Áfengi í búðir? Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur skrifar 21. nóvember 2014 11:20 Ef þú væri sonur Bretlandseyja eða danskur bakari. Þá gætir þú farið út í næstu búð og keypt þér áfengi í sömu andrá og þú kaupir þér mat og batterí í sjónvarpsfjarstýringuna. Þennan vetur ætla Íslendingar að reyna að ganga í það lið og fyrir Alþingi Íslendinga liggur frumvarp með flutningsmönnum úr fjórum flokkum sem heimilar matvöruverslunum og sérverslunum að selja áfengi. Hvað þýðir það? Í frumvarpinu fá búðirnar sem við kaupum matinn okkar að selja bjór, rauðvín og allt annað áfengi. Slíkt verður heimilt til kl 20:00 á kvöldin og sá sem að afgreiðir þig þarf að vera a.m.k. 18 ára. Einnig get ég, þú eða jafnvel Stebbi Hilmars opnað sérverslun með áfengi. Hljómar mátulega skynsamlega í eyrum flestra, en það eru öfl á Alþingi sem eru alls ekki til i að samþykkja þetta. Þetta hefur nefnilega verið reynt margoft áður en einhvern veginn fæst þetta mál aldrei samþykkt. Þetta myndi auka viðskipta- og persónufrelsi almennings til muna. En hvernig má það vera að þetta kemst ekki í gegnum meirihluta Alþingis? Ef það eru ekki vinir okkar í Vinstri grænum sem virðast ruglast á áfengi og hættulegum sprengiefnum, þá eru það margir þingmenn hins stórkostlega furðulega einsmáls-flokks Framsóknarflokksins sem mótmæla þessu frumvarpi hástöfum. Einnig hafa margir þingmenn Samfylkingarinnar hoppað upp á þennan furðulega vagn, þrátt fyrir að núverandi formaður og varaformaður hafa verið flutningsmenn að svona tillögu fyrir fáeinum árum síðan. Þetta fólk truflast við þá tilhugsun að hægt sé að teygja sig í vínflösku á sama tíma og maður getur keypt í sunnudagsvöfflurnar. Því skyldi það vera, jú þeim finnst voða gaman að vera samfélagsverkfræðingar og haga samfélaginu og almenningi eftir sínu höfði. Því fylgir þörf til að halda ríkinu í einokunaratvinnurekstri þegar kemur að sölu áfengis. Það þýðir að ef þér langar að selja fólki bjór eða vín á Lækjartorgi eða fyrir framan félagsherbergi Vinstri græna á Hofsósi þá mætir lögreglan á svæðið og tekur þig og þinn söluvarning úr umferð samfélagsins. Þetta fólk ásamt ýmsum öðrum pappírspésum úr embættiskerfinu hér og ytra finnst voða gaman að stjórna. Og þar er neysla fólks á hlutum eins og áfengi engin utantekning. Þess vegna þarftu að gera þér sérferð að versla áfengi hjá ríkinu, í stað þess að geta keypt áfengi á sama stað og þú kaupir þér í kvöldmatinn. Því þú veist að ef slíkt yrði leyft þá væru allir fullir og öll börn á bilinu 10-18 ára myndu drekka. Finnst þér þetta fáránleg rök? Auðvitað finnst þér það en tölum aðeins meira um þetta sama fólk. Þau hafa nefnilega stundað í mörg ár að vera á móti sjálfsögðustu hlutum. Margt af þessu fólki hefur verið á Alþingi í áratugi og hefur samskonar furðuglegheit heyrst frá þeim á þeim tíma. Hlustun á ræður þessa fólks fá alla til að lyfta upp augnabrúnum og setja upp furðusvip. Þau hafa meðal annars verið á móti því að bjór væri leyfður almenningi til neyslu og að litasjónvarp kæmi til landsins. Ýmis rök heyrðust á sínum tíma fyrir slíkum hugmyndum. M.a. að enginn myndi mæta til vinnu og að svarthvítt sjónvarp myndi alveg duga fólki. Fólk á þessum skoðanavagni hefur haldið bjórnum frá matvöruverslunum í öll þessi ár. Ég tel vera kominn tími á breytingu. Eða hefur bjórinn og litasjónvarpið þitt valdi fólki miklum usla? Annað tel ég vera mikilvægt atriði í þessari umræðu. Þar á ég við landsbyggðina og hvernig hún kemur út úr þessu öllu. Vissir þú að það er langt í frá áfengisverslun í hverjum bæ landsins? Þess í stað þurfa margir íbúar landsins að setjast inn í bíl og keyra í næstu sveitir eftir einni bjórdós. En fylgjendur ríkiseinokunar átta sig ekki á því að neysla fólks þar verður einungis verri en annars staðar. Því fólk í þess konar aðstæðum bruggar bara sjálf eða kaupir allt áfengi í stóru magni þegar það kemst í það í áfengisverslun klukkutíma í burtu. Í stað að það kaupa eina kippu af bjór eru tveir kassar af bjór keyptir. Þetta þarf ekki að vera svona, því ekki að leyfa fólki að opna áfengisverslun í heimabyggð. Á það að skipta máli hvort að þú átt heima á Kópaskeri eða í Hafnarfirði? Einnig er hægt að velta því fyrir sér ástæðum þess að af hverju andstæðingar frumvarpsins vilja ekki banna aftur bjór og loka öllum verslunum ÁTVR til að stoppa neyslu áfengis alveg? Enda er helstu rök þeirra við sölu áfengis í matvöruverslunum að neysla aukis. Því það veit að öllum finnst það fáránlegt og því er eðlilegt að taka næsta skerf. Því almenningur er ekki að fara drekka sig til óbóta. Það er ástæða fyrir því að nágrannalöndin okkar eins og Danmörk og Bretland eru ekki að breyta sínu fyrirkomulagi. Heldur eru þau að einbeita sér að forvörnum og einnig meðferðum fyrir áfengissjúklinga líkt og þetta frumvarp talar fyrir að gert verði. Frjáls verslun áfengis og meðfylgjandi samkeppni myndi líka, líkt hún hefur gert við allar aðrar neysluvörur lækka verð, auka framboð og auka úrval. Af hverju eru menn vissir um það? Jú vegna þess að á frjálsum markaði vilja allir fá til sín viðskiptavini. Hvernig gerir maður það? Með því að hafa lægra verð en samkeppnin og veita betri þjónustu. Sjálfur hef ég tekið þá ákvörðun að drekka ekki áfengi en því miður fyrir alla samfélagsverkfræðinganna á Alþingi þá er það ekki vegna þess að ég get í dag bara keypt áfengi af ríkinu. Þetta er bara ákvörðun líkt og að kaupa ekki pizzur með ananas. Ég er einn af þeim sem hefur aldrei skilið af hverju sumum finnst þeir eiga að hafa vit fyrir öðru fólki. Á fólk ekki að geta keypt brauð, poka af sandi, bjórkippu eða jafnvel lítinn krúttlegan gullfisk óháð því hvað stjórnsömu fólki finnst í Alþingishúsinu á Austurvelli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ef þú væri sonur Bretlandseyja eða danskur bakari. Þá gætir þú farið út í næstu búð og keypt þér áfengi í sömu andrá og þú kaupir þér mat og batterí í sjónvarpsfjarstýringuna. Þennan vetur ætla Íslendingar að reyna að ganga í það lið og fyrir Alþingi Íslendinga liggur frumvarp með flutningsmönnum úr fjórum flokkum sem heimilar matvöruverslunum og sérverslunum að selja áfengi. Hvað þýðir það? Í frumvarpinu fá búðirnar sem við kaupum matinn okkar að selja bjór, rauðvín og allt annað áfengi. Slíkt verður heimilt til kl 20:00 á kvöldin og sá sem að afgreiðir þig þarf að vera a.m.k. 18 ára. Einnig get ég, þú eða jafnvel Stebbi Hilmars opnað sérverslun með áfengi. Hljómar mátulega skynsamlega í eyrum flestra, en það eru öfl á Alþingi sem eru alls ekki til i að samþykkja þetta. Þetta hefur nefnilega verið reynt margoft áður en einhvern veginn fæst þetta mál aldrei samþykkt. Þetta myndi auka viðskipta- og persónufrelsi almennings til muna. En hvernig má það vera að þetta kemst ekki í gegnum meirihluta Alþingis? Ef það eru ekki vinir okkar í Vinstri grænum sem virðast ruglast á áfengi og hættulegum sprengiefnum, þá eru það margir þingmenn hins stórkostlega furðulega einsmáls-flokks Framsóknarflokksins sem mótmæla þessu frumvarpi hástöfum. Einnig hafa margir þingmenn Samfylkingarinnar hoppað upp á þennan furðulega vagn, þrátt fyrir að núverandi formaður og varaformaður hafa verið flutningsmenn að svona tillögu fyrir fáeinum árum síðan. Þetta fólk truflast við þá tilhugsun að hægt sé að teygja sig í vínflösku á sama tíma og maður getur keypt í sunnudagsvöfflurnar. Því skyldi það vera, jú þeim finnst voða gaman að vera samfélagsverkfræðingar og haga samfélaginu og almenningi eftir sínu höfði. Því fylgir þörf til að halda ríkinu í einokunaratvinnurekstri þegar kemur að sölu áfengis. Það þýðir að ef þér langar að selja fólki bjór eða vín á Lækjartorgi eða fyrir framan félagsherbergi Vinstri græna á Hofsósi þá mætir lögreglan á svæðið og tekur þig og þinn söluvarning úr umferð samfélagsins. Þetta fólk ásamt ýmsum öðrum pappírspésum úr embættiskerfinu hér og ytra finnst voða gaman að stjórna. Og þar er neysla fólks á hlutum eins og áfengi engin utantekning. Þess vegna þarftu að gera þér sérferð að versla áfengi hjá ríkinu, í stað þess að geta keypt áfengi á sama stað og þú kaupir þér í kvöldmatinn. Því þú veist að ef slíkt yrði leyft þá væru allir fullir og öll börn á bilinu 10-18 ára myndu drekka. Finnst þér þetta fáránleg rök? Auðvitað finnst þér það en tölum aðeins meira um þetta sama fólk. Þau hafa nefnilega stundað í mörg ár að vera á móti sjálfsögðustu hlutum. Margt af þessu fólki hefur verið á Alþingi í áratugi og hefur samskonar furðuglegheit heyrst frá þeim á þeim tíma. Hlustun á ræður þessa fólks fá alla til að lyfta upp augnabrúnum og setja upp furðusvip. Þau hafa meðal annars verið á móti því að bjór væri leyfður almenningi til neyslu og að litasjónvarp kæmi til landsins. Ýmis rök heyrðust á sínum tíma fyrir slíkum hugmyndum. M.a. að enginn myndi mæta til vinnu og að svarthvítt sjónvarp myndi alveg duga fólki. Fólk á þessum skoðanavagni hefur haldið bjórnum frá matvöruverslunum í öll þessi ár. Ég tel vera kominn tími á breytingu. Eða hefur bjórinn og litasjónvarpið þitt valdi fólki miklum usla? Annað tel ég vera mikilvægt atriði í þessari umræðu. Þar á ég við landsbyggðina og hvernig hún kemur út úr þessu öllu. Vissir þú að það er langt í frá áfengisverslun í hverjum bæ landsins? Þess í stað þurfa margir íbúar landsins að setjast inn í bíl og keyra í næstu sveitir eftir einni bjórdós. En fylgjendur ríkiseinokunar átta sig ekki á því að neysla fólks þar verður einungis verri en annars staðar. Því fólk í þess konar aðstæðum bruggar bara sjálf eða kaupir allt áfengi í stóru magni þegar það kemst í það í áfengisverslun klukkutíma í burtu. Í stað að það kaupa eina kippu af bjór eru tveir kassar af bjór keyptir. Þetta þarf ekki að vera svona, því ekki að leyfa fólki að opna áfengisverslun í heimabyggð. Á það að skipta máli hvort að þú átt heima á Kópaskeri eða í Hafnarfirði? Einnig er hægt að velta því fyrir sér ástæðum þess að af hverju andstæðingar frumvarpsins vilja ekki banna aftur bjór og loka öllum verslunum ÁTVR til að stoppa neyslu áfengis alveg? Enda er helstu rök þeirra við sölu áfengis í matvöruverslunum að neysla aukis. Því það veit að öllum finnst það fáránlegt og því er eðlilegt að taka næsta skerf. Því almenningur er ekki að fara drekka sig til óbóta. Það er ástæða fyrir því að nágrannalöndin okkar eins og Danmörk og Bretland eru ekki að breyta sínu fyrirkomulagi. Heldur eru þau að einbeita sér að forvörnum og einnig meðferðum fyrir áfengissjúklinga líkt og þetta frumvarp talar fyrir að gert verði. Frjáls verslun áfengis og meðfylgjandi samkeppni myndi líka, líkt hún hefur gert við allar aðrar neysluvörur lækka verð, auka framboð og auka úrval. Af hverju eru menn vissir um það? Jú vegna þess að á frjálsum markaði vilja allir fá til sín viðskiptavini. Hvernig gerir maður það? Með því að hafa lægra verð en samkeppnin og veita betri þjónustu. Sjálfur hef ég tekið þá ákvörðun að drekka ekki áfengi en því miður fyrir alla samfélagsverkfræðinganna á Alþingi þá er það ekki vegna þess að ég get í dag bara keypt áfengi af ríkinu. Þetta er bara ákvörðun líkt og að kaupa ekki pizzur með ananas. Ég er einn af þeim sem hefur aldrei skilið af hverju sumum finnst þeir eiga að hafa vit fyrir öðru fólki. Á fólk ekki að geta keypt brauð, poka af sandi, bjórkippu eða jafnvel lítinn krúttlegan gullfisk óháð því hvað stjórnsömu fólki finnst í Alþingishúsinu á Austurvelli?
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun