Körfubolti

Falur: Settum enga pressu á Helga Jónas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurður er orðinn þjálfari Keflavíkurliðsins á nýjan leik.
Sigurður er orðinn þjálfari Keflavíkurliðsins á nýjan leik.
„Siggi er virkilega góður þjálfari og hann var eini maðurinn sem við töluðum við," segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um þjálfaraskiptin hjá félaginu.

Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur að þjálfa félagið af heilsufarsástæðum enda að glíma við hjartsláttartruflanir. Sigurður Ingimundarson hefur verið ráðinn í hans stað.

„Hann tók ákvörðun í gær. Hann treystir sér ekki í að halda áfram og bað um lausn frá starfinu. Við urðum eðlilega við því. Við vorum aldrei að pressa á hann og hann tók þá ákvörðun sem er best fyrir hann."

Sigurður verður því þjálfara beggja Keflavíkurliðanna það sem eftir er vetrar.

„Það er auðvitað engin óskastaða að vera með sama þjálfara á báðum liðum en við munum hafa þetta svona út tímabilið. Siggi segist ekki vera orðinn eins góður þjálfari og hann ætlar sér að vera þannig að hann kemur klárlega inn af kraft.

„Þetta eru mjög sérstakar aðstæður. Ef einhver þekkir félagið vel þá er það Sigurður. Við munum vinna úr þessum aðstæðum og gera okkar besta."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×