Þau eru jafngömul Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 14:30 Aldur er afstæður eins og einhver segir og oft á tíðum er nær ómögulegt að giska á aldur fólks - enda kæra margir sig alls ekki um það. Lífið fór á stúfana og fann nokkra þjóðþekkta Íslendinga sem eru jafngamlir öðrum þjóðþekktum Íslendingum og niðurstöðurnar komu oft á tíðum mjög á óvart.Helgi Seljan og Ásdís RánFædd árið 1979 Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan og Ísdrottningin Ásdís Rán eru jafngömul en hafa farið talsvert mismunandi leiðir í lífinu. Helgi hefur löngum þótt skeleggur fréttamaður í Kastljósinu en Ásdís hefur sigrað heiminn með útlitið að vopni í fyrirsætubransanum.Hildur Lilliendahl og Ragnhildur Steinunn JónsdóttirFæddar árið 1981 Á því herrans árið 1981 komu kvenskörungurinn Hildur Lilliendahl og sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn í heiminn. Þær eru afar ólíkar og hefði maður haldið að einhver ár væru á milli þeirra.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sölvi BlöndalFæddir árið 1975 Hverjum hefði dottið í hug að forsætisráðherra vor væri jafngamall og einn farsælasti tónlistarmaður landsins? Ef að hlutirnir hefðu æxlast öðruvísi í den hefði Sigmundur kannski getað fengið að komast að í rappsveit Sölva, Quarashi?Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Pétur MarteinssonFædd árið 1973 Sveinbjörg Birna hefur verið afar umdeild síðustu mánuði og aldrei fer lítið fyrir Pétri Marteinssyni enda með mörg járn í eldinum eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna.Auðunn Blöndal og Þórdís Elva ÞorvaldsdóttirFædd árið 1980 Margir kenna Auðunn Blöndal, eða Audda Blö, við grín og glens en Þórdísi Elvu við talsvert alvarlegri málefni. Þau eru jafngömul.Bjarni Benediktsson og Björn JörundurFæddir árið 1970 Stjórnmálamaðurinn og popparinn eru báðir dökkhærðir en annað sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru báðir fæddir árið 1970.Ásgeir Trausti og Logi PedroFæddir árið 1992 Þeir eru ungir, fæddir árið 1992, og hafa báðir gert það gífurlega gott í tónlistarbransanum. Þeir eru Ásgeir Trausti og Logi Pedro úr Retro Stefson.Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Eiður Smári GuðjohnsenFædd árið 1978 Rikka og Eiður hugsa bæði afar vel um heilsuna og það kemur því ekki mikið á óvart að þau séu fædd sama ár - 1978.Dóra Takefusa og Fjölnir ÞorgeirssonFædd árið 1971 Þau bera aldurinn vel þessi tvö og virðast bara yngjast með hverju árinu sem líður. Jafngömul og alltaf með nóg fyrir stafni.Gunnar Nelson og Friðrik DórFæddir árið 1988 Bardagakappinn og tónlistarmaðurinn eiga kannski ekki margt sameiginlegt fyrir utan það að þeir komu báðir í heiminn árið 1988, foreldrum sínum til mikillar ánægju.Gylfi Þór Sigurðsson og Nanna BryndísFædd árið 1989 Fótboltamaðurinn og Of Monsters and Men-söngkonan eru bæði afar ung en hafa þrátt fyrir ungan aldur náð heimsfrægð. Þau hafa greinilega fæðst undir heillastjörnu það góða ár 1989.Sverrir Þór Sverrisson og Marta María JónasdóttirFædd árið 1977 Sverrir gengur í daglegu tali undir nafninu Sveppi og elskar fátt meira en að gleðja og grínast. Marta María stendur vaktina á Smartlandinu þar sem hún reynir að miðla fróðleik en þau Sveppi eru jafngömul.Vala Grand og Elma StefaníaFæddar árið 1986 Elma Stefanía er ein skærasta stjarnan í íslensku leikhúsi um þessar mundir og Vala Grand hefur komið víða við á síðustu árum. Þessar tvær, glæsilegu konur eru fæddar sama ár.Tobba Marinós og Björn BragiFædd árið 1984 Þeir sem fæddir eru árið 1984 hafa kannski fengið grínið í vöggugjöf því bæði Tobba og Björn Bragi þykja gríðarlega fyndin. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Aldur er afstæður eins og einhver segir og oft á tíðum er nær ómögulegt að giska á aldur fólks - enda kæra margir sig alls ekki um það. Lífið fór á stúfana og fann nokkra þjóðþekkta Íslendinga sem eru jafngamlir öðrum þjóðþekktum Íslendingum og niðurstöðurnar komu oft á tíðum mjög á óvart.Helgi Seljan og Ásdís RánFædd árið 1979 Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan og Ísdrottningin Ásdís Rán eru jafngömul en hafa farið talsvert mismunandi leiðir í lífinu. Helgi hefur löngum þótt skeleggur fréttamaður í Kastljósinu en Ásdís hefur sigrað heiminn með útlitið að vopni í fyrirsætubransanum.Hildur Lilliendahl og Ragnhildur Steinunn JónsdóttirFæddar árið 1981 Á því herrans árið 1981 komu kvenskörungurinn Hildur Lilliendahl og sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn í heiminn. Þær eru afar ólíkar og hefði maður haldið að einhver ár væru á milli þeirra.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sölvi BlöndalFæddir árið 1975 Hverjum hefði dottið í hug að forsætisráðherra vor væri jafngamall og einn farsælasti tónlistarmaður landsins? Ef að hlutirnir hefðu æxlast öðruvísi í den hefði Sigmundur kannski getað fengið að komast að í rappsveit Sölva, Quarashi?Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Pétur MarteinssonFædd árið 1973 Sveinbjörg Birna hefur verið afar umdeild síðustu mánuði og aldrei fer lítið fyrir Pétri Marteinssyni enda með mörg járn í eldinum eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna.Auðunn Blöndal og Þórdís Elva ÞorvaldsdóttirFædd árið 1980 Margir kenna Auðunn Blöndal, eða Audda Blö, við grín og glens en Þórdísi Elvu við talsvert alvarlegri málefni. Þau eru jafngömul.Bjarni Benediktsson og Björn JörundurFæddir árið 1970 Stjórnmálamaðurinn og popparinn eru báðir dökkhærðir en annað sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru báðir fæddir árið 1970.Ásgeir Trausti og Logi PedroFæddir árið 1992 Þeir eru ungir, fæddir árið 1992, og hafa báðir gert það gífurlega gott í tónlistarbransanum. Þeir eru Ásgeir Trausti og Logi Pedro úr Retro Stefson.Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Eiður Smári GuðjohnsenFædd árið 1978 Rikka og Eiður hugsa bæði afar vel um heilsuna og það kemur því ekki mikið á óvart að þau séu fædd sama ár - 1978.Dóra Takefusa og Fjölnir ÞorgeirssonFædd árið 1971 Þau bera aldurinn vel þessi tvö og virðast bara yngjast með hverju árinu sem líður. Jafngömul og alltaf með nóg fyrir stafni.Gunnar Nelson og Friðrik DórFæddir árið 1988 Bardagakappinn og tónlistarmaðurinn eiga kannski ekki margt sameiginlegt fyrir utan það að þeir komu báðir í heiminn árið 1988, foreldrum sínum til mikillar ánægju.Gylfi Þór Sigurðsson og Nanna BryndísFædd árið 1989 Fótboltamaðurinn og Of Monsters and Men-söngkonan eru bæði afar ung en hafa þrátt fyrir ungan aldur náð heimsfrægð. Þau hafa greinilega fæðst undir heillastjörnu það góða ár 1989.Sverrir Þór Sverrisson og Marta María JónasdóttirFædd árið 1977 Sverrir gengur í daglegu tali undir nafninu Sveppi og elskar fátt meira en að gleðja og grínast. Marta María stendur vaktina á Smartlandinu þar sem hún reynir að miðla fróðleik en þau Sveppi eru jafngömul.Vala Grand og Elma StefaníaFæddar árið 1986 Elma Stefanía er ein skærasta stjarnan í íslensku leikhúsi um þessar mundir og Vala Grand hefur komið víða við á síðustu árum. Þessar tvær, glæsilegu konur eru fæddar sama ár.Tobba Marinós og Björn BragiFædd árið 1984 Þeir sem fæddir eru árið 1984 hafa kannski fengið grínið í vöggugjöf því bæði Tobba og Björn Bragi þykja gríðarlega fyndin.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira