Þeir sem mæta of seint í tíma í World Class settir í skammarkrókinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 14:20 „Þar sem við erum með mjög marga vinsæla tíma þar sem færri komast að en vilja fór í gang miðakerfi fyrir nokkrum árum. Með því þurftir þú að mæta tímanlega og bíða í röð uppá von og óvon að komast í tímann. Mjög tímafrekt og ég tala nú ekki ef maður fengi svo ekki pláss,“ segir Hafdís Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa og eiginkona Björns Leifssonar, framkvæmdastjóra World Class. Líkamsræktarstöðvakeðjan setti nýja heimasíðu í loftið í ágúst. Á heimasíðunni eru upplýsingar um allar stöðvar World Class, tímatöflur, námskeið, fyrirlestra og fréttir en auk þess er hægt að skrá sig í hópatíma á netinu.Sjö daga straff „Á nýju heimasíðunni tókum við upp kerfi frá heilsuræktarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem boðið er uppá að skrá sig í tíma sjö daga fram í tímann. Tímarnir safnast svo inn á „þína tímatöflu“ og þú getur sent hana í dagbókina þína í tölvunni og/eða símanum og fengið áminningu, til dæmis þrjátíu mínútur fyrir tímann, svo framarlega að þú sért korthafi,“ segir Hafdís. Samkvæmt reglum World Class þarf svo að mæta í hópatímann fimm mínútum áður en hann hefst. Ef viðskiptavinir stöðvarinnar gera það ekki eru þeir settir í það sem er kallað „skammarkrókinn“ og mega ekki nota netskráningu á heimasíðu World Class í sjö daga. „Sumar stöðvar til dæmis sekta viðskiptavini um vissa upphæð. Við ræddum við okkar korthafa um hvað þeim fyndist að við ættum að gera í þessum málum. Allir voru sammála að það þyrfti að vera eitthvað straff ef viðkomandi myndi ekki afbóka sig því það yrði mjög pirrandi að frétta af því að það hefði verið pláss í tímanum. Þannig að niðurstaðan varð að það er hægt að bóka sig sjö daga fram í tímann og afbóka sig allt að sextíu mínútum fram í tímann. Þá kom það upp hvernig við gætum úthlutað því plássi sem myndaðist ef einhverjir myndu samt skrópa. Einnig var það rætt hve nauðsynlegt það væri að allir væru mættir þegar tímarnir hefjast til þess að það skapaðist ekki truflun og óróleiki í tímanum. Þá kom sú regla að það þarf að vera búið að sækja miðann og láta merkja við sig fimm mínútum fyrir tímann. Það var sá tími sem öllum fannst lágmark að gefa sér til að vera mættir á réttum tíma. Einnig gefur það svigrúm fyrir þá sem náðu ekki plássi en mættu samt þó óvíst væru að þeir fengju pláss.“Erlendis kallað svarti listinn Kerfið er frekar nýtt af nálinni í líkamsræktarstöðvunum en Hafdís segir það hingað til hafa reynst vel. „Það má nú með allt segja að ekkert er fullkomið og við erum sífellt með augun opin í að aðlaga þetta kerfi betur og betur. Svo má líka segja, eins og svo margir sem eru ánægðir, að þetta ýtir á og veitir gott aðhald að mæta því þú vilt ekki lenda í „skammarkróknum“. Þetta er nú bara orð til þess að brosa að því þetta er frekar notað til þess að fá börnin til þess að breyta rétt og gera hlutina en er ekki mikið notað á fullorðið fólk. En það var erfitt að finna eitthvað eitt, gott orð yfir þetta. Erlendis er þetta kallað„The black list“, eða svarti listinn, en okkur fannst það ekki koma til greina,“ segir hún. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
„Þar sem við erum með mjög marga vinsæla tíma þar sem færri komast að en vilja fór í gang miðakerfi fyrir nokkrum árum. Með því þurftir þú að mæta tímanlega og bíða í röð uppá von og óvon að komast í tímann. Mjög tímafrekt og ég tala nú ekki ef maður fengi svo ekki pláss,“ segir Hafdís Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa og eiginkona Björns Leifssonar, framkvæmdastjóra World Class. Líkamsræktarstöðvakeðjan setti nýja heimasíðu í loftið í ágúst. Á heimasíðunni eru upplýsingar um allar stöðvar World Class, tímatöflur, námskeið, fyrirlestra og fréttir en auk þess er hægt að skrá sig í hópatíma á netinu.Sjö daga straff „Á nýju heimasíðunni tókum við upp kerfi frá heilsuræktarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem boðið er uppá að skrá sig í tíma sjö daga fram í tímann. Tímarnir safnast svo inn á „þína tímatöflu“ og þú getur sent hana í dagbókina þína í tölvunni og/eða símanum og fengið áminningu, til dæmis þrjátíu mínútur fyrir tímann, svo framarlega að þú sért korthafi,“ segir Hafdís. Samkvæmt reglum World Class þarf svo að mæta í hópatímann fimm mínútum áður en hann hefst. Ef viðskiptavinir stöðvarinnar gera það ekki eru þeir settir í það sem er kallað „skammarkrókinn“ og mega ekki nota netskráningu á heimasíðu World Class í sjö daga. „Sumar stöðvar til dæmis sekta viðskiptavini um vissa upphæð. Við ræddum við okkar korthafa um hvað þeim fyndist að við ættum að gera í þessum málum. Allir voru sammála að það þyrfti að vera eitthvað straff ef viðkomandi myndi ekki afbóka sig því það yrði mjög pirrandi að frétta af því að það hefði verið pláss í tímanum. Þannig að niðurstaðan varð að það er hægt að bóka sig sjö daga fram í tímann og afbóka sig allt að sextíu mínútum fram í tímann. Þá kom það upp hvernig við gætum úthlutað því plássi sem myndaðist ef einhverjir myndu samt skrópa. Einnig var það rætt hve nauðsynlegt það væri að allir væru mættir þegar tímarnir hefjast til þess að það skapaðist ekki truflun og óróleiki í tímanum. Þá kom sú regla að það þarf að vera búið að sækja miðann og láta merkja við sig fimm mínútum fyrir tímann. Það var sá tími sem öllum fannst lágmark að gefa sér til að vera mættir á réttum tíma. Einnig gefur það svigrúm fyrir þá sem náðu ekki plássi en mættu samt þó óvíst væru að þeir fengju pláss.“Erlendis kallað svarti listinn Kerfið er frekar nýtt af nálinni í líkamsræktarstöðvunum en Hafdís segir það hingað til hafa reynst vel. „Það má nú með allt segja að ekkert er fullkomið og við erum sífellt með augun opin í að aðlaga þetta kerfi betur og betur. Svo má líka segja, eins og svo margir sem eru ánægðir, að þetta ýtir á og veitir gott aðhald að mæta því þú vilt ekki lenda í „skammarkróknum“. Þetta er nú bara orð til þess að brosa að því þetta er frekar notað til þess að fá börnin til þess að breyta rétt og gera hlutina en er ekki mikið notað á fullorðið fólk. En það var erfitt að finna eitthvað eitt, gott orð yfir þetta. Erlendis er þetta kallað„The black list“, eða svarti listinn, en okkur fannst það ekki koma til greina,“ segir hún.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira