Djammaði með Ringo til sjö um morguninn FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR skrifar 9. nóvember 2014 22:22 Egill, Ringo og Gunnar Þórðarsson. vísir/gva/getty Egill Eðvarðsson, dagskrárgerðarmaður RÚV, er hafsjór af skemmtilegum sögum eins og meðfylgjandi saga ber með sér. Hér segir af því þegar hann, alls óvænt, varð fylgdarmaður Ringos Starr þegar hann spilaði með Stuðmönnum í Atlavík um árið. „Þegar Ringo var væntanlegur til landsins voru Stuðmenn flognir austur í Atlavík og báðu Jónas R. Jónsson að taka á móti honum þegar flugvélin lenti, koma honum í koju og fljúga svo með honum austur daginn eftir. Þetta var seinnipartinn á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi og ég var á leið í sumarbústað með mína fjölskyldu þegar Jónas hringir og segir að Ringo vilji endilega fara út að borða og við hjónin verðum að koma með. Við erum mætt hálftíma síðar á veitingahúsið Arnarhól og erum kynnt fyrir Ringo og Barböru konu hans. Jónas hafði fengið allar upplýsingar um þarfir stjörnunnar, meðal annars það að hann notaði ekkert krydd á matinn og gekk í það að verða við öllum þörfum Bítilsins. Við Jónas náttúrlega þóttumst það miklir heimsborgarar að það hvarflaði ekki að okkur að minnast á Bítlana en það fóru að renna á okkur tvær grímur þegar Ringo var sí og æ að vísa til einhvers frá Bítlatímanum. Fljótlega bætast Sigurjón Sighvatsson og Gunni Þórðar í hópinn og við setjumst að snæðingi. Það er mikið borðað og mikið, mikið drukkið og alltaf heldur Ringo áfram að tala um Bítlana. Það endar með því að ég get ekki stillt mig eftir að hafa horft á allar serímóníurnar í kringum mat trommarans og spyr hvernig í ósköpunum hann hafi eiginlega farið að á Indlandi þar sem allur matur er hressilega kryddaður. „Það var nú ekki flókið,“ sagði Ringo. „Ég pakkaði niður í tvær töskur. Í annarri var enskt kex og í hinni ensk sulta og þegar ég var búinn úr báðum töskunum þá pakkaði ég niður og fór heim.“ Eftir máltíðina var haldið í áframhaldandi gleðskap heima hjá Agli og þar var setið og spilað og drukkið fram á morgun. Egill segir það reyndar lygi sem haldið hefur verið fram að Bítillinn hafi viljað kók í koníakið. Hann hafi drukkið koníak í íslensku appelsíni, sem hafi verið eina blandið sem til var í ísskápnum. „Þarna erum við til klukkan sjö um morguninn við drykkju og spilerí, við Ringo spiluðum til dæmis fjórhent á píanóið og hann söng Yesterday. Gunni Þórðar lét senda eftir gítarnum sínum og spilaði með og þetta var hressandi. Þegar komið er að kveðjustund heimtar Ringo að við Gunni komum með austur í Atlavík, því þetta hafi verið svo gaman. Og það verður úr að við förum austur með honum, ég, Jónas og Gunni, og vorum upp frá því kallaðir bítlagæslumennirnir eins og Stuðmenn sungu síðar um í laginu Hringur og bítlagæslumennirnir.“ Tengdar fréttir Vísurnar voru mín sáluhjálp Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífi hans. 8. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Egill Eðvarðsson, dagskrárgerðarmaður RÚV, er hafsjór af skemmtilegum sögum eins og meðfylgjandi saga ber með sér. Hér segir af því þegar hann, alls óvænt, varð fylgdarmaður Ringos Starr þegar hann spilaði með Stuðmönnum í Atlavík um árið. „Þegar Ringo var væntanlegur til landsins voru Stuðmenn flognir austur í Atlavík og báðu Jónas R. Jónsson að taka á móti honum þegar flugvélin lenti, koma honum í koju og fljúga svo með honum austur daginn eftir. Þetta var seinnipartinn á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi og ég var á leið í sumarbústað með mína fjölskyldu þegar Jónas hringir og segir að Ringo vilji endilega fara út að borða og við hjónin verðum að koma með. Við erum mætt hálftíma síðar á veitingahúsið Arnarhól og erum kynnt fyrir Ringo og Barböru konu hans. Jónas hafði fengið allar upplýsingar um þarfir stjörnunnar, meðal annars það að hann notaði ekkert krydd á matinn og gekk í það að verða við öllum þörfum Bítilsins. Við Jónas náttúrlega þóttumst það miklir heimsborgarar að það hvarflaði ekki að okkur að minnast á Bítlana en það fóru að renna á okkur tvær grímur þegar Ringo var sí og æ að vísa til einhvers frá Bítlatímanum. Fljótlega bætast Sigurjón Sighvatsson og Gunni Þórðar í hópinn og við setjumst að snæðingi. Það er mikið borðað og mikið, mikið drukkið og alltaf heldur Ringo áfram að tala um Bítlana. Það endar með því að ég get ekki stillt mig eftir að hafa horft á allar serímóníurnar í kringum mat trommarans og spyr hvernig í ósköpunum hann hafi eiginlega farið að á Indlandi þar sem allur matur er hressilega kryddaður. „Það var nú ekki flókið,“ sagði Ringo. „Ég pakkaði niður í tvær töskur. Í annarri var enskt kex og í hinni ensk sulta og þegar ég var búinn úr báðum töskunum þá pakkaði ég niður og fór heim.“ Eftir máltíðina var haldið í áframhaldandi gleðskap heima hjá Agli og þar var setið og spilað og drukkið fram á morgun. Egill segir það reyndar lygi sem haldið hefur verið fram að Bítillinn hafi viljað kók í koníakið. Hann hafi drukkið koníak í íslensku appelsíni, sem hafi verið eina blandið sem til var í ísskápnum. „Þarna erum við til klukkan sjö um morguninn við drykkju og spilerí, við Ringo spiluðum til dæmis fjórhent á píanóið og hann söng Yesterday. Gunni Þórðar lét senda eftir gítarnum sínum og spilaði með og þetta var hressandi. Þegar komið er að kveðjustund heimtar Ringo að við Gunni komum með austur í Atlavík, því þetta hafi verið svo gaman. Og það verður úr að við förum austur með honum, ég, Jónas og Gunni, og vorum upp frá því kallaðir bítlagæslumennirnir eins og Stuðmenn sungu síðar um í laginu Hringur og bítlagæslumennirnir.“
Tengdar fréttir Vísurnar voru mín sáluhjálp Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífi hans. 8. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Vísurnar voru mín sáluhjálp Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífi hans. 8. nóvember 2014 09:00