Nýtt líf Völu Grand: "Ég ætla að verða markaðsgúrú“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2014 12:30 Vala elskar bekkina á sólbaðsstofunni. Segir þá þá bestu á landinu. vísir/ernir „Mér var boðin þessi vinna út af því að ég er svo góð í að markaðssetja. Ég hef áhuga á þessu. Mér finnst gaman að hjálpa nýjum fyrirtækjum að byggja sig upp. Það er eitthvað við þetta starf. Ég er að fíla mig. Mér finnst svo gaman að taka að mér ný verkefni,“ segir athafnakonan Vala Grand. Hún er orðin markaðsstjóri hjá sólbaðsstofunni Sól Stúdíó í Kópavogi sem opnaði fyrir rétt rúmlega mánuði. „Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt en stundum fæ ég leið. Þá læt ég mig fara. Ég held ég verði hér í smá stund enda erum við með flottustu bekki landsins. Það skemmtilega við þá er að við erum með snúru í bekkjunum sem þú getur tengt við síma eða iPad og þá geturðu hlustað á þína eigin tónlist. Þá þarftu ekki að hlusta á einhverja ógeðslega leiðinlega tónlist í útvarpinu,“ segir Vala og bætir við að það sé einnig wifi-tenging á stofunni.Völu dreymir um að verða markaðsgúrú.En er eitthvað vit í að reka sólbaðsstofu í dag? „Það er mikill bisness í þessu. Mér brá hvað eru margir sem koma í ljós,“ segir Vala sem hefur sinnt markaðsstjórastarfinu í viku. „Sumum líður bara eins og þeir sé naktir ef þeir eru hvítir og vilja þess vegna vera brúnir. Það er nóg að gera hér og fyrirtækið er alltaf að stækka og stækka. Ég held að ég sé rétta manneskjan til að koma þessu fyrirtæki á framfæri,“ bætir Vala við og er strax komin með markaðsherferð fyrir jólatörnina. „Ég segi við alla núna að markaðsherferð Sól Stúdíó fyrir jólin sé: Fáðu lit fyrir jólin. Eða: Ekki vera næpa um jólin. Komdu hingað og vertu brún/n og sæt/ur um jólin,“ segir hún hlæjandi. Það er ekki að ástæðulausu að Vala tók að sér starfið enda dreymir hana um að fara í háskólanám í markaðsfræðum. „Ég er alltaf á leiðinni í skóla í eitthvað sem tengist markaðsfræðum. Þetta starf er upphitun fyrir námið. Mig langaði að læra aðeins á vinnumarkaðinum og taka síðan stöðupróf í háskólanum og fara í markaðsfræði. Ég ætla að verða markaðsgúrú. Þetta er bara byrjunin,“ segir hún.Vala og Gunnar Már.Gunnar Már Levísson rekur Sól Stúdíó og er hæstánægður með að fá Völu í vinnu. Svo ánægður að hann og Vala ætla að bjóða öllum fimmtán prósent afslátt af ljósatímum í nóvember. En það er bara byrjunin því innan skamms ætla þau að fara í heljarinnar markaðsátak. „Við ætlum að finna Sól Stúdíó stelpuna, annað hvort um jólin eða eftir jól. Hún verður í öllum auglýsingum hjá okkur,“ segir Vala. En hvernig á þessi stúlka að vera? „Þessi stelpa á að vera sjálfstæð og full af sjálfstrausti. Stór, lítil, feit eða mjó – það skiptir ekki máli. Hún á bara að vera manneskja sem selur. Og auðvitað fær hún eitthvað í staðinn – allavega ljósatíma,“ segir Vala. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
„Mér var boðin þessi vinna út af því að ég er svo góð í að markaðssetja. Ég hef áhuga á þessu. Mér finnst gaman að hjálpa nýjum fyrirtækjum að byggja sig upp. Það er eitthvað við þetta starf. Ég er að fíla mig. Mér finnst svo gaman að taka að mér ný verkefni,“ segir athafnakonan Vala Grand. Hún er orðin markaðsstjóri hjá sólbaðsstofunni Sól Stúdíó í Kópavogi sem opnaði fyrir rétt rúmlega mánuði. „Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt en stundum fæ ég leið. Þá læt ég mig fara. Ég held ég verði hér í smá stund enda erum við með flottustu bekki landsins. Það skemmtilega við þá er að við erum með snúru í bekkjunum sem þú getur tengt við síma eða iPad og þá geturðu hlustað á þína eigin tónlist. Þá þarftu ekki að hlusta á einhverja ógeðslega leiðinlega tónlist í útvarpinu,“ segir Vala og bætir við að það sé einnig wifi-tenging á stofunni.Völu dreymir um að verða markaðsgúrú.En er eitthvað vit í að reka sólbaðsstofu í dag? „Það er mikill bisness í þessu. Mér brá hvað eru margir sem koma í ljós,“ segir Vala sem hefur sinnt markaðsstjórastarfinu í viku. „Sumum líður bara eins og þeir sé naktir ef þeir eru hvítir og vilja þess vegna vera brúnir. Það er nóg að gera hér og fyrirtækið er alltaf að stækka og stækka. Ég held að ég sé rétta manneskjan til að koma þessu fyrirtæki á framfæri,“ bætir Vala við og er strax komin með markaðsherferð fyrir jólatörnina. „Ég segi við alla núna að markaðsherferð Sól Stúdíó fyrir jólin sé: Fáðu lit fyrir jólin. Eða: Ekki vera næpa um jólin. Komdu hingað og vertu brún/n og sæt/ur um jólin,“ segir hún hlæjandi. Það er ekki að ástæðulausu að Vala tók að sér starfið enda dreymir hana um að fara í háskólanám í markaðsfræðum. „Ég er alltaf á leiðinni í skóla í eitthvað sem tengist markaðsfræðum. Þetta starf er upphitun fyrir námið. Mig langaði að læra aðeins á vinnumarkaðinum og taka síðan stöðupróf í háskólanum og fara í markaðsfræði. Ég ætla að verða markaðsgúrú. Þetta er bara byrjunin,“ segir hún.Vala og Gunnar Már.Gunnar Már Levísson rekur Sól Stúdíó og er hæstánægður með að fá Völu í vinnu. Svo ánægður að hann og Vala ætla að bjóða öllum fimmtán prósent afslátt af ljósatímum í nóvember. En það er bara byrjunin því innan skamms ætla þau að fara í heljarinnar markaðsátak. „Við ætlum að finna Sól Stúdíó stelpuna, annað hvort um jólin eða eftir jól. Hún verður í öllum auglýsingum hjá okkur,“ segir Vala. En hvernig á þessi stúlka að vera? „Þessi stelpa á að vera sjálfstæð og full af sjálfstrausti. Stór, lítil, feit eða mjó – það skiptir ekki máli. Hún á bara að vera manneskja sem selur. Og auðvitað fær hún eitthvað í staðinn – allavega ljósatíma,“ segir Vala.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira