Hverju nennum við þá? Hreiðar Már Árnason skrifar 1. nóvember 2014 12:45 Dræm þátttaka í kosningum á Íslandi er staðreynd sé litið til sveitastjórnakosninga árið 2014. Ný hafin skráning á kjörsókn einstaklinga eftir aldri hefur þannig veitt okkur áður ómögulega sýn inn í aldursdreifingu kjörsóknar og verður að segja að niðurstöðurnar eru okkur sem starfa að málefnum æsku landsins nokkuð sláandi. Er þetta sérstaklega merkilegt með tilliti til þeirrar staðreyndar að áhuga íslendinga og þá sér í lagi ungra Íslendinga á stjórnmálum er afar svipaður því sem við höfum séð í gegnum tíðina sé litið til kosningarannsóknar Ólafs Þ. Harðarsonar. Mikið hefur borið á þeirri staðreynd í umfjöllun fjölmiðla að um 30% þeirra sem ekki mættu á kjörstað, en svöruðu könnunni, hafi ekki gert það vegna þess að sá hinn sami hafi ekki „nennt“ að mæta. (Gæsalappirnar í þessu tilviki þjóna afar mikilvægum tilgangi þar sem erfitt er að alhæfa um merkingu orðsins að nenna sé stærra samhengi ekki gefið.) Er sú tala sótt í greiningu Félagsvísindastofnunar á mögulegum ástæðum þess að kjörsókn hafa verið líkt og raunir báru vitni. Hinsvegar kemur þó sterkast fram, í um 41% tilvika að þeir sem ekki sóttu kjörstaði hafi ekki átt sér samsvörun með neinum af þeim stjórnmálaflokkum sem voru í framboði eða ekki talið þá höfða til sín. Áhugvert er að velta fyrir sér hvers vegna svo stór hópur aðspurðra telji sig ekki hafa fundið samsvörun með nokkrum af þeim stjórnmálaflokkum sem fram buðu í áður nefndum kosningu. Sérstaklega með það sem gefna staðreynd að sjaldan hafi valmöguleikarnir verið jafn margir. Þetta vekur upp spurningar um það hvað það sé þá eiginlega sem unga fólkið vilji, ef ekki einn af þeim urmul flokka sem fram buðu.Hefur ungt fólk hreinlega ekki áhuga á stjórnmálum? Mögulega er ég einhverskonar pólitísk Pollýanna en mitt nærumhverfi og reynsla í starfi innan æskulýðsfélaga landsins leyfir mér að halda að svo sé ekki. Í starfi mínu sem formaður Landssambands Æskulýðsfélaga sé ég á degi hverjum að unga fólkinu í þessu landi er ekki sama. Þess til stuðnings nefni ég og ber á borð afar fjölbreytt og blómlegt starf sjálfstæðra, ungmennarekinna æskulýðsfélaga sem beita sér fyrir afar ólíkum málefnum með afar ólíkum hætti. Hefur gróskan í vexti frjálsra félagasamtaka á Íslandi sjaldan verið meiri, þrátt fyrir að stuðningur hins opinbera við málaflokkunn hafi í mínum minnum aldrei verið lakari. Þetta frumkvæði og þessi drifkraftur gefur mér að ekki skorti á áhugann á málefnum og úrbótum í samfélagi okkar. Heldur virðist þetta undirstrika rofið á milli málefnalegrar þátttöku ungs fólks í samfélaginu og svo stjórmálaþátttöku hinsvegar vegar. Hefur í seinni tíð grafið nokkuð undan beinni aðkomu einstaklinga að starfi stjórnmálaflokka og í staðin hefur orðið mikil aukning í þátttöku fólks fyrir báráttu sértækari málefna. Þessi sveigjanleiki í því með hvaða hætti og að hvaða málefnum fólk beitir sér virðist þannig vera að taka yfir beinni aðkomu fólks að starfi stjórnmálaflokka. Þetta leyfi ég mér að halda hefur stuðlað að því að einstaklingar og þá sérstaklega ungt fólk áttar sig oft ekki á tengingu þeirra málefna sem það skiptir hve mestu við stjórnmálaumræðuna í landinu sem um leið veldur því að einstaklingar skila sér ekki á kjörstað. Því velti ég því fyrir mér hvort það sé í raun ekkert í málefnastarfi þeirra stjórnmálaflokka sem til sveitastjórna buðu sem olli því kosningaþátttaka var jafn lök og við höfum nú fengið staðfest eða hvort við þurfum að stokka upp í, ekki aðeins því hvernig við lýtum á stjórnmál og hvernig stjórnmálamenninginn í landinu býður fólki til þátttöku heldur einnig og sér í lagi hvernig framkvæmd kosninga er háttað. Sveigjanleiki fólks og fjölbreytni í pólitískri þátttöku, breyttar hefðir og venjur samfélagsmiðlasamfélagsins hlýtur að þurfa að hafa áhrif á það hvernig við framkvæmum kosningar. Í sömu rannsókn og áður hefur verið bent á, svaraði meirihluti þeirra sem ekki kaus, að sá hinn sami hefði líklega kosið hefði verið boðið uppá möguleikann á því að kjósa rafrænt. Málefni og starf stjórnmálaflokkanna verður að taka til til greina að ungt fólk sér ekki samsvörun með þeim málefnum sem þau lögðu fram og þarfnast þar af leiðandi úrbóta. Við sem samfélag þurfum að eiga samtal um það hvernig við viljum að virkni lýðræðisins fari fram og að gera okkur grein fyrir því að þessi málefni eru engum óviðkomandi. Við þurfum að styrkja stoðir sjálftætt starfandi æskulýðsfélaga sem er margsannað að eykur áhuga og pólitíska þátttöku ungs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Dræm þátttaka í kosningum á Íslandi er staðreynd sé litið til sveitastjórnakosninga árið 2014. Ný hafin skráning á kjörsókn einstaklinga eftir aldri hefur þannig veitt okkur áður ómögulega sýn inn í aldursdreifingu kjörsóknar og verður að segja að niðurstöðurnar eru okkur sem starfa að málefnum æsku landsins nokkuð sláandi. Er þetta sérstaklega merkilegt með tilliti til þeirrar staðreyndar að áhuga íslendinga og þá sér í lagi ungra Íslendinga á stjórnmálum er afar svipaður því sem við höfum séð í gegnum tíðina sé litið til kosningarannsóknar Ólafs Þ. Harðarsonar. Mikið hefur borið á þeirri staðreynd í umfjöllun fjölmiðla að um 30% þeirra sem ekki mættu á kjörstað, en svöruðu könnunni, hafi ekki gert það vegna þess að sá hinn sami hafi ekki „nennt“ að mæta. (Gæsalappirnar í þessu tilviki þjóna afar mikilvægum tilgangi þar sem erfitt er að alhæfa um merkingu orðsins að nenna sé stærra samhengi ekki gefið.) Er sú tala sótt í greiningu Félagsvísindastofnunar á mögulegum ástæðum þess að kjörsókn hafa verið líkt og raunir báru vitni. Hinsvegar kemur þó sterkast fram, í um 41% tilvika að þeir sem ekki sóttu kjörstaði hafi ekki átt sér samsvörun með neinum af þeim stjórnmálaflokkum sem voru í framboði eða ekki talið þá höfða til sín. Áhugvert er að velta fyrir sér hvers vegna svo stór hópur aðspurðra telji sig ekki hafa fundið samsvörun með nokkrum af þeim stjórnmálaflokkum sem fram buðu í áður nefndum kosningu. Sérstaklega með það sem gefna staðreynd að sjaldan hafi valmöguleikarnir verið jafn margir. Þetta vekur upp spurningar um það hvað það sé þá eiginlega sem unga fólkið vilji, ef ekki einn af þeim urmul flokka sem fram buðu.Hefur ungt fólk hreinlega ekki áhuga á stjórnmálum? Mögulega er ég einhverskonar pólitísk Pollýanna en mitt nærumhverfi og reynsla í starfi innan æskulýðsfélaga landsins leyfir mér að halda að svo sé ekki. Í starfi mínu sem formaður Landssambands Æskulýðsfélaga sé ég á degi hverjum að unga fólkinu í þessu landi er ekki sama. Þess til stuðnings nefni ég og ber á borð afar fjölbreytt og blómlegt starf sjálfstæðra, ungmennarekinna æskulýðsfélaga sem beita sér fyrir afar ólíkum málefnum með afar ólíkum hætti. Hefur gróskan í vexti frjálsra félagasamtaka á Íslandi sjaldan verið meiri, þrátt fyrir að stuðningur hins opinbera við málaflokkunn hafi í mínum minnum aldrei verið lakari. Þetta frumkvæði og þessi drifkraftur gefur mér að ekki skorti á áhugann á málefnum og úrbótum í samfélagi okkar. Heldur virðist þetta undirstrika rofið á milli málefnalegrar þátttöku ungs fólks í samfélaginu og svo stjórmálaþátttöku hinsvegar vegar. Hefur í seinni tíð grafið nokkuð undan beinni aðkomu einstaklinga að starfi stjórnmálaflokka og í staðin hefur orðið mikil aukning í þátttöku fólks fyrir báráttu sértækari málefna. Þessi sveigjanleiki í því með hvaða hætti og að hvaða málefnum fólk beitir sér virðist þannig vera að taka yfir beinni aðkomu fólks að starfi stjórnmálaflokka. Þetta leyfi ég mér að halda hefur stuðlað að því að einstaklingar og þá sérstaklega ungt fólk áttar sig oft ekki á tengingu þeirra málefna sem það skiptir hve mestu við stjórnmálaumræðuna í landinu sem um leið veldur því að einstaklingar skila sér ekki á kjörstað. Því velti ég því fyrir mér hvort það sé í raun ekkert í málefnastarfi þeirra stjórnmálaflokka sem til sveitastjórna buðu sem olli því kosningaþátttaka var jafn lök og við höfum nú fengið staðfest eða hvort við þurfum að stokka upp í, ekki aðeins því hvernig við lýtum á stjórnmál og hvernig stjórnmálamenninginn í landinu býður fólki til þátttöku heldur einnig og sér í lagi hvernig framkvæmd kosninga er háttað. Sveigjanleiki fólks og fjölbreytni í pólitískri þátttöku, breyttar hefðir og venjur samfélagsmiðlasamfélagsins hlýtur að þurfa að hafa áhrif á það hvernig við framkvæmum kosningar. Í sömu rannsókn og áður hefur verið bent á, svaraði meirihluti þeirra sem ekki kaus, að sá hinn sami hefði líklega kosið hefði verið boðið uppá möguleikann á því að kjósa rafrænt. Málefni og starf stjórnmálaflokkanna verður að taka til til greina að ungt fólk sér ekki samsvörun með þeim málefnum sem þau lögðu fram og þarfnast þar af leiðandi úrbóta. Við sem samfélag þurfum að eiga samtal um það hvernig við viljum að virkni lýðræðisins fari fram og að gera okkur grein fyrir því að þessi málefni eru engum óviðkomandi. Við þurfum að styrkja stoðir sjálftætt starfandi æskulýðsfélaga sem er margsannað að eykur áhuga og pólitíska þátttöku ungs fólks.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun