Innlent

Þorsteinn nú rétthafi lénsins DV.is

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorsteinn Guðnason á miðri mynd fyrir stjórnarfund hjá DV ehf fyrr í haust.
Þorsteinn Guðnason á miðri mynd fyrir stjórnarfund hjá DV ehf fyrr í haust. Vísir/Anton
Sú breyting hefur verið gerð á skráningu vefsíðunnar DV.is að lénið er nú skráð á Þorstein Guðnason, stjórnarformann DV, en ekki á DV ehf. Með öðrum orðum er vefsíðan ekki lengur í eigu einkahlutafélagsins heldur Þorsteins.

Samkvæmt upplýsingum um skráningu léna á vefsíðunni ISNIC.is var síðasta breyting á skráningarskírteini DV.is gerð þann 10. október síðastliðinn. Nú er Þorsteinn einnig skráður sem greiðandi að léninu. DV.is er stærsta eign DV ehf.

„Ég hef ekkert um málið að segja,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir náði af honum tali fyrir stundu.



Skráningarskírteini DV.is
Uppfært klukkan 18.07

Í tölvupósti sem Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV, sendi í kvöld kemur fram að unnið sé að lagfæringu á skráningunni. „Það stóð aldrei til að breyta því að DV ehf er rétthafi DV.is lénsins,“ segir Hallgrímur. „Það þurfti að breyta um tæknilegan tengilið og greiðanda fyrir lénið í skráningunni hjá Isnic vegna mannabreytinga á DV í haust. Eitthvað skolaðist til í þeirri umskráningu.“

Hann segir að unnið sé að því að skrá DV ehf. aftur sem rétthafa lénsins.


Tengdar fréttir

IMMI varar við skýrslu Eggerts og Eyglóar

Hugmyndir um að blaðamenn taki þátt í kostnaði vegna málsókna eru fordæmdar. Þá er goldinn varhugur við ritskoðunarhugmyndum athugasemdakerfa.

Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar

"Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt."

Segir Eggert hafa dylgjað um sig

Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, segist hafa "verulegar efasemdir" um að Eggerti Skúlasyni "hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×