„Friður í heiminum byrjar heima“ Sigrún Sigurðardóttir skrifar 29. nóvember 2014 09:00 Heimilisfriður – heimsfriður - 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Eftir að hafa rannsakað afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í áratug, sé ég að það skiptir ekki öllu máli hvers konar ofbeldi á sér stað, ofbeldi er alltaf ofbeldi; kynferðislegt, líkamlegt, andlegt eða einelti. Afleiðingarnar eru þær sömu; niðurbrot líkama, huga og sálar. Flestir sem tekið hafa þátt í mínum rannsóknum segja frá reynslu sinni af fleiri en einni tegund ofbeldis, eitt áfall, sem ofbeldi er, virðist „kalla á“ annað áfall. Ofbeldi í æsku eykur líkurnar á endurteknu ofbeldi síðar á lífsleiðinni, ef ekki er gripið inn í. Kynferðislegt ofbeldi í æsku brýtur niður sjálfsmyndina, barnið hættir að treysta, ef ofbeldið á sér stað heima á barnið ekki öruggt skjól, á jafnvel enga vini þar sem það dregur sig í hlé eða er vandamálabarnið. Þetta barn er ákjósanlegt fórnarlamb eineltis, auðvelt að „taka það fyrir“, það verður seinna berskjaldað fyrir annars konar ofbeldi. Niðurbrotið birtist í alls kyns flóknum heilsufarsvandamálum, oft óútskýrðum. Baráttan gegn ofbeldi verður að byrja með forvörnum strax í bernsku. Byssukaup lögreglunnar og verkfall lækna hefur verið á allra vörum, allir rísa upp. Hvað með forvarnir? Forvarnir gegn ofbeldi til þess að barn verði ekki að glæpamanni sem ógnar lögreglunni svo að hún þurfi að vopnast. Forvarnir gegn ofbeldi til þess að fólk þurfi ekki að leita ítrekað til lækna vegna afleiðinga ofbeldis. Hefjum baráttuna þar, rísum líka upp í „meðmælum“ með forvörnum. Mikilvægt er að efla menntun og þekkingu fagfólks sem í starfi sínu kemur að slíkum málum. Nú stendur yfir meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri: Sálræn áföll, ofbeldi og áfallastreita með rúmlega 50 nemendum af öllu landinu, áhugi fagfólks er til staðar. Námskeiðið byggir á þverfaglegri og heildrænni sýn á sviði heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda og laga. Fjallað er um einkenni og afleiðingar sálrænna áfalla, ofbeldis og áfallastreitu fyrir líkama, huga, sál og félagslegt umhverfi. Einnig er fjallað um leiðir til úrvinnslu með þverfaglegri samvinnu, heilbrigðis- og menntastofnana, lagakerfisins og stjórnsýslunnar. Margt jákvætt hefur því gerst og alltaf er von. Til þess að gera enn betur verðum við að byrja á okkur sjálfum, taka til í okkar eigin garði áður en við gagnrýnum illgresið í garði nágrannans. Við verðum að kenna börnum hvað sé rétt og rangt, styrkja þeirra sjálfsmynd svo að þau verði síður fyrir ofbeldi eða beiti síður ofbeldi og hafi traust til þess að SEGJA FRÁ. Ég vitna í orð Jóns Gnarr: „Friður í heiminum byrjar heima og við eigum mjög fallegt orð yfir það á íslensku; heimilisfriður.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Heimilisfriður – heimsfriður - 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Eftir að hafa rannsakað afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í áratug, sé ég að það skiptir ekki öllu máli hvers konar ofbeldi á sér stað, ofbeldi er alltaf ofbeldi; kynferðislegt, líkamlegt, andlegt eða einelti. Afleiðingarnar eru þær sömu; niðurbrot líkama, huga og sálar. Flestir sem tekið hafa þátt í mínum rannsóknum segja frá reynslu sinni af fleiri en einni tegund ofbeldis, eitt áfall, sem ofbeldi er, virðist „kalla á“ annað áfall. Ofbeldi í æsku eykur líkurnar á endurteknu ofbeldi síðar á lífsleiðinni, ef ekki er gripið inn í. Kynferðislegt ofbeldi í æsku brýtur niður sjálfsmyndina, barnið hættir að treysta, ef ofbeldið á sér stað heima á barnið ekki öruggt skjól, á jafnvel enga vini þar sem það dregur sig í hlé eða er vandamálabarnið. Þetta barn er ákjósanlegt fórnarlamb eineltis, auðvelt að „taka það fyrir“, það verður seinna berskjaldað fyrir annars konar ofbeldi. Niðurbrotið birtist í alls kyns flóknum heilsufarsvandamálum, oft óútskýrðum. Baráttan gegn ofbeldi verður að byrja með forvörnum strax í bernsku. Byssukaup lögreglunnar og verkfall lækna hefur verið á allra vörum, allir rísa upp. Hvað með forvarnir? Forvarnir gegn ofbeldi til þess að barn verði ekki að glæpamanni sem ógnar lögreglunni svo að hún þurfi að vopnast. Forvarnir gegn ofbeldi til þess að fólk þurfi ekki að leita ítrekað til lækna vegna afleiðinga ofbeldis. Hefjum baráttuna þar, rísum líka upp í „meðmælum“ með forvörnum. Mikilvægt er að efla menntun og þekkingu fagfólks sem í starfi sínu kemur að slíkum málum. Nú stendur yfir meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri: Sálræn áföll, ofbeldi og áfallastreita með rúmlega 50 nemendum af öllu landinu, áhugi fagfólks er til staðar. Námskeiðið byggir á þverfaglegri og heildrænni sýn á sviði heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda og laga. Fjallað er um einkenni og afleiðingar sálrænna áfalla, ofbeldis og áfallastreitu fyrir líkama, huga, sál og félagslegt umhverfi. Einnig er fjallað um leiðir til úrvinnslu með þverfaglegri samvinnu, heilbrigðis- og menntastofnana, lagakerfisins og stjórnsýslunnar. Margt jákvætt hefur því gerst og alltaf er von. Til þess að gera enn betur verðum við að byrja á okkur sjálfum, taka til í okkar eigin garði áður en við gagnrýnum illgresið í garði nágrannans. Við verðum að kenna börnum hvað sé rétt og rangt, styrkja þeirra sjálfsmynd svo að þau verði síður fyrir ofbeldi eða beiti síður ofbeldi og hafi traust til þess að SEGJA FRÁ. Ég vitna í orð Jóns Gnarr: „Friður í heiminum byrjar heima og við eigum mjög fallegt orð yfir það á íslensku; heimilisfriður.“
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar