Ofbauð rykið þar sem sólin var svo lágt á lofti Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2014 11:25 Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir segir það langbest að notast við vaskahúsin á heimilum. Ekki sé sniðugt að hengja þvottinn upp til þerris inni í íbúðum. Vísir/GVA/AÍ „Bækur gera mikið ryk, blöðin. Bara fötin. Stattu úti í sólinni og klæddu þig úr og í. Það þyrlast af manni rykið. Þetta er alveg með ólíkindum. Ég vildi að ég vissi ráðið,“ segir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík, aðspurð um hvað sé til ráða til að lágmarka ryk á heimilum. Ryk verður sérstaklega áberandi á heimilum landsmanna, nú þegar sólin er lágt á lofti og skín inn um glugga. Margrét segir hægt að notast við rykmoppu og að þá sé langbest að notast við rakan klút á moppunni. „Ekki blautan, bara rakan. Það bindur rykið í klútnum í stað þess að þyrla því fram og til baka. Ég var að þurrka af heima hjá mér í gær. Mér ofbauð þegar sólin var svona lágt á lofti og skein inn.“ Margrét segir að ef notast er við þurran klút þá vilji rykið bara færast til og setjast einhvers staðar annars staðar. „Það er til eitt gott ráð þegar fólk er að þurrka af skápum eða skenkjum og það er að taka hlutina alla af og passa að flöturinn sé örugglega þurr áður en raðað er upp aftur. Annars myndast far eins og eftir blaut glös.“Húðflögurnar eru til vandræða Að sögn Margrétar er í raun eina ráðið að binda rykið með rökum klút. „Þessir fjaðrakústar til dæmis, þeir bara þyrla rykinu fram og til baka. Þetta er rosalega áberandi þegar sólin er í þessari stöðu. Þess vegna verð ég svona ánægð á kvöldin því þá er komið myrkur.“ Hún segir fataskiptin einnig gera mikið ryk. „Já, rosalega mikið ryk. Það er mjög gott ráð að setja fataslá út á svalir og viðra fötin af og til úr fataskápnum og hrista bara. Það sest rosa mikið ryk í þetta. Svo eru það húðflögurnar af manni sjálfum þegar maður er að þurrka sér með handklæði. Þetta gerir óttalega mikið ryk. Þetta er eilíft vandamál. Það er engin endanleg lausn við þessu.“Óhollt að láta þvottinn þorna í íbúðinni Margir eiga það til að hengja upp þvott til þerris inni í íbúðinni en Margrét segir það alls ekki sniðuga leið þar sem það valdi miklu ryki. „Reynið að nota vaskahúsin sem fylgja. Ef það er þurrkari inni á baði, elskan mín, hafðu þá lokað inn á bað og opinn glugga ef það er hægt. Barkalaus þurrkari er þá miklu betri. Einhvers staðar verður barkinn að liggja út. Ég hef komið í íbúð þar sem fólk er að þurrka og látið barkann liggja eitthvert út í loftið. Það verður allt yfirfullt.“ Margrét segir það mjög óhollt að vera með þvott sem þornar inni í íbúðinni. „Það gerir svo mikinn raka, það verður að vera með alla glugga opna og þá kemur líka allt göturykið allt inn. Reynið að nota vaskahúsin. Það hafa allir gott af því að hlaupa einn eða tvo stiga. Ef kerling eins og ég get hlaupið milli þriggja hæða fram og til baka um helgar þá geta aðrir það líka.“Eru önnur árstíðarbundin vandamál sem koma upp á heimilinu vegna þess að sólin er svo lágt á lofti?„Sólin á það til að sýna fram á hvað gluggar eru óhreinir bæði að utan og innan. Ráðið er að þvo þá þegar er ekki sól. Manni finnst glerið ekki vera heitt, en það er ótrúlega heitt og það verður allt í röndum og rákum þegar það er þvegið að utan og innan. Gera það frekar þegar það er aðeins farið að kvölda. Eða þegar skýjað er,“ segir Margrét að lokum. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Bækur gera mikið ryk, blöðin. Bara fötin. Stattu úti í sólinni og klæddu þig úr og í. Það þyrlast af manni rykið. Þetta er alveg með ólíkindum. Ég vildi að ég vissi ráðið,“ segir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík, aðspurð um hvað sé til ráða til að lágmarka ryk á heimilum. Ryk verður sérstaklega áberandi á heimilum landsmanna, nú þegar sólin er lágt á lofti og skín inn um glugga. Margrét segir hægt að notast við rykmoppu og að þá sé langbest að notast við rakan klút á moppunni. „Ekki blautan, bara rakan. Það bindur rykið í klútnum í stað þess að þyrla því fram og til baka. Ég var að þurrka af heima hjá mér í gær. Mér ofbauð þegar sólin var svona lágt á lofti og skein inn.“ Margrét segir að ef notast er við þurran klút þá vilji rykið bara færast til og setjast einhvers staðar annars staðar. „Það er til eitt gott ráð þegar fólk er að þurrka af skápum eða skenkjum og það er að taka hlutina alla af og passa að flöturinn sé örugglega þurr áður en raðað er upp aftur. Annars myndast far eins og eftir blaut glös.“Húðflögurnar eru til vandræða Að sögn Margrétar er í raun eina ráðið að binda rykið með rökum klút. „Þessir fjaðrakústar til dæmis, þeir bara þyrla rykinu fram og til baka. Þetta er rosalega áberandi þegar sólin er í þessari stöðu. Þess vegna verð ég svona ánægð á kvöldin því þá er komið myrkur.“ Hún segir fataskiptin einnig gera mikið ryk. „Já, rosalega mikið ryk. Það er mjög gott ráð að setja fataslá út á svalir og viðra fötin af og til úr fataskápnum og hrista bara. Það sest rosa mikið ryk í þetta. Svo eru það húðflögurnar af manni sjálfum þegar maður er að þurrka sér með handklæði. Þetta gerir óttalega mikið ryk. Þetta er eilíft vandamál. Það er engin endanleg lausn við þessu.“Óhollt að láta þvottinn þorna í íbúðinni Margir eiga það til að hengja upp þvott til þerris inni í íbúðinni en Margrét segir það alls ekki sniðuga leið þar sem það valdi miklu ryki. „Reynið að nota vaskahúsin sem fylgja. Ef það er þurrkari inni á baði, elskan mín, hafðu þá lokað inn á bað og opinn glugga ef það er hægt. Barkalaus þurrkari er þá miklu betri. Einhvers staðar verður barkinn að liggja út. Ég hef komið í íbúð þar sem fólk er að þurrka og látið barkann liggja eitthvert út í loftið. Það verður allt yfirfullt.“ Margrét segir það mjög óhollt að vera með þvott sem þornar inni í íbúðinni. „Það gerir svo mikinn raka, það verður að vera með alla glugga opna og þá kemur líka allt göturykið allt inn. Reynið að nota vaskahúsin. Það hafa allir gott af því að hlaupa einn eða tvo stiga. Ef kerling eins og ég get hlaupið milli þriggja hæða fram og til baka um helgar þá geta aðrir það líka.“Eru önnur árstíðarbundin vandamál sem koma upp á heimilinu vegna þess að sólin er svo lágt á lofti?„Sólin á það til að sýna fram á hvað gluggar eru óhreinir bæði að utan og innan. Ráðið er að þvo þá þegar er ekki sól. Manni finnst glerið ekki vera heitt, en það er ótrúlega heitt og það verður allt í röndum og rákum þegar það er þvegið að utan og innan. Gera það frekar þegar það er aðeins farið að kvölda. Eða þegar skýjað er,“ segir Margrét að lokum.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira