Hin miklu gljúfur jarðar Gauti Geirsson skrifar 7. nóvember 2014 12:07 Síðasta vetur fór ég í heimsreisu til Afríku og Asíu, það eru sléttir níu mánðir síðan ég stóð á brún Fish River Canyon í Namibíu, þriðja stærsta gljúfri heims. Ég stóð á sama kletti og Nama menn höfðu staðið á fyrr á öldum, áður en Þjóðverjar hófu að salla þá niður í nýlendutilraunum sínum fyrir fyrra stríð. Þetta er ótrúlegur staður, útsýnið magnað, gljúfrið stórbrotið. Upplifuninn varð enn meiri vegna þess að ég og ferðafélagar mínir vorum eina fólkið á svæðinu fyrir utan Þjóðverja á bílaleigubíl í 3 km fjarlægð. Tæplega þremur árum áður upplifði ég svipað náttúrufyrirbrigði í Grand Canyon í Bandaríkjum N-Ameríku (ekki stærsta gljúfri heims heldur annað stærsta á eftir Tsangpo Canyon í Tíbet). Þar var stemmingin öðruvísi í landi hinna frjálsu, fyrst mætti mér sölustöð sem seldi passa á gljúfrið og svo minjagripabúðir þar sem ég, draumaferðamaðurinn eyddi alltof of miklu í lyklakippur og fleiri muni til að sýna hversu fróður og víðförull ég væri. Ég ætla ekki að lýsa upplifuninni í smáatriðum en í stórum dráttum var hún líka ansi góð, þúsund manns iðuðu um og kepptust við að taka myndir af sjálfu sér, kíkja fram af brúninni og einhverjir þrjóskuðust við að njóta augnabliksins.Þjóðgarðsvörður í Namibíu Segjum svo að ég ímyndi mér að ég þurfi að vera þjóðgarðsvörður í öðru hvoru gljúfrinu (pínu random en okei). Ég hugsa mig vel um, sé kostina í frelsinu og ónýttu tækifærunum í Namibíu. Þó eru þar ókostir, það er lengra í þjónustu, svæðið er einangrað og Grand Canyon hefur það forskot að vera þjóðgarðamiðstöð fyrir öll gljúfur í heiminum og því margfalt stærri starfsstöð(styttra í Las Vegas líka). Namibía verður þó á endanum fyrir valinu og ég flyt allt mitt hafurtask þangað. Það líða 10 ár, ég er enn þjóðgarðsvörður í Namibíu, hef unnið mig upp stigann og er orðinn yfirmaður með fullt af frábæru starfsfólki með allskonar sérfræðiþekkingu. Starfsmannafélagið er öflugt, það var með paintball mót í yfirgefnum námubæ í síðastamánuði og við tökum reglulega fótboltaleiki við heimamenn. Við höfum hinsvegar átt undir högg að sækja að undanförnu vegna niðurskurðar og sífækkandi starfsfólks. Hinsvegar var að taka við nýr yfirmaður í þjóðgarðamiðstöðinni og það virtist vera stefnubreyting í farvatninu. Yfirmaðurinn flutti nokkra jarðfræðinga til Tíbet til að styrkja starfsstöðina þar. Það var mjög umdeild ákvörðun en mér hugnaðist hún ágætlega, jafnvel þótt ég fengi enga starfsmenn til Namibíu var þetta breyttur hugsunarháttur, við fengjum hugsanlega aukið vægi í framtíðinni. Í Grand Canyon var allt á hvolfi, hið virta tímarit „Canyon News“ fór mikinn í gagnrýni sinni ásamt flestum fagtímaritum og undir tóku stéttarfélög, sömu aðilar og sögðu ekkert þegar ég og fleiri misstum sumt af okkar góða starfsfólki í burtu. Það versta í þessu öllu saman er að yfirmaðurinn virðist hafa fælst við þessa gagnrýni og lítið bólar á aðgerðum fyrir okkur hin. Réttlætiskenndin í manni brýst fram í formi pirrings og reiði, af hverju þetta skilningsleysi?Byggðir landsins En hvernig bregst maður við skilningsleysi og óréttlæti án þess að vera að aumka sér? Hvernig kemur maður frá sér sínum sjónarmiðum án þess að setja aðilann sem maður er að reyna að ná til í vörn og hvernig er hægt að sannfæra þjóðina um að raunveruleg byggðastefna er ekki sósíalísk aðgerð greidd af hinum mörgu fyrir hina fáu eins og Gísli Marteinn sagði heldur þjóðhagslega og menningarlega hagkvæm aðgerð. Ef við horfum bara á hagfræðilegu hliðina þá hefur þjóðin ekki efni á að landsbyggðin drabbist niður með veikari innviðum, það gleymist ótrúlega oft að megnið af gjaldeyristekjum landsins koma af landsbyggðinni. Frjálshyggjumaðurinn Gísli Marteinn ætti að hugsa næst um þá beinhörðu peninga sem streyma hingað suður áður en hann hendir næstu sprengju í þá hugmyndafræðilegu gjá sem er að myndast á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar. En hvernig brúum við þá gjá? Mér finnst að fyrst af öllu þurfi umræðan að breytast. Umfjöllun og umræðan í heild er því miður mjög oft höfuðborgarsvæðis miðuð. Ekki hefur hjálpað til að starfsstöðvar Rúv (útvarp allra landsmanna) hafa verið skornar niður eða lagðar af. Til dæmis ná fréttir frá mínum Vestfjarðakjálka yfirleitt bara í sjö fréttirnar ef það eru snjóflóð, rafmagnslaust eða verið að segja upp starfsfólki (mjög líklega ríkisstarfsfólki). Þetta kemur niður á ímynd svæðisins og ef ég vissi ekki betur væri ég ekkert sérstaklega spenntur að flytja vestur í það ástand. Það ætti nefnilega ekki að þurfa sérstakan Gísla Einars með Landa þátt til að reyna að hífa landsbyggðina uppúr því svaði sem umræðan hefur skilið hana eftir í. Landsbyggðin á að vera á pari við höfuðborgina í umræðu og umfjöllun og njóta sanngirnis. Þegar umræðan er kominn á gott ról og ímyndin orðin heilbrigðari þarf að tækla byggðavandann sem enn er til staðar. Byggðavandi er ekki nýr af nálinni en mótaðgerðir gegn honum hafa verið tilviljanakenndar og ómarkvissar. Það eru til ótal leiðir til að leysa þennan vanda, sveitarfélögin ættu að fá meira til baka frá ríkinu og hafa meira um það að segja hvernig peningunum er varið heima í héraði, skattar ættu að vera lægri á fyrirtæki og einstaklinga á harðbýlari svæðum líkt og tíðkast í Noregi og ríkið ætti að hafa öflugar starfsstöðvar frá sínum stofnunum á víð og dreif um landið (það sé ekki geðþótti einstaka forstjóra heldur heildstæð stefna), allt eftir styrkleikum hvers svæðis. Þetta eru aðgerðir sem eru borðleggjandi. Ef þingmenn sleppa flokkapólitíkinni í smá stund hljóta þeir að sammælast um jafn sjálfsagða og skynsama hluti sem renna styrkari stoðum undir byggðir landsins, líkt og stefnan verður vonandi með dreifðu gljúfrin. Ég vil nefnilega öfluga þjóðgarðamiðstöð í Grand Canyon, uppsprettu þekkingar og miðstöð þjónustu en jafnframt framúrskarandi sjálfstæða kjarna í hinum miklu gljúfrum jarðar. Vonandi þú líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Síðasta vetur fór ég í heimsreisu til Afríku og Asíu, það eru sléttir níu mánðir síðan ég stóð á brún Fish River Canyon í Namibíu, þriðja stærsta gljúfri heims. Ég stóð á sama kletti og Nama menn höfðu staðið á fyrr á öldum, áður en Þjóðverjar hófu að salla þá niður í nýlendutilraunum sínum fyrir fyrra stríð. Þetta er ótrúlegur staður, útsýnið magnað, gljúfrið stórbrotið. Upplifuninn varð enn meiri vegna þess að ég og ferðafélagar mínir vorum eina fólkið á svæðinu fyrir utan Þjóðverja á bílaleigubíl í 3 km fjarlægð. Tæplega þremur árum áður upplifði ég svipað náttúrufyrirbrigði í Grand Canyon í Bandaríkjum N-Ameríku (ekki stærsta gljúfri heims heldur annað stærsta á eftir Tsangpo Canyon í Tíbet). Þar var stemmingin öðruvísi í landi hinna frjálsu, fyrst mætti mér sölustöð sem seldi passa á gljúfrið og svo minjagripabúðir þar sem ég, draumaferðamaðurinn eyddi alltof of miklu í lyklakippur og fleiri muni til að sýna hversu fróður og víðförull ég væri. Ég ætla ekki að lýsa upplifuninni í smáatriðum en í stórum dráttum var hún líka ansi góð, þúsund manns iðuðu um og kepptust við að taka myndir af sjálfu sér, kíkja fram af brúninni og einhverjir þrjóskuðust við að njóta augnabliksins.Þjóðgarðsvörður í Namibíu Segjum svo að ég ímyndi mér að ég þurfi að vera þjóðgarðsvörður í öðru hvoru gljúfrinu (pínu random en okei). Ég hugsa mig vel um, sé kostina í frelsinu og ónýttu tækifærunum í Namibíu. Þó eru þar ókostir, það er lengra í þjónustu, svæðið er einangrað og Grand Canyon hefur það forskot að vera þjóðgarðamiðstöð fyrir öll gljúfur í heiminum og því margfalt stærri starfsstöð(styttra í Las Vegas líka). Namibía verður þó á endanum fyrir valinu og ég flyt allt mitt hafurtask þangað. Það líða 10 ár, ég er enn þjóðgarðsvörður í Namibíu, hef unnið mig upp stigann og er orðinn yfirmaður með fullt af frábæru starfsfólki með allskonar sérfræðiþekkingu. Starfsmannafélagið er öflugt, það var með paintball mót í yfirgefnum námubæ í síðastamánuði og við tökum reglulega fótboltaleiki við heimamenn. Við höfum hinsvegar átt undir högg að sækja að undanförnu vegna niðurskurðar og sífækkandi starfsfólks. Hinsvegar var að taka við nýr yfirmaður í þjóðgarðamiðstöðinni og það virtist vera stefnubreyting í farvatninu. Yfirmaðurinn flutti nokkra jarðfræðinga til Tíbet til að styrkja starfsstöðina þar. Það var mjög umdeild ákvörðun en mér hugnaðist hún ágætlega, jafnvel þótt ég fengi enga starfsmenn til Namibíu var þetta breyttur hugsunarháttur, við fengjum hugsanlega aukið vægi í framtíðinni. Í Grand Canyon var allt á hvolfi, hið virta tímarit „Canyon News“ fór mikinn í gagnrýni sinni ásamt flestum fagtímaritum og undir tóku stéttarfélög, sömu aðilar og sögðu ekkert þegar ég og fleiri misstum sumt af okkar góða starfsfólki í burtu. Það versta í þessu öllu saman er að yfirmaðurinn virðist hafa fælst við þessa gagnrýni og lítið bólar á aðgerðum fyrir okkur hin. Réttlætiskenndin í manni brýst fram í formi pirrings og reiði, af hverju þetta skilningsleysi?Byggðir landsins En hvernig bregst maður við skilningsleysi og óréttlæti án þess að vera að aumka sér? Hvernig kemur maður frá sér sínum sjónarmiðum án þess að setja aðilann sem maður er að reyna að ná til í vörn og hvernig er hægt að sannfæra þjóðina um að raunveruleg byggðastefna er ekki sósíalísk aðgerð greidd af hinum mörgu fyrir hina fáu eins og Gísli Marteinn sagði heldur þjóðhagslega og menningarlega hagkvæm aðgerð. Ef við horfum bara á hagfræðilegu hliðina þá hefur þjóðin ekki efni á að landsbyggðin drabbist niður með veikari innviðum, það gleymist ótrúlega oft að megnið af gjaldeyristekjum landsins koma af landsbyggðinni. Frjálshyggjumaðurinn Gísli Marteinn ætti að hugsa næst um þá beinhörðu peninga sem streyma hingað suður áður en hann hendir næstu sprengju í þá hugmyndafræðilegu gjá sem er að myndast á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar. En hvernig brúum við þá gjá? Mér finnst að fyrst af öllu þurfi umræðan að breytast. Umfjöllun og umræðan í heild er því miður mjög oft höfuðborgarsvæðis miðuð. Ekki hefur hjálpað til að starfsstöðvar Rúv (útvarp allra landsmanna) hafa verið skornar niður eða lagðar af. Til dæmis ná fréttir frá mínum Vestfjarðakjálka yfirleitt bara í sjö fréttirnar ef það eru snjóflóð, rafmagnslaust eða verið að segja upp starfsfólki (mjög líklega ríkisstarfsfólki). Þetta kemur niður á ímynd svæðisins og ef ég vissi ekki betur væri ég ekkert sérstaklega spenntur að flytja vestur í það ástand. Það ætti nefnilega ekki að þurfa sérstakan Gísla Einars með Landa þátt til að reyna að hífa landsbyggðina uppúr því svaði sem umræðan hefur skilið hana eftir í. Landsbyggðin á að vera á pari við höfuðborgina í umræðu og umfjöllun og njóta sanngirnis. Þegar umræðan er kominn á gott ról og ímyndin orðin heilbrigðari þarf að tækla byggðavandann sem enn er til staðar. Byggðavandi er ekki nýr af nálinni en mótaðgerðir gegn honum hafa verið tilviljanakenndar og ómarkvissar. Það eru til ótal leiðir til að leysa þennan vanda, sveitarfélögin ættu að fá meira til baka frá ríkinu og hafa meira um það að segja hvernig peningunum er varið heima í héraði, skattar ættu að vera lægri á fyrirtæki og einstaklinga á harðbýlari svæðum líkt og tíðkast í Noregi og ríkið ætti að hafa öflugar starfsstöðvar frá sínum stofnunum á víð og dreif um landið (það sé ekki geðþótti einstaka forstjóra heldur heildstæð stefna), allt eftir styrkleikum hvers svæðis. Þetta eru aðgerðir sem eru borðleggjandi. Ef þingmenn sleppa flokkapólitíkinni í smá stund hljóta þeir að sammælast um jafn sjálfsagða og skynsama hluti sem renna styrkari stoðum undir byggðir landsins, líkt og stefnan verður vonandi með dreifðu gljúfrin. Ég vil nefnilega öfluga þjóðgarðamiðstöð í Grand Canyon, uppsprettu þekkingar og miðstöð þjónustu en jafnframt framúrskarandi sjálfstæða kjarna í hinum miklu gljúfrum jarðar. Vonandi þú líka.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar