"Það er fjarveran frá börnunum sem er verst“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 12:15 Jóhannes með þremur félögum sínum í borginni Ouarzazate. „Tökurnar ganga að mestu leyti vel. Það er mikið um aksjón og flóknar, stórar senur með hundruðum aukaleikara á ristastórum settum svo það er alltaf eitthvað sem getur klikkað og gerir stundum. En ekkert stórvægilegt og það hefur enginn slasast alvarlega, sem betur fer,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson í samtali við Lífið. Hann er búinn að dvelja í Marokkó frá því um miðjan september við tökur á sjónvarpsseríunni A.D. sem framleidd er af Mark Burnett.Sjónvarpsþættirnir verða alls tólf talsins.Leikur lærisvein „Ég fékk reyndar tæplega tveggja vikna frí í lok október og fór þá heim til Íslands. Nú verð ég hér fram í miðjan desember. Það er verið að skjóta fyrstu sex þættina í þessari tólf þátta seríu sem síðan verður frumsýnd á Páskasunnudag á næsta ári,“ bætir Jóhannes við. Hann leikur lærisveininn Tómas í þáttunum. „Þessi sería einblínir á þá sem eftir voru eftir krossfestingu Jesú. Þarna eru þessir ellefu gæjar, við vitum hvað varð um Júdas, og nú þurfa þeir að díla við þetta. Rómverjarnir og Kaífas og félagar eru ekkert á leiðinni að láta þá sleppa og það er svolítið spennandi flóttamannaelement í þessu. Af þessum ellefu eru sex sem eru í aðalhlutverki og ég leik einn af þeim. Tómas, Matthew og Símon eru svolítið þríeyki í þessu og eru oft saman í einhverjum vandræðum,“ segir Jóhannes.Hljóp í gegnum logandi borgarhlið Jerúsalem Leikarinn segir margt frásagnarvert gerast á tökustað á degi hverjum. „Í gær til dæmis var verið að kveikja í risastórri byggingu og við ásamt einhverjum hundruðum aukaleikara þurftum að hlaupa í gegnum logandi borgarhliðin á Jerúsalem. Það var ansi magnað, og í raun er hver dagur í þessari sviðsmynd stórkostlegur. En það var lagt í það sérstaklega að byggja Jerúsalemborg hér rétt fyrir utan bæinn og þar stendur þessi sviðsmynd í eyðimörkinni. Virkilega flott og ótrúleg nákvæmni sem er í þessu öllu. Ég hugsa að það væri hægt að nota þetta sem alvöru bæ eftir að tökum lýkur,“ segir Jóhannes og bætir við að leikaraheimurinn sé ansi lítill þegar öllu er á botninn hvolft. Nóg af hjólhýsum á tökustað.„Það líka litlu hlutirnir sem eru magnaðir, eins og að hitta allt þetta fólk sem maður er að vinna með og komast að því að við eigum sameiginlega vini eða þekkjum sama fólkið. Richard Coyle, sem leikur Kaífa, lék til dæmis með Gísla Erni í Persíuprinsinum hér um árið. Hann ber honum vel söguna og biður einmitt að heilsa honum. Svo eru tvö hér sem léku með Birni Hlyni í Fortitude sem var einmitt tekin upp á Íslandi, þau Chipo Chung og Nicholas Pinnock. Þeim finnst Ísland æðislegt og Björn líka. Joseph Long sem lék með Þorvaldi Davíð í Dracula Untold er hér líka svo þetta er ansi lítill heimur.“Sjálfsmynd í eyðimörkinni.Borðaði kvöldverð með Kelsey Grammer Þá hefur Jóhannes einnig hitt heimsfræga leikara í Marokkó. „Á hótelinu sem við gistum eru fleiri verkefni í gangi og maður hittir það fólk líka. Um daginn sátum við nokkur við sundlaugarbakkann og aðvífandi kemur maður sem spurði hvort við værum leikarar og kynnti sig. Þetta var Kelsey Grammer. Hann var mjög geðþekkur og spjallaði við okkur í sólinni. Við buðum honum með okkur út að borða um kvöldið, hann þáði það og við átum og drukkum á frönskum veitingastað um kvöldið. Svo var hér líka John Ryhs Davies, sem lék Gimli í Lord of the Rings. Það var gaman að hitta hann.“ Jóhannes segir íburðinn á tökustað vera talsvert meiri en það sem gengur og gerist á Íslandi. „Öll þjónusta við leikara og allt sem lagt er í að okkur líði sem best er eins og best verður á kosið. Enda er þetta framleiðsla fyrir NBC, sem er stærsta sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum. En það sem gerist fyrir framan linsuna er í grunninn eins. Það er sambandið á milli leikaranna og leikstjóra. Það að leika og vera á staðnum og segja söguna sem verið er að segja, sú vinna er í grunninn sú sama. Og það er gott að finna það. En svo þegar það er búið að segja „cut“ fer maður í hjólhýsið sitt og fær kaffi frá aðstoðarmanneskjunni. Það er vissulega öðruvísi.“Heimþráin blossar upp á kvöldin Þó þetta sé skemmtileg lífsreynsla segir leikarinn að heimþráin geri oft vart við sig „Heimþráin er viðloðandi og blossar upp á kvöldin þegar ljósin eru slökkt og tími til kominn að fara að sofa. Það er það sem erfiðast í þessu, eins og þetta er gaman, þá finnur maður hvað maður þarf á fólkinu sínu að halda. Maður getur nú lifað það af að vera frá í einhverjar vikur, en það er fjarveran frá börnunum sem er verst. Það stingur mann. Ég hef átt augnablik fyrir framan tölvuna á Skype þar sem ég hef þurft að snúa mér undan til að þerra hvarminn. En ég veit að þeim líður vel og eru örugg, það hjálpar. Maður má heldur ekki dramatísera hlutina of mikið fyrir sjálfum sér,“ segir Jóhannes en hann nýtir frídagana í Marokkó til að slaka á. „Ef maður á frídag, þá er það bara sundlaugarbakkinn, göngutúrar eða lestur. Svo er reyndar hægt að fara í eyðimerkurtúra á úlföldum og gista yfir nótt. Það er á „to do“-listanum.“Stjanað er við Jóhannes í Marokkó. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
„Tökurnar ganga að mestu leyti vel. Það er mikið um aksjón og flóknar, stórar senur með hundruðum aukaleikara á ristastórum settum svo það er alltaf eitthvað sem getur klikkað og gerir stundum. En ekkert stórvægilegt og það hefur enginn slasast alvarlega, sem betur fer,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson í samtali við Lífið. Hann er búinn að dvelja í Marokkó frá því um miðjan september við tökur á sjónvarpsseríunni A.D. sem framleidd er af Mark Burnett.Sjónvarpsþættirnir verða alls tólf talsins.Leikur lærisvein „Ég fékk reyndar tæplega tveggja vikna frí í lok október og fór þá heim til Íslands. Nú verð ég hér fram í miðjan desember. Það er verið að skjóta fyrstu sex þættina í þessari tólf þátta seríu sem síðan verður frumsýnd á Páskasunnudag á næsta ári,“ bætir Jóhannes við. Hann leikur lærisveininn Tómas í þáttunum. „Þessi sería einblínir á þá sem eftir voru eftir krossfestingu Jesú. Þarna eru þessir ellefu gæjar, við vitum hvað varð um Júdas, og nú þurfa þeir að díla við þetta. Rómverjarnir og Kaífas og félagar eru ekkert á leiðinni að láta þá sleppa og það er svolítið spennandi flóttamannaelement í þessu. Af þessum ellefu eru sex sem eru í aðalhlutverki og ég leik einn af þeim. Tómas, Matthew og Símon eru svolítið þríeyki í þessu og eru oft saman í einhverjum vandræðum,“ segir Jóhannes.Hljóp í gegnum logandi borgarhlið Jerúsalem Leikarinn segir margt frásagnarvert gerast á tökustað á degi hverjum. „Í gær til dæmis var verið að kveikja í risastórri byggingu og við ásamt einhverjum hundruðum aukaleikara þurftum að hlaupa í gegnum logandi borgarhliðin á Jerúsalem. Það var ansi magnað, og í raun er hver dagur í þessari sviðsmynd stórkostlegur. En það var lagt í það sérstaklega að byggja Jerúsalemborg hér rétt fyrir utan bæinn og þar stendur þessi sviðsmynd í eyðimörkinni. Virkilega flott og ótrúleg nákvæmni sem er í þessu öllu. Ég hugsa að það væri hægt að nota þetta sem alvöru bæ eftir að tökum lýkur,“ segir Jóhannes og bætir við að leikaraheimurinn sé ansi lítill þegar öllu er á botninn hvolft. Nóg af hjólhýsum á tökustað.„Það líka litlu hlutirnir sem eru magnaðir, eins og að hitta allt þetta fólk sem maður er að vinna með og komast að því að við eigum sameiginlega vini eða þekkjum sama fólkið. Richard Coyle, sem leikur Kaífa, lék til dæmis með Gísla Erni í Persíuprinsinum hér um árið. Hann ber honum vel söguna og biður einmitt að heilsa honum. Svo eru tvö hér sem léku með Birni Hlyni í Fortitude sem var einmitt tekin upp á Íslandi, þau Chipo Chung og Nicholas Pinnock. Þeim finnst Ísland æðislegt og Björn líka. Joseph Long sem lék með Þorvaldi Davíð í Dracula Untold er hér líka svo þetta er ansi lítill heimur.“Sjálfsmynd í eyðimörkinni.Borðaði kvöldverð með Kelsey Grammer Þá hefur Jóhannes einnig hitt heimsfræga leikara í Marokkó. „Á hótelinu sem við gistum eru fleiri verkefni í gangi og maður hittir það fólk líka. Um daginn sátum við nokkur við sundlaugarbakkann og aðvífandi kemur maður sem spurði hvort við værum leikarar og kynnti sig. Þetta var Kelsey Grammer. Hann var mjög geðþekkur og spjallaði við okkur í sólinni. Við buðum honum með okkur út að borða um kvöldið, hann þáði það og við átum og drukkum á frönskum veitingastað um kvöldið. Svo var hér líka John Ryhs Davies, sem lék Gimli í Lord of the Rings. Það var gaman að hitta hann.“ Jóhannes segir íburðinn á tökustað vera talsvert meiri en það sem gengur og gerist á Íslandi. „Öll þjónusta við leikara og allt sem lagt er í að okkur líði sem best er eins og best verður á kosið. Enda er þetta framleiðsla fyrir NBC, sem er stærsta sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum. En það sem gerist fyrir framan linsuna er í grunninn eins. Það er sambandið á milli leikaranna og leikstjóra. Það að leika og vera á staðnum og segja söguna sem verið er að segja, sú vinna er í grunninn sú sama. Og það er gott að finna það. En svo þegar það er búið að segja „cut“ fer maður í hjólhýsið sitt og fær kaffi frá aðstoðarmanneskjunni. Það er vissulega öðruvísi.“Heimþráin blossar upp á kvöldin Þó þetta sé skemmtileg lífsreynsla segir leikarinn að heimþráin geri oft vart við sig „Heimþráin er viðloðandi og blossar upp á kvöldin þegar ljósin eru slökkt og tími til kominn að fara að sofa. Það er það sem erfiðast í þessu, eins og þetta er gaman, þá finnur maður hvað maður þarf á fólkinu sínu að halda. Maður getur nú lifað það af að vera frá í einhverjar vikur, en það er fjarveran frá börnunum sem er verst. Það stingur mann. Ég hef átt augnablik fyrir framan tölvuna á Skype þar sem ég hef þurft að snúa mér undan til að þerra hvarminn. En ég veit að þeim líður vel og eru örugg, það hjálpar. Maður má heldur ekki dramatísera hlutina of mikið fyrir sjálfum sér,“ segir Jóhannes en hann nýtir frídagana í Marokkó til að slaka á. „Ef maður á frídag, þá er það bara sundlaugarbakkinn, göngutúrar eða lestur. Svo er reyndar hægt að fara í eyðimerkurtúra á úlföldum og gista yfir nótt. Það er á „to do“-listanum.“Stjanað er við Jóhannes í Marokkó.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira