Bjóða upp á hraðstefnumót þar sem fólk er með hauspoka Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 18:30 vísir/getty Fyrirtækið Loveflutter er byrjað að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérstaka þjónustu - að fara á hraðstefnumót með poka á hausnum. Á hraðstefnumótinu fara þátttakendur á þrjátíu stefnumót á sextíu mínútum þannig að hvert stefnumót er um tvær mínútur. Áður en hraðstefnumótið hefst fá allir þátttakendur bréfpoka og efnivið til að skreyta hann eins og þeim finnst best. Þátttakendur fá hálftíma til að skreyta pokana og eru þeir hvattir til að tjá persónuleika sinn í skreytingunum. Loveflutter ákvað að bjóða upp á þessa tegund af hraðstefnumótum svo fólk gæti kynnst persónuleika fólks en ekki einblínt strax á útlit. Leikarinn Shia LaBeouf gæti fílað sig á svona hraðstefnumóti enda elskar hann að vera með poka á hausnum.vísir/gettyBlaðakonan Lane Moore hjá tímaritinu Cosmopolitan fór á svona hraðstefnumót fyrir stuttu og segir frá reynslunni á vef tímaritsins. „Auðvitað voru einhverjir skrýtnir og það komu óþægilegar stundir, eins og þegar einn gaur talaði bara um hvað hann elskaði kvenmannsföt í allar tvær mínúturnar,“ skrifar hún. „Ég ímynda mér að hann hafi bara verið stressaður,“ bætir hún við en segir jafnframt að hana hafi langað til að eyða meira en tveimur mínútum með mörgum út af því að hún sá ekki andlit þeirra. Allt í allt var hún ánægð með lífsreynsluna. „Ég verð að segja að ég kunni eiginlega að meta það að fara á stefnumót með poka á hausnum. Í fyrsta lagi var ég nýkomin úr vinnu og var ekkert máluð, en hverjum yrði ekki sama? Ég yrði með bréfpoka á hausnum allan tímann. Það yrði frábært að vera á stefnumóti og þurfa ekki að hafa áhyggjur af hvort farðinn væri í lagi eða hvort ég væri búin að rústa augnmálningunni eða ef að ég þyrfti að bæta á varalitinn. Það sást í augu mín og munn þó ég væri með bréfpokann. En mér fannst ég samt vera að fela mig á svalan hátt. Mér fannst ég vera andlitslaus, eins og ég gæti verið ég sjálf og þeir gætu metið mig eftir því.“ Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Fyrirtækið Loveflutter er byrjað að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérstaka þjónustu - að fara á hraðstefnumót með poka á hausnum. Á hraðstefnumótinu fara þátttakendur á þrjátíu stefnumót á sextíu mínútum þannig að hvert stefnumót er um tvær mínútur. Áður en hraðstefnumótið hefst fá allir þátttakendur bréfpoka og efnivið til að skreyta hann eins og þeim finnst best. Þátttakendur fá hálftíma til að skreyta pokana og eru þeir hvattir til að tjá persónuleika sinn í skreytingunum. Loveflutter ákvað að bjóða upp á þessa tegund af hraðstefnumótum svo fólk gæti kynnst persónuleika fólks en ekki einblínt strax á útlit. Leikarinn Shia LaBeouf gæti fílað sig á svona hraðstefnumóti enda elskar hann að vera með poka á hausnum.vísir/gettyBlaðakonan Lane Moore hjá tímaritinu Cosmopolitan fór á svona hraðstefnumót fyrir stuttu og segir frá reynslunni á vef tímaritsins. „Auðvitað voru einhverjir skrýtnir og það komu óþægilegar stundir, eins og þegar einn gaur talaði bara um hvað hann elskaði kvenmannsföt í allar tvær mínúturnar,“ skrifar hún. „Ég ímynda mér að hann hafi bara verið stressaður,“ bætir hún við en segir jafnframt að hana hafi langað til að eyða meira en tveimur mínútum með mörgum út af því að hún sá ekki andlit þeirra. Allt í allt var hún ánægð með lífsreynsluna. „Ég verð að segja að ég kunni eiginlega að meta það að fara á stefnumót með poka á hausnum. Í fyrsta lagi var ég nýkomin úr vinnu og var ekkert máluð, en hverjum yrði ekki sama? Ég yrði með bréfpoka á hausnum allan tímann. Það yrði frábært að vera á stefnumóti og þurfa ekki að hafa áhyggjur af hvort farðinn væri í lagi eða hvort ég væri búin að rústa augnmálningunni eða ef að ég þyrfti að bæta á varalitinn. Það sást í augu mín og munn þó ég væri með bréfpokann. En mér fannst ég samt vera að fela mig á svalan hátt. Mér fannst ég vera andlitslaus, eins og ég gæti verið ég sjálf og þeir gætu metið mig eftir því.“
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira