Djammaði með Ringo til sjö um morguninn FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR skrifar 9. nóvember 2014 22:22 Egill, Ringo og Gunnar Þórðarsson. vísir/gva/getty Egill Eðvarðsson, dagskrárgerðarmaður RÚV, er hafsjór af skemmtilegum sögum eins og meðfylgjandi saga ber með sér. Hér segir af því þegar hann, alls óvænt, varð fylgdarmaður Ringos Starr þegar hann spilaði með Stuðmönnum í Atlavík um árið. „Þegar Ringo var væntanlegur til landsins voru Stuðmenn flognir austur í Atlavík og báðu Jónas R. Jónsson að taka á móti honum þegar flugvélin lenti, koma honum í koju og fljúga svo með honum austur daginn eftir. Þetta var seinnipartinn á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi og ég var á leið í sumarbústað með mína fjölskyldu þegar Jónas hringir og segir að Ringo vilji endilega fara út að borða og við hjónin verðum að koma með. Við erum mætt hálftíma síðar á veitingahúsið Arnarhól og erum kynnt fyrir Ringo og Barböru konu hans. Jónas hafði fengið allar upplýsingar um þarfir stjörnunnar, meðal annars það að hann notaði ekkert krydd á matinn og gekk í það að verða við öllum þörfum Bítilsins. Við Jónas náttúrlega þóttumst það miklir heimsborgarar að það hvarflaði ekki að okkur að minnast á Bítlana en það fóru að renna á okkur tvær grímur þegar Ringo var sí og æ að vísa til einhvers frá Bítlatímanum. Fljótlega bætast Sigurjón Sighvatsson og Gunni Þórðar í hópinn og við setjumst að snæðingi. Það er mikið borðað og mikið, mikið drukkið og alltaf heldur Ringo áfram að tala um Bítlana. Það endar með því að ég get ekki stillt mig eftir að hafa horft á allar serímóníurnar í kringum mat trommarans og spyr hvernig í ósköpunum hann hafi eiginlega farið að á Indlandi þar sem allur matur er hressilega kryddaður. „Það var nú ekki flókið,“ sagði Ringo. „Ég pakkaði niður í tvær töskur. Í annarri var enskt kex og í hinni ensk sulta og þegar ég var búinn úr báðum töskunum þá pakkaði ég niður og fór heim.“ Eftir máltíðina var haldið í áframhaldandi gleðskap heima hjá Agli og þar var setið og spilað og drukkið fram á morgun. Egill segir það reyndar lygi sem haldið hefur verið fram að Bítillinn hafi viljað kók í koníakið. Hann hafi drukkið koníak í íslensku appelsíni, sem hafi verið eina blandið sem til var í ísskápnum. „Þarna erum við til klukkan sjö um morguninn við drykkju og spilerí, við Ringo spiluðum til dæmis fjórhent á píanóið og hann söng Yesterday. Gunni Þórðar lét senda eftir gítarnum sínum og spilaði með og þetta var hressandi. Þegar komið er að kveðjustund heimtar Ringo að við Gunni komum með austur í Atlavík, því þetta hafi verið svo gaman. Og það verður úr að við förum austur með honum, ég, Jónas og Gunni, og vorum upp frá því kallaðir bítlagæslumennirnir eins og Stuðmenn sungu síðar um í laginu Hringur og bítlagæslumennirnir.“ Tengdar fréttir Vísurnar voru mín sáluhjálp Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífi hans. 8. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Egill Eðvarðsson, dagskrárgerðarmaður RÚV, er hafsjór af skemmtilegum sögum eins og meðfylgjandi saga ber með sér. Hér segir af því þegar hann, alls óvænt, varð fylgdarmaður Ringos Starr þegar hann spilaði með Stuðmönnum í Atlavík um árið. „Þegar Ringo var væntanlegur til landsins voru Stuðmenn flognir austur í Atlavík og báðu Jónas R. Jónsson að taka á móti honum þegar flugvélin lenti, koma honum í koju og fljúga svo með honum austur daginn eftir. Þetta var seinnipartinn á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi og ég var á leið í sumarbústað með mína fjölskyldu þegar Jónas hringir og segir að Ringo vilji endilega fara út að borða og við hjónin verðum að koma með. Við erum mætt hálftíma síðar á veitingahúsið Arnarhól og erum kynnt fyrir Ringo og Barböru konu hans. Jónas hafði fengið allar upplýsingar um þarfir stjörnunnar, meðal annars það að hann notaði ekkert krydd á matinn og gekk í það að verða við öllum þörfum Bítilsins. Við Jónas náttúrlega þóttumst það miklir heimsborgarar að það hvarflaði ekki að okkur að minnast á Bítlana en það fóru að renna á okkur tvær grímur þegar Ringo var sí og æ að vísa til einhvers frá Bítlatímanum. Fljótlega bætast Sigurjón Sighvatsson og Gunni Þórðar í hópinn og við setjumst að snæðingi. Það er mikið borðað og mikið, mikið drukkið og alltaf heldur Ringo áfram að tala um Bítlana. Það endar með því að ég get ekki stillt mig eftir að hafa horft á allar serímóníurnar í kringum mat trommarans og spyr hvernig í ósköpunum hann hafi eiginlega farið að á Indlandi þar sem allur matur er hressilega kryddaður. „Það var nú ekki flókið,“ sagði Ringo. „Ég pakkaði niður í tvær töskur. Í annarri var enskt kex og í hinni ensk sulta og þegar ég var búinn úr báðum töskunum þá pakkaði ég niður og fór heim.“ Eftir máltíðina var haldið í áframhaldandi gleðskap heima hjá Agli og þar var setið og spilað og drukkið fram á morgun. Egill segir það reyndar lygi sem haldið hefur verið fram að Bítillinn hafi viljað kók í koníakið. Hann hafi drukkið koníak í íslensku appelsíni, sem hafi verið eina blandið sem til var í ísskápnum. „Þarna erum við til klukkan sjö um morguninn við drykkju og spilerí, við Ringo spiluðum til dæmis fjórhent á píanóið og hann söng Yesterday. Gunni Þórðar lét senda eftir gítarnum sínum og spilaði með og þetta var hressandi. Þegar komið er að kveðjustund heimtar Ringo að við Gunni komum með austur í Atlavík, því þetta hafi verið svo gaman. Og það verður úr að við förum austur með honum, ég, Jónas og Gunni, og vorum upp frá því kallaðir bítlagæslumennirnir eins og Stuðmenn sungu síðar um í laginu Hringur og bítlagæslumennirnir.“
Tengdar fréttir Vísurnar voru mín sáluhjálp Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífi hans. 8. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Vísurnar voru mín sáluhjálp Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífi hans. 8. nóvember 2014 09:00