Hverju nennum við þá? Hreiðar Már Árnason skrifar 1. nóvember 2014 12:45 Dræm þátttaka í kosningum á Íslandi er staðreynd sé litið til sveitastjórnakosninga árið 2014. Ný hafin skráning á kjörsókn einstaklinga eftir aldri hefur þannig veitt okkur áður ómögulega sýn inn í aldursdreifingu kjörsóknar og verður að segja að niðurstöðurnar eru okkur sem starfa að málefnum æsku landsins nokkuð sláandi. Er þetta sérstaklega merkilegt með tilliti til þeirrar staðreyndar að áhuga íslendinga og þá sér í lagi ungra Íslendinga á stjórnmálum er afar svipaður því sem við höfum séð í gegnum tíðina sé litið til kosningarannsóknar Ólafs Þ. Harðarsonar. Mikið hefur borið á þeirri staðreynd í umfjöllun fjölmiðla að um 30% þeirra sem ekki mættu á kjörstað, en svöruðu könnunni, hafi ekki gert það vegna þess að sá hinn sami hafi ekki „nennt“ að mæta. (Gæsalappirnar í þessu tilviki þjóna afar mikilvægum tilgangi þar sem erfitt er að alhæfa um merkingu orðsins að nenna sé stærra samhengi ekki gefið.) Er sú tala sótt í greiningu Félagsvísindastofnunar á mögulegum ástæðum þess að kjörsókn hafa verið líkt og raunir báru vitni. Hinsvegar kemur þó sterkast fram, í um 41% tilvika að þeir sem ekki sóttu kjörstaði hafi ekki átt sér samsvörun með neinum af þeim stjórnmálaflokkum sem voru í framboði eða ekki talið þá höfða til sín. Áhugvert er að velta fyrir sér hvers vegna svo stór hópur aðspurðra telji sig ekki hafa fundið samsvörun með nokkrum af þeim stjórnmálaflokkum sem fram buðu í áður nefndum kosningu. Sérstaklega með það sem gefna staðreynd að sjaldan hafi valmöguleikarnir verið jafn margir. Þetta vekur upp spurningar um það hvað það sé þá eiginlega sem unga fólkið vilji, ef ekki einn af þeim urmul flokka sem fram buðu.Hefur ungt fólk hreinlega ekki áhuga á stjórnmálum? Mögulega er ég einhverskonar pólitísk Pollýanna en mitt nærumhverfi og reynsla í starfi innan æskulýðsfélaga landsins leyfir mér að halda að svo sé ekki. Í starfi mínu sem formaður Landssambands Æskulýðsfélaga sé ég á degi hverjum að unga fólkinu í þessu landi er ekki sama. Þess til stuðnings nefni ég og ber á borð afar fjölbreytt og blómlegt starf sjálfstæðra, ungmennarekinna æskulýðsfélaga sem beita sér fyrir afar ólíkum málefnum með afar ólíkum hætti. Hefur gróskan í vexti frjálsra félagasamtaka á Íslandi sjaldan verið meiri, þrátt fyrir að stuðningur hins opinbera við málaflokkunn hafi í mínum minnum aldrei verið lakari. Þetta frumkvæði og þessi drifkraftur gefur mér að ekki skorti á áhugann á málefnum og úrbótum í samfélagi okkar. Heldur virðist þetta undirstrika rofið á milli málefnalegrar þátttöku ungs fólks í samfélaginu og svo stjórmálaþátttöku hinsvegar vegar. Hefur í seinni tíð grafið nokkuð undan beinni aðkomu einstaklinga að starfi stjórnmálaflokka og í staðin hefur orðið mikil aukning í þátttöku fólks fyrir báráttu sértækari málefna. Þessi sveigjanleiki í því með hvaða hætti og að hvaða málefnum fólk beitir sér virðist þannig vera að taka yfir beinni aðkomu fólks að starfi stjórnmálaflokka. Þetta leyfi ég mér að halda hefur stuðlað að því að einstaklingar og þá sérstaklega ungt fólk áttar sig oft ekki á tengingu þeirra málefna sem það skiptir hve mestu við stjórnmálaumræðuna í landinu sem um leið veldur því að einstaklingar skila sér ekki á kjörstað. Því velti ég því fyrir mér hvort það sé í raun ekkert í málefnastarfi þeirra stjórnmálaflokka sem til sveitastjórna buðu sem olli því kosningaþátttaka var jafn lök og við höfum nú fengið staðfest eða hvort við þurfum að stokka upp í, ekki aðeins því hvernig við lýtum á stjórnmál og hvernig stjórnmálamenninginn í landinu býður fólki til þátttöku heldur einnig og sér í lagi hvernig framkvæmd kosninga er háttað. Sveigjanleiki fólks og fjölbreytni í pólitískri þátttöku, breyttar hefðir og venjur samfélagsmiðlasamfélagsins hlýtur að þurfa að hafa áhrif á það hvernig við framkvæmum kosningar. Í sömu rannsókn og áður hefur verið bent á, svaraði meirihluti þeirra sem ekki kaus, að sá hinn sami hefði líklega kosið hefði verið boðið uppá möguleikann á því að kjósa rafrænt. Málefni og starf stjórnmálaflokkanna verður að taka til til greina að ungt fólk sér ekki samsvörun með þeim málefnum sem þau lögðu fram og þarfnast þar af leiðandi úrbóta. Við sem samfélag þurfum að eiga samtal um það hvernig við viljum að virkni lýðræðisins fari fram og að gera okkur grein fyrir því að þessi málefni eru engum óviðkomandi. Við þurfum að styrkja stoðir sjálftætt starfandi æskulýðsfélaga sem er margsannað að eykur áhuga og pólitíska þátttöku ungs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Dræm þátttaka í kosningum á Íslandi er staðreynd sé litið til sveitastjórnakosninga árið 2014. Ný hafin skráning á kjörsókn einstaklinga eftir aldri hefur þannig veitt okkur áður ómögulega sýn inn í aldursdreifingu kjörsóknar og verður að segja að niðurstöðurnar eru okkur sem starfa að málefnum æsku landsins nokkuð sláandi. Er þetta sérstaklega merkilegt með tilliti til þeirrar staðreyndar að áhuga íslendinga og þá sér í lagi ungra Íslendinga á stjórnmálum er afar svipaður því sem við höfum séð í gegnum tíðina sé litið til kosningarannsóknar Ólafs Þ. Harðarsonar. Mikið hefur borið á þeirri staðreynd í umfjöllun fjölmiðla að um 30% þeirra sem ekki mættu á kjörstað, en svöruðu könnunni, hafi ekki gert það vegna þess að sá hinn sami hafi ekki „nennt“ að mæta. (Gæsalappirnar í þessu tilviki þjóna afar mikilvægum tilgangi þar sem erfitt er að alhæfa um merkingu orðsins að nenna sé stærra samhengi ekki gefið.) Er sú tala sótt í greiningu Félagsvísindastofnunar á mögulegum ástæðum þess að kjörsókn hafa verið líkt og raunir báru vitni. Hinsvegar kemur þó sterkast fram, í um 41% tilvika að þeir sem ekki sóttu kjörstaði hafi ekki átt sér samsvörun með neinum af þeim stjórnmálaflokkum sem voru í framboði eða ekki talið þá höfða til sín. Áhugvert er að velta fyrir sér hvers vegna svo stór hópur aðspurðra telji sig ekki hafa fundið samsvörun með nokkrum af þeim stjórnmálaflokkum sem fram buðu í áður nefndum kosningu. Sérstaklega með það sem gefna staðreynd að sjaldan hafi valmöguleikarnir verið jafn margir. Þetta vekur upp spurningar um það hvað það sé þá eiginlega sem unga fólkið vilji, ef ekki einn af þeim urmul flokka sem fram buðu.Hefur ungt fólk hreinlega ekki áhuga á stjórnmálum? Mögulega er ég einhverskonar pólitísk Pollýanna en mitt nærumhverfi og reynsla í starfi innan æskulýðsfélaga landsins leyfir mér að halda að svo sé ekki. Í starfi mínu sem formaður Landssambands Æskulýðsfélaga sé ég á degi hverjum að unga fólkinu í þessu landi er ekki sama. Þess til stuðnings nefni ég og ber á borð afar fjölbreytt og blómlegt starf sjálfstæðra, ungmennarekinna æskulýðsfélaga sem beita sér fyrir afar ólíkum málefnum með afar ólíkum hætti. Hefur gróskan í vexti frjálsra félagasamtaka á Íslandi sjaldan verið meiri, þrátt fyrir að stuðningur hins opinbera við málaflokkunn hafi í mínum minnum aldrei verið lakari. Þetta frumkvæði og þessi drifkraftur gefur mér að ekki skorti á áhugann á málefnum og úrbótum í samfélagi okkar. Heldur virðist þetta undirstrika rofið á milli málefnalegrar þátttöku ungs fólks í samfélaginu og svo stjórmálaþátttöku hinsvegar vegar. Hefur í seinni tíð grafið nokkuð undan beinni aðkomu einstaklinga að starfi stjórnmálaflokka og í staðin hefur orðið mikil aukning í þátttöku fólks fyrir báráttu sértækari málefna. Þessi sveigjanleiki í því með hvaða hætti og að hvaða málefnum fólk beitir sér virðist þannig vera að taka yfir beinni aðkomu fólks að starfi stjórnmálaflokka. Þetta leyfi ég mér að halda hefur stuðlað að því að einstaklingar og þá sérstaklega ungt fólk áttar sig oft ekki á tengingu þeirra málefna sem það skiptir hve mestu við stjórnmálaumræðuna í landinu sem um leið veldur því að einstaklingar skila sér ekki á kjörstað. Því velti ég því fyrir mér hvort það sé í raun ekkert í málefnastarfi þeirra stjórnmálaflokka sem til sveitastjórna buðu sem olli því kosningaþátttaka var jafn lök og við höfum nú fengið staðfest eða hvort við þurfum að stokka upp í, ekki aðeins því hvernig við lýtum á stjórnmál og hvernig stjórnmálamenninginn í landinu býður fólki til þátttöku heldur einnig og sér í lagi hvernig framkvæmd kosninga er háttað. Sveigjanleiki fólks og fjölbreytni í pólitískri þátttöku, breyttar hefðir og venjur samfélagsmiðlasamfélagsins hlýtur að þurfa að hafa áhrif á það hvernig við framkvæmum kosningar. Í sömu rannsókn og áður hefur verið bent á, svaraði meirihluti þeirra sem ekki kaus, að sá hinn sami hefði líklega kosið hefði verið boðið uppá möguleikann á því að kjósa rafrænt. Málefni og starf stjórnmálaflokkanna verður að taka til til greina að ungt fólk sér ekki samsvörun með þeim málefnum sem þau lögðu fram og þarfnast þar af leiðandi úrbóta. Við sem samfélag þurfum að eiga samtal um það hvernig við viljum að virkni lýðræðisins fari fram og að gera okkur grein fyrir því að þessi málefni eru engum óviðkomandi. Við þurfum að styrkja stoðir sjálftætt starfandi æskulýðsfélaga sem er margsannað að eykur áhuga og pólitíska þátttöku ungs fólks.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar