„Ég hef varla komist í fjárhúsin fyrir símanum“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 14:37 Margrét í gervi Riff Raff til vinstri og móðir hennar til hægri. „Hún er voðalega mikill leikari. Henni finnst ekkert leiðinlegt að fá athygli. Hún var samt smeyk um að þetta væri komið út í vitleysu hjá sér,“ segir Guðrún Smáradóttir. Hún er móðir Margrétar Veru Mánadóttur sem hélt því fram í Fréttablaðinu í dag að Richard O‘Brien, höfundur Rocky Horror, væri faðir hennar. Þessa dagana er Margrét einmitt að æfa fyrir sýninguna Rocky Horror, sem leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar setur upp.Í samtali við ruv.is segir Margrét þetta vera uppspuna frá A til Ö. Móðir hennar segir í samtali við Vísi hafa vitað af uppátækinu. „Hún var búin að segja mér að þetta stæði til. Mér fannst þetta bara fyndið,“ segir Guðrún og bætir við að það séu talsvert margir búnir að hringja í hana í dag út af greininni.Richard O'Brien.Vísir/Getty„Já, allir nema þessi pabbi hennar. Hann er ekki farinn að láta í sér heyra enn þá,“ segir Guðrún hlæjandi. „Þetta er bara búið að vera gaman í dag. Ég hef varla komist í fjárhúsin fyrir símanum.“ Guðrún segir að Margrét hafi líka látið föður sinn vita af þessu gríni sínu en aðspurð um hvort Margrét sé þekkt fyrir prakkaraskap segir hún eitthvað til í því. „Það er mikið grín í henni. Vinkona mín sagði í morgun að hún hefði þetta frá mér.“ Margrét segir í frétt ruv.is hafa látið blaðamann Fréttablaðsins vita af því að saga hennar væri grín fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis er það ekki rétt. Freyr Bjarnason, umsjónarmaður innblaðs Fréttablaðsins, segir Margréti eiga framtíðina fyrir sér í markaðssetningu. „Margrét Vera sýndi það í viðtalinu við Fréttablaðið að hún á framtíðina fyrir sér í markaðssetningu. Þetta er hress stelpa sem greinilega er tilbúin til að ganga mjög langt til að vekja athygli á sjálfri sér og sýningunni. Vissulega hefðum við átt að vanda vinnubrögð okkar betur en eftir stendur að vafalítið á eftir að verða uppselt á sýningu Rocky Horror í Menntaskóla Borgarfjarðar í allan vetur,“ segir hann. Tengdar fréttir Segir höfund Rocky Horror föður sinn Margrét Vera Mánadóttir, sem leikur í uppfærslu Rocky Horror í Menntaskóla Borgarfjarðar, vill ná sambandi við meintan föður sinn, höfund söngleiksins. 25. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
„Hún er voðalega mikill leikari. Henni finnst ekkert leiðinlegt að fá athygli. Hún var samt smeyk um að þetta væri komið út í vitleysu hjá sér,“ segir Guðrún Smáradóttir. Hún er móðir Margrétar Veru Mánadóttur sem hélt því fram í Fréttablaðinu í dag að Richard O‘Brien, höfundur Rocky Horror, væri faðir hennar. Þessa dagana er Margrét einmitt að æfa fyrir sýninguna Rocky Horror, sem leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar setur upp.Í samtali við ruv.is segir Margrét þetta vera uppspuna frá A til Ö. Móðir hennar segir í samtali við Vísi hafa vitað af uppátækinu. „Hún var búin að segja mér að þetta stæði til. Mér fannst þetta bara fyndið,“ segir Guðrún og bætir við að það séu talsvert margir búnir að hringja í hana í dag út af greininni.Richard O'Brien.Vísir/Getty„Já, allir nema þessi pabbi hennar. Hann er ekki farinn að láta í sér heyra enn þá,“ segir Guðrún hlæjandi. „Þetta er bara búið að vera gaman í dag. Ég hef varla komist í fjárhúsin fyrir símanum.“ Guðrún segir að Margrét hafi líka látið föður sinn vita af þessu gríni sínu en aðspurð um hvort Margrét sé þekkt fyrir prakkaraskap segir hún eitthvað til í því. „Það er mikið grín í henni. Vinkona mín sagði í morgun að hún hefði þetta frá mér.“ Margrét segir í frétt ruv.is hafa látið blaðamann Fréttablaðsins vita af því að saga hennar væri grín fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis er það ekki rétt. Freyr Bjarnason, umsjónarmaður innblaðs Fréttablaðsins, segir Margréti eiga framtíðina fyrir sér í markaðssetningu. „Margrét Vera sýndi það í viðtalinu við Fréttablaðið að hún á framtíðina fyrir sér í markaðssetningu. Þetta er hress stelpa sem greinilega er tilbúin til að ganga mjög langt til að vekja athygli á sjálfri sér og sýningunni. Vissulega hefðum við átt að vanda vinnubrögð okkar betur en eftir stendur að vafalítið á eftir að verða uppselt á sýningu Rocky Horror í Menntaskóla Borgarfjarðar í allan vetur,“ segir hann.
Tengdar fréttir Segir höfund Rocky Horror föður sinn Margrét Vera Mánadóttir, sem leikur í uppfærslu Rocky Horror í Menntaskóla Borgarfjarðar, vill ná sambandi við meintan föður sinn, höfund söngleiksins. 25. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Segir höfund Rocky Horror föður sinn Margrét Vera Mánadóttir, sem leikur í uppfærslu Rocky Horror í Menntaskóla Borgarfjarðar, vill ná sambandi við meintan föður sinn, höfund söngleiksins. 25. nóvember 2014 09:00