Alnafni Gunnars Nelson er fjölhæfur tónlistarmaður Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 14:30 Gunnar hinn íslenski til vinstri og hinn bandaríski til hægri. vísir/getty Bardagakappann Gunnar Nelson þekkja flestir Íslendingar en færri vita kannski að hann á alnafna sem hefur gert það gott í tónlistargeiranum í tæplega þrjá áratugi. Haraldur Dean Nelson, faðir bardagakappans, segir þá feðga ekki hlusta á tónlist Gunnars. Gunnar Nelson fæddist 20. september árið 1967 og er bandarískur tónlistarmaður. Hann er sonur leikarans og tónlistarmannsins Ricky Nelson og leikkonunnar Kristin Harmon. Hann á eineggja tvíburabróður sem heitir Matthew Nelson en þeir bræður hafa unnið saman í tónlistinni síðan þeir fengu samning hjá Geffen Records árið 1989. Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína, After the Rain, árið 1990 sem varð þreföld platínumskífa. Lögin (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection, After the Rain, More Than Ever, Only Time Will Tell og (You Got Me) All Shook Up af plötunni náðu öll á Billboard Top 40-listann og náði hið fyrstnefnda fyrsta sætinu í september árið 1990. Þegar (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection náði fyrsta sætinu fékk Nelson-fjölskyldan sæti í Heimsmetabók Guinness sem eina fjölskyldan sem hafði náð fyrsta sætinu á listanum í þrjár kynslóðir þar sem afi Nelson-tvíburanna, Ozzie Nelson, náði fyrsta sætinu með And Then Some árið 1934 og Ricky Nelson náði fyrsta sætinu með Poor Little Fool árið 1958 og Travelin‘ Man árið 1961. Gunnar er afar fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal trommur, gítar, mandólín og píanó. Gunnar og Matthew Nelson hafa verið iðnir við kolann í tónlistarbransanum síðustu ár og eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem þeir spila lög föður síns, sem lést í flugslysi árið 1985. Þá vinnur Gunnar nú að plötunni Peace, Out með tvíburabróður sínum og jólaplötunni Christmas with the Nelsons. Lífið hringdi í Harald Dean Nelson, föður hins íslenska Gunnars Nelson, og spurði hann hvort þeir feðgar könnuðust við alnafna Gunnars. „Já við vitum af honum, tvíburabróður Matthew Nelson og syni Ricky Nelson,“ segir Haraldur hlæjandi. Aðspurður hvort Gunnar hlusti á nafna sinn segir Haraldur svo ekki vera. En ætlar hann kannski að byrja á því núna? „Ég veit það ekki. Hann ræður því hvað hann hlustar á.“ Það má geta þess að rúmlega sjötíu þúsund manns líkar við Facebook-síðu íslenska Gunnars Nelson en aðeins tæplega tvö þúsund líkar við bandaríska Gunnar á Facebook.Nelson-tvíburabræðurnir á tónleikum.vísir/getty Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Bardagakappann Gunnar Nelson þekkja flestir Íslendingar en færri vita kannski að hann á alnafna sem hefur gert það gott í tónlistargeiranum í tæplega þrjá áratugi. Haraldur Dean Nelson, faðir bardagakappans, segir þá feðga ekki hlusta á tónlist Gunnars. Gunnar Nelson fæddist 20. september árið 1967 og er bandarískur tónlistarmaður. Hann er sonur leikarans og tónlistarmannsins Ricky Nelson og leikkonunnar Kristin Harmon. Hann á eineggja tvíburabróður sem heitir Matthew Nelson en þeir bræður hafa unnið saman í tónlistinni síðan þeir fengu samning hjá Geffen Records árið 1989. Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína, After the Rain, árið 1990 sem varð þreföld platínumskífa. Lögin (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection, After the Rain, More Than Ever, Only Time Will Tell og (You Got Me) All Shook Up af plötunni náðu öll á Billboard Top 40-listann og náði hið fyrstnefnda fyrsta sætinu í september árið 1990. Þegar (I Can‘t Live Without Your) Love and Affection náði fyrsta sætinu fékk Nelson-fjölskyldan sæti í Heimsmetabók Guinness sem eina fjölskyldan sem hafði náð fyrsta sætinu á listanum í þrjár kynslóðir þar sem afi Nelson-tvíburanna, Ozzie Nelson, náði fyrsta sætinu með And Then Some árið 1934 og Ricky Nelson náði fyrsta sætinu með Poor Little Fool árið 1958 og Travelin‘ Man árið 1961. Gunnar er afar fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, þar á meðal trommur, gítar, mandólín og píanó. Gunnar og Matthew Nelson hafa verið iðnir við kolann í tónlistarbransanum síðustu ár og eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin þar sem þeir spila lög föður síns, sem lést í flugslysi árið 1985. Þá vinnur Gunnar nú að plötunni Peace, Out með tvíburabróður sínum og jólaplötunni Christmas with the Nelsons. Lífið hringdi í Harald Dean Nelson, föður hins íslenska Gunnars Nelson, og spurði hann hvort þeir feðgar könnuðust við alnafna Gunnars. „Já við vitum af honum, tvíburabróður Matthew Nelson og syni Ricky Nelson,“ segir Haraldur hlæjandi. Aðspurður hvort Gunnar hlusti á nafna sinn segir Haraldur svo ekki vera. En ætlar hann kannski að byrja á því núna? „Ég veit það ekki. Hann ræður því hvað hann hlustar á.“ Það má geta þess að rúmlega sjötíu þúsund manns líkar við Facebook-síðu íslenska Gunnars Nelson en aðeins tæplega tvö þúsund líkar við bandaríska Gunnar á Facebook.Nelson-tvíburabræðurnir á tónleikum.vísir/getty
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira