Jafnlaunastefna sveitarfélaganna Gróa Margrét Valdimarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 12:09 Ég er tónlistarskólakennari og er búin að vera í verkfalli í rúmlega tvær vikur. Að mínu mati er löngu komið nóg og ég vil komast aftur í vinnuna. Mér finnst mjög erfitt að vita af nemendum mínum sem eru að missa af mikilvægum tíma í sínu námi og voru komin á gott skrið eftir sumarið. Ég gæti talað um ágæti tónlistarkennslu því það er mjög mikilvægt viðfangsefni sem ég vil endilega ræða. En í staðinn fyrir það ætla ég benda á ákveðin atriði sem snúa beint að kjaradeilunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er með jafnlaunastefnu en það virðist enginn vilji vera til að semja við tónlistarskólakennara. Jú, nú segir samninganefnd sveitarfélaga að við getum fengið sambærileg laun við aðra kennara ef við göngumst við kröfum sem eru ekki bjóðandi nokkrum manni. Ég veit ekki einu sinni hvort þær eru löglegar eða komi í veg fyrir að starf mitt verði í samræmi við aðalnámskrá. Sveitarfélögin vilja nefnilega geta einhliða ákveðið fjölda kennsluvikna á ári fyrir tónlistarskólana og þar með vinnustundir í hverri viku. Því styttra sem skólaárið er því lengri er hver vinnuvika. Finnst fólki í lagi að skikka sína starfsmenn til að vinna 53 stundir á viku eða jafnvel meira? Fyndist þér, kæri sveitarstjórnarmaður, eðlilegt að vera skikkaður til að vera í vinnunni, án þess að fá yfirvinnu borgaða, í 10-11 tíma á dag á móti því að fá lengra sumarfrí? Ég er ekki tilbúin í það, ég vil hafa val um eðlilegan vinnudag. Þar fyrir utan tel ég það mjög ófaglegt fyrir starfið og koma niður á nemendum að vera aðeins að kenna 3/5 hluta ársins. Ég vil taka það fram að ég er nokkuð viss um að þó við kennum meira í hverri viku þá birtist það ekki í meiri þjónustu við hvern nemanda heldur verðum við með fleiri nemendur. Sem sagt nemendur fá minni þjónustu því skólaárið er styttra. Skiptir útkoman hér engu máli? Það má kannski líkja þessu við íþróttaiðkun. Það yrði seint árangur af íþrótt sem væri aðeins stunduð í sjö og hálfan mánuð á ári. Hitt atriðið sem boðið er upp á er taka af álagsgreiðslur fyrir nemendur í hálfu námi. Nemandi í fullu námi fær klukkutíma í einkakennslu á viku. Nemandi í hálfu námi fær hálftíma. Hins vegar er svipaður undirbúningur fyrir báða nemendurna. Þeir spila báðir á nokkrum tónleikum, það eru samskipti við foreldra beggja nemenda, það er gerð einstaklingsnámsskrá fyrir þá báða, það sama má segja um námsmat og umsagnir svo eitthvað sé nefnt. Að mínu mati er hægt að líkja þessu við fundi hjá sveitarstjórnarmönnum. Ef þú kemur tveimur fundum með mismunandi fólki fyrir á klukkutíma er þá sjálfgefið að undirbúningstíminn sé sá sami og ef þú varst á einum fundi í klukkutíma? Nei, líklegra er að undirbúningstíminn sé mun lengri og að eftirfylgni fundanna sé meiri en ef um einn fund hefði verið að ræða. Fyndist þér eðlilegt að þú ynnir undirbúningsvinnuna fyrir annan fundinn launalaust því fundirnir tóku nú bara klukkutíma samanlagt? Við erum ekki að fara fram á að fá tvisvar sinnum meira borgað fyrir undirbúning fyrir nemendurna í hálfu námi en finnst eðlilegt að halda því aukaálagi sem var samið um í síðustu kjarasamningum. Eins og þetta snýr að mér þá finnst mér starfi mínu sýnd lítilsvirðing og með því að setja fram kröfur sem engan vegin er hægt að verða við er heillri starfsstétt haldið í gíslingu. Ég er stolt af því að vera tónlistarkennari og vona að Samband íslenskra sveitarfélaga sjái sóma sinn í að semja við okkur sem fyrst og hlúa þannig að mikilvægum hluta menntakerfis okkar Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég er tónlistarskólakennari og er búin að vera í verkfalli í rúmlega tvær vikur. Að mínu mati er löngu komið nóg og ég vil komast aftur í vinnuna. Mér finnst mjög erfitt að vita af nemendum mínum sem eru að missa af mikilvægum tíma í sínu námi og voru komin á gott skrið eftir sumarið. Ég gæti talað um ágæti tónlistarkennslu því það er mjög mikilvægt viðfangsefni sem ég vil endilega ræða. En í staðinn fyrir það ætla ég benda á ákveðin atriði sem snúa beint að kjaradeilunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er með jafnlaunastefnu en það virðist enginn vilji vera til að semja við tónlistarskólakennara. Jú, nú segir samninganefnd sveitarfélaga að við getum fengið sambærileg laun við aðra kennara ef við göngumst við kröfum sem eru ekki bjóðandi nokkrum manni. Ég veit ekki einu sinni hvort þær eru löglegar eða komi í veg fyrir að starf mitt verði í samræmi við aðalnámskrá. Sveitarfélögin vilja nefnilega geta einhliða ákveðið fjölda kennsluvikna á ári fyrir tónlistarskólana og þar með vinnustundir í hverri viku. Því styttra sem skólaárið er því lengri er hver vinnuvika. Finnst fólki í lagi að skikka sína starfsmenn til að vinna 53 stundir á viku eða jafnvel meira? Fyndist þér, kæri sveitarstjórnarmaður, eðlilegt að vera skikkaður til að vera í vinnunni, án þess að fá yfirvinnu borgaða, í 10-11 tíma á dag á móti því að fá lengra sumarfrí? Ég er ekki tilbúin í það, ég vil hafa val um eðlilegan vinnudag. Þar fyrir utan tel ég það mjög ófaglegt fyrir starfið og koma niður á nemendum að vera aðeins að kenna 3/5 hluta ársins. Ég vil taka það fram að ég er nokkuð viss um að þó við kennum meira í hverri viku þá birtist það ekki í meiri þjónustu við hvern nemanda heldur verðum við með fleiri nemendur. Sem sagt nemendur fá minni þjónustu því skólaárið er styttra. Skiptir útkoman hér engu máli? Það má kannski líkja þessu við íþróttaiðkun. Það yrði seint árangur af íþrótt sem væri aðeins stunduð í sjö og hálfan mánuð á ári. Hitt atriðið sem boðið er upp á er taka af álagsgreiðslur fyrir nemendur í hálfu námi. Nemandi í fullu námi fær klukkutíma í einkakennslu á viku. Nemandi í hálfu námi fær hálftíma. Hins vegar er svipaður undirbúningur fyrir báða nemendurna. Þeir spila báðir á nokkrum tónleikum, það eru samskipti við foreldra beggja nemenda, það er gerð einstaklingsnámsskrá fyrir þá báða, það sama má segja um námsmat og umsagnir svo eitthvað sé nefnt. Að mínu mati er hægt að líkja þessu við fundi hjá sveitarstjórnarmönnum. Ef þú kemur tveimur fundum með mismunandi fólki fyrir á klukkutíma er þá sjálfgefið að undirbúningstíminn sé sá sami og ef þú varst á einum fundi í klukkutíma? Nei, líklegra er að undirbúningstíminn sé mun lengri og að eftirfylgni fundanna sé meiri en ef um einn fund hefði verið að ræða. Fyndist þér eðlilegt að þú ynnir undirbúningsvinnuna fyrir annan fundinn launalaust því fundirnir tóku nú bara klukkutíma samanlagt? Við erum ekki að fara fram á að fá tvisvar sinnum meira borgað fyrir undirbúning fyrir nemendurna í hálfu námi en finnst eðlilegt að halda því aukaálagi sem var samið um í síðustu kjarasamningum. Eins og þetta snýr að mér þá finnst mér starfi mínu sýnd lítilsvirðing og með því að setja fram kröfur sem engan vegin er hægt að verða við er heillri starfsstétt haldið í gíslingu. Ég er stolt af því að vera tónlistarkennari og vona að Samband íslenskra sveitarfélaga sjái sóma sinn í að semja við okkur sem fyrst og hlúa þannig að mikilvægum hluta menntakerfis okkar Íslendinga.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar