Ekki gefa hundum og köttum tyggjó, súkkulaði, avókado og maríjúana Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. nóvember 2014 17:50 Ekki gefa þessum dýrum fæðu á þessum lista. Á vefnum AlterNet má finna samantekt úr svörum dýralækna við hvaða fæðu á að forðast að gefa hundum og köttum. Niðurstöðurnar gætu komið á óvart, því margt af því sem getur verið skaðlegt fyrir dýrin þykir okkur mannfólkinu hollt. Blaðamaður vefsins ræddi við nokkra dýralækna og spurði þá hvaða fæða væri skaðleg fyrir hunda og ketti. Hér má sjá svörin.1. Xylitol Sætuefnið Xylitol er notað í sykurlausum vörum, eins og til dæmis Extra-tyggjói og tannkremi Efnið er unnið úr maís og er mönnum skauðlaust. Nokkrar tyggjóplötur með Xylitoli í geta skaðað lifur hunda verulega. Efnið getur haft mikil áhrif á blóðsykur hunda og lækkað hann niður úr öllu valdi. Efnið er líka talið skaðlegt köttum. Mikilvægt er að fara strax með dýr til dýralæknis ef grunur leikur á að það hafi étið eitthvað sem inniheldur Xylitol. Fyrstu einkennin geta verið uppköst auk þess sem hreyfingar þeirra verða einkennilegar því samræmið í líkamanum getur versnað til muna við að innbyrða efnið. Ef gripið er inn í á réttum tíma er möguleiki að dýrið nái sér að fullu. Annars geta afleiðingarnar verið slæmar og jafnvel orðið dýrunum banamein.2. Súkkulaði Eitt súkkulaði stykki getur banað hundum og köttum, er kemur fram í svörum dýralæknanna. Súkkulaði inniheldur efnið metýlxantín, sem einnig finnst í koffeini. Innbyrði dýr þetta efni getur hjartsláttur þeirra aukist samhliða því sem þau virðist örari. Þau geta orðið mjög þyrst og liðið illa við að borða súkkulaði. Súkkulaði sem notað er í bakstur og dökkt súkkulaði er mun verra fyrir dýr en mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði, því hlutfall metýlxantíns er hærra í súkkulaðinu eftir því sem það er dekkra.3. Avókadó Avókadó inniheldur persín, sem hægt er að nota sem sveppaeyði. Efnið er mönnum algjörlega skaðlaust – nema þeim sem eru með ofnæmi fyrir avókadó – en getur reynst dýrum mjög hættulegt. Efnið er sérstaklega hættulegt minni dýrum eins og fuglum og nagdýrum. Efnið getur haft áhrif á ketti og hunda ef þeir innbyrða það í miklu magni. Mikið avókadóát getur leitt til dauða dýra.4. Macadamia hnetur Vísindamenn hafa ekki enn komist að því hvað veldur því að Macadamia hnetur fara afar illa í hunda. Henturnar geta valdið skjálfta, ofkælingu auk þess sem át á slíkum hnetum getur framkallað ósamhæfðar vöðvarhreyfingar hjá hundum. Macadamia hentur eru í ýmsum kökum. Stundum er eingöngu olía af hneturunum notuð í ýmsar kökur og kex sem keyptur eru úti í búð. Þess vegna hvetja dýralæknar hundaeigendur til þess að hreinlega sleppa því að gefa hundum sínum kex og kökur yfirhöfuð. Einkennin við hnetuátinu koma fram á fyrstu tveimur sólarhringum eftir átið. Mikilvægt er að fara með hunda til dýralæknis þegar þeir sýna einkennin.5. Greipaldin og rúsínur Dýralæknar hafa nýlega komist að því að rúsínur og greipaldin eru óholl fyrir hunda og ketti. Sum dýr þola greipaldin og rúsínur en önnur ekki. Dýralæknar vita ekki af hverju það er, en þeir vita þetta getur reynst skaðlegt fyrir nýru dýranna.6. Óbakað gerdeig Ef hundar og kettir borða óbakað gerdeig fá þeir mikla vindverki og í sumum tilfellum getur það skaðað þá innvortis. Það getur líka reynst hættulegt að borða bakað gerdeig. Mælt er með því að brauð sé ekki meira en tíu prósent af fæðu gæludýra.7. Laukur og hvítlaukur Kettir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir laukáti. Það getur haft áhrif á rauðu blóðkorn katta. Það getur valdið því að súrefnisinntaka úr blóðinu minnki. Sérstaklega hættulegt getur reynst að borða duft með lauki í, sem er notað í sósur eða slíkt. Einkenni laukeitrunar dýra eru dökkleitt þvag auk þess sem gómur margra dýra fölnar. Laukeitrun getur líka haft áhrif á hegðun dýra, gert þau sljóari.8. Maríjúana Já, maríjúana plantan getur reynst hundum og köttum sérstaklega hættuleg. Ef þeir borða afurðir plöntunar geta þau farið í dá. Þetta á til dæmis við um svokallaðar hasskökur. Í maríjúana er efni sem kallað er tetrahydrocannabinol. Dýrin bregðast öðruvísi við því en menn. Maríjúanaát getur valdið dauða. Í rannsókn frá 2005-2010 voru 125 tilfelli af maríjúana eitrun hjá hundum rannsökuð og dóu tveir þeirra. Að sögn dýralækna hefur slíkum tilfellum fjölgað í Colorado eftir að maríjúana var lögleitt. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Á vefnum AlterNet má finna samantekt úr svörum dýralækna við hvaða fæðu á að forðast að gefa hundum og köttum. Niðurstöðurnar gætu komið á óvart, því margt af því sem getur verið skaðlegt fyrir dýrin þykir okkur mannfólkinu hollt. Blaðamaður vefsins ræddi við nokkra dýralækna og spurði þá hvaða fæða væri skaðleg fyrir hunda og ketti. Hér má sjá svörin.1. Xylitol Sætuefnið Xylitol er notað í sykurlausum vörum, eins og til dæmis Extra-tyggjói og tannkremi Efnið er unnið úr maís og er mönnum skauðlaust. Nokkrar tyggjóplötur með Xylitoli í geta skaðað lifur hunda verulega. Efnið getur haft mikil áhrif á blóðsykur hunda og lækkað hann niður úr öllu valdi. Efnið er líka talið skaðlegt köttum. Mikilvægt er að fara strax með dýr til dýralæknis ef grunur leikur á að það hafi étið eitthvað sem inniheldur Xylitol. Fyrstu einkennin geta verið uppköst auk þess sem hreyfingar þeirra verða einkennilegar því samræmið í líkamanum getur versnað til muna við að innbyrða efnið. Ef gripið er inn í á réttum tíma er möguleiki að dýrið nái sér að fullu. Annars geta afleiðingarnar verið slæmar og jafnvel orðið dýrunum banamein.2. Súkkulaði Eitt súkkulaði stykki getur banað hundum og köttum, er kemur fram í svörum dýralæknanna. Súkkulaði inniheldur efnið metýlxantín, sem einnig finnst í koffeini. Innbyrði dýr þetta efni getur hjartsláttur þeirra aukist samhliða því sem þau virðist örari. Þau geta orðið mjög þyrst og liðið illa við að borða súkkulaði. Súkkulaði sem notað er í bakstur og dökkt súkkulaði er mun verra fyrir dýr en mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði, því hlutfall metýlxantíns er hærra í súkkulaðinu eftir því sem það er dekkra.3. Avókadó Avókadó inniheldur persín, sem hægt er að nota sem sveppaeyði. Efnið er mönnum algjörlega skaðlaust – nema þeim sem eru með ofnæmi fyrir avókadó – en getur reynst dýrum mjög hættulegt. Efnið er sérstaklega hættulegt minni dýrum eins og fuglum og nagdýrum. Efnið getur haft áhrif á ketti og hunda ef þeir innbyrða það í miklu magni. Mikið avókadóát getur leitt til dauða dýra.4. Macadamia hnetur Vísindamenn hafa ekki enn komist að því hvað veldur því að Macadamia hnetur fara afar illa í hunda. Henturnar geta valdið skjálfta, ofkælingu auk þess sem át á slíkum hnetum getur framkallað ósamhæfðar vöðvarhreyfingar hjá hundum. Macadamia hentur eru í ýmsum kökum. Stundum er eingöngu olía af hneturunum notuð í ýmsar kökur og kex sem keyptur eru úti í búð. Þess vegna hvetja dýralæknar hundaeigendur til þess að hreinlega sleppa því að gefa hundum sínum kex og kökur yfirhöfuð. Einkennin við hnetuátinu koma fram á fyrstu tveimur sólarhringum eftir átið. Mikilvægt er að fara með hunda til dýralæknis þegar þeir sýna einkennin.5. Greipaldin og rúsínur Dýralæknar hafa nýlega komist að því að rúsínur og greipaldin eru óholl fyrir hunda og ketti. Sum dýr þola greipaldin og rúsínur en önnur ekki. Dýralæknar vita ekki af hverju það er, en þeir vita þetta getur reynst skaðlegt fyrir nýru dýranna.6. Óbakað gerdeig Ef hundar og kettir borða óbakað gerdeig fá þeir mikla vindverki og í sumum tilfellum getur það skaðað þá innvortis. Það getur líka reynst hættulegt að borða bakað gerdeig. Mælt er með því að brauð sé ekki meira en tíu prósent af fæðu gæludýra.7. Laukur og hvítlaukur Kettir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir laukáti. Það getur haft áhrif á rauðu blóðkorn katta. Það getur valdið því að súrefnisinntaka úr blóðinu minnki. Sérstaklega hættulegt getur reynst að borða duft með lauki í, sem er notað í sósur eða slíkt. Einkenni laukeitrunar dýra eru dökkleitt þvag auk þess sem gómur margra dýra fölnar. Laukeitrun getur líka haft áhrif á hegðun dýra, gert þau sljóari.8. Maríjúana Já, maríjúana plantan getur reynst hundum og köttum sérstaklega hættuleg. Ef þeir borða afurðir plöntunar geta þau farið í dá. Þetta á til dæmis við um svokallaðar hasskökur. Í maríjúana er efni sem kallað er tetrahydrocannabinol. Dýrin bregðast öðruvísi við því en menn. Maríjúanaát getur valdið dauða. Í rannsókn frá 2005-2010 voru 125 tilfelli af maríjúana eitrun hjá hundum rannsökuð og dóu tveir þeirra. Að sögn dýralækna hefur slíkum tilfellum fjölgað í Colorado eftir að maríjúana var lögleitt.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira