:18 sem gerði verk sem vakti mikla athygli og var valið til að fara á stórar listahátíðir. Það var hljóðverk sem var í gangi í einni lest borgarinnar og áhorfendur fengu heyrnartól til að hlusta á. Svo var sviðsetning á lestarstöðvum um alla borg sem tengdust hljóðverkinu. Þetta verk gekk í þrjú ár í Englandi og á Írlandi en þrjár okkar skrifuðum, leikstýrðum og framleiddum það. Nú erum við að semja nýtt verk sem verður sett upp eftir rúmt ár.“Vala stofnaði Vinnsluna ásamt þeim Guðmundi Inga Þorvaldssyni, Maríu Kjartansdóttur, Bigga Hilmars, Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, Arnari Ingvarssyni og Starra Haukssyni. Þau settu nýverið upp verkið Strengir sem fékk góða dóma.María KjartansÞegar heim var komið langaði Völu að halda svipaðri vinnu áfram og stofnaði Vinnsluna ásamt nokkrum listamönnum. „Það er svo gaman að geta unnið með listamönnum úr öllum áttum, leikurum, myndlistar- og tónlistarfólki. Í Vinnslunni leyfum við áhorfendum að hafa áhrif á ferlið og áhorfandinn ber ábyrgð á sinni upplifun þó það sé engin pressa að taka þátt frekar en hver og einn vill. Það er spennandi að finna nýjar nálganir á bæði leikverkið og á áhorfendur, þess konar verk reyna á sviðslistamanninn og áhorfandann,“ útskýrir Vala. Vala bjó í tvö ár í New York þar sem hún kynntist jóga og hefur stundað það síðan. „Jógað hefur hjálpað mér mikið, bæði í leiklistinni og í daglegu lífi. Það er gott tól til að láta sér líða vel í eigin skinni. Þegar ég flutti aftur heim fór ég að kenna jóga og nú kenni ég powerjóga í Sporthúsinu en þar var tekið vel á móti mér og salurinn þar er góður. Þar er bæði hægt að vera á heilum námskeiðum og líka hægt að kaupa staka tíma og koma þegar hentar. Mér finnst alveg yndislegt að kenna og finna hvað fólki líður vel af því að stunda jóga,“ segir hún og brosir. Hún segir það fara vel saman að vera leikari, leikstjóri og jógakennari. „Já, það passar vel saman bæði í daglega lífinu og í leiklistinni. Í hvoru tveggja þarf að vinna út frá eigin tilfinningu og læra að vera í núinu. Þetta snýst um að treysta og gefa eftir. Auk þess er jógað gott til að halda sér heilbrigðum, bæði andlega og líkamlega.“ Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Leikstjórinn Vala Ómarsdóttir flutti heim til Íslands fyrir rúmum tveimur árum eftir að hafa búið í New York og London í tíu ár. Verk Völu og listahópsins Vinnslunnar, Strengir, fékk góða dóma nú á dögunum. „Ég stofnaði Vinnsluna fyrir um það bil tveimur árum ásamt listamönnum sem ég kynntist í London og fluttu heim á sama tíma og ég. Við vorum þar flest í námi en ég var í leiklistarnámi í Royal Central School of Speech and Drama og í leikstjórn og því sem kallast gjörningalist í Goldsmiths háskólanum.“Í London stofnaði Vala ásamt þremur stelpum leikhópinn 11:18 sem gerði verk sem vakti mikla athygli og var valið til að fara á stórar listahátíðir.Vala bjó í átta ár í London þar sem hún vann með stórum listahópum, Tangled Feet og Bottlefed, og ferðaðist um Evrópu með verk hópanna. „Þar stofnaði ég ásamt þremur stelpum leikhópinn 11:18 sem gerði verk sem vakti mikla athygli og var valið til að fara á stórar listahátíðir. Það var hljóðverk sem var í gangi í einni lest borgarinnar og áhorfendur fengu heyrnartól til að hlusta á. Svo var sviðsetning á lestarstöðvum um alla borg sem tengdust hljóðverkinu. Þetta verk gekk í þrjú ár í Englandi og á Írlandi en þrjár okkar skrifuðum, leikstýrðum og framleiddum það. Nú erum við að semja nýtt verk sem verður sett upp eftir rúmt ár.“Vala stofnaði Vinnsluna ásamt þeim Guðmundi Inga Þorvaldssyni, Maríu Kjartansdóttur, Bigga Hilmars, Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, Arnari Ingvarssyni og Starra Haukssyni. Þau settu nýverið upp verkið Strengir sem fékk góða dóma.María KjartansÞegar heim var komið langaði Völu að halda svipaðri vinnu áfram og stofnaði Vinnsluna ásamt nokkrum listamönnum. „Það er svo gaman að geta unnið með listamönnum úr öllum áttum, leikurum, myndlistar- og tónlistarfólki. Í Vinnslunni leyfum við áhorfendum að hafa áhrif á ferlið og áhorfandinn ber ábyrgð á sinni upplifun þó það sé engin pressa að taka þátt frekar en hver og einn vill. Það er spennandi að finna nýjar nálganir á bæði leikverkið og á áhorfendur, þess konar verk reyna á sviðslistamanninn og áhorfandann,“ útskýrir Vala. Vala bjó í tvö ár í New York þar sem hún kynntist jóga og hefur stundað það síðan. „Jógað hefur hjálpað mér mikið, bæði í leiklistinni og í daglegu lífi. Það er gott tól til að láta sér líða vel í eigin skinni. Þegar ég flutti aftur heim fór ég að kenna jóga og nú kenni ég powerjóga í Sporthúsinu en þar var tekið vel á móti mér og salurinn þar er góður. Þar er bæði hægt að vera á heilum námskeiðum og líka hægt að kaupa staka tíma og koma þegar hentar. Mér finnst alveg yndislegt að kenna og finna hvað fólki líður vel af því að stunda jóga,“ segir hún og brosir. Hún segir það fara vel saman að vera leikari, leikstjóri og jógakennari. „Já, það passar vel saman bæði í daglega lífinu og í leiklistinni. Í hvoru tveggja þarf að vinna út frá eigin tilfinningu og læra að vera í núinu. Þetta snýst um að treysta og gefa eftir. Auk þess er jógað gott til að halda sér heilbrigðum, bæði andlega og líkamlega.“
Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira