Fréttir af akri allsnægtanna Edda K. Sigurjónsdóttir skrifar 31. október 2014 09:18 Hugrekki og gagnrýnin, skapandi hugsun eru undirstaðan í starfi myndlistarmannsins. Að njóta myndlistar nærir og örvar gagnrýna hugsun, sem sennilega er það sem okkur skortir einna mest. Finnum við hvað við raunverulega trúum á í hjartanum og fylgjum því – án þess að miðla sífellt málum, samþykkjum það sem síðasti ræðumaður sagði eða erum við hálfdofin og látum yfir okkur ganga framkvæmdir drifnar af skammsýni og eiginhagsmunum? Myndlistin getur hjálpað okkur á margan hátt. Með því að njóta myndlistar má virkja ímyndunaraflið og næra gagnrýna hugsun. Og með því að fjárfesta í myndlist má nýta ótalmörg ónýtt sóknarfæri, efla stóran atvinnuveg og meira að segja skapa fullt af tekjum fyrir land og þjóð. Þó tekjurnar séu ekki í öllum tilfellum beinar eru nefnilega líka stunduð alvöru viðskipti í myndlist. Það eru alltaf kyndilberar í hverri grein sem halda ótrauðir inn í óvissuna. Með músuna sér við hlið geta þau við góðar aðstæður verið neistinn og sprekið sem hleypa af stað ofsakröftugu báli, hverfa svo sjálf inn í eldhafið en þjóna lykilhlutverki í heildarsamhenginu. Mér finnst eins og ég sé daglega umkringd mörgum svona hugrökkum manneskjum með skýra sýn og mig langar oft til að margfalda og magna upp raddir þeirra og gjörðir svo allir heyri, en finnst um leið eins og það nenni eiginlega enginn að hlusta – að súrefnismagnið til að glæða bálið sé sífellt minnkað. Ég held að óþægilega mörgum í samfélaginu okkar, allsnægtarsamfélaginu, líði langt í frá vel og séu óafvitandi með banana í eyrunum. Það er skrýtið til þess að hugsa að við virðumst oft velja að dvelja í vondu ástandi og leyfa því að versna, þótt við höfum öll tromp á hendi til að prófa aðra leið. Við erum umvafin safaríkum efnivið hér á akri allsnægtanna og við erum umkringd ævintýralegum óravíddum, urmli hugmynda og tækifæra og ónýttra sóknarfæra. Í fjarska kunna þessar óþekktu leiðir að virðast aðeins fyrir djarfa eldhuga að halda inn á. En mikið væri gott að finna hugrekkið og fara saman, kynda bálið og virkja eigin skilningarvit, finna hvað hjartað kallar á og finna ónýtta kraftinn sem við eigum sjálf. Mér þætti gaman ef við myndum nýta skapandi titringinn og eldmóðinn í myndlistarlandslaginu hér, virkja hann og margefla. Það er fyrir menninguna og náttúruna sem fólk vill heimsækja Ísland og upp á þær þurfum við að passa. Virkjum menninguna og verndum náttúruna. Þetta ætti að vera augljóst mál hvort sem litið er á það frá sjónarmiði andlegra eða veraldlegra gæða. Undirrituð hefur á undanförnum árum framleitt ýmis verkefni og fengið ágæta innsýn inn í innviði hinna ýmsu menningarstofnana, listamannareknu rýma, safna og gallería og inn í líf og þróun verka fjölmargra myndlistarmanna, hönnuða og annarra sem byggja afkomu sína á sköpunarkraftinum. Ég held að peningar séu á fáum sviðum eins vel nýttir og í menningunni en tækifærin eru ótalmörg vannýtt. Mótframlag listamanna er líka ómælt enda alkunnugt að mikils ósamræmis gætir á milli vinnuframlags og tekna. Starfsumhverfi myndlistarmanna og margra þeirra sem starfa í menningargeiranum er óstöðugt og verulega takmarkað fjármagn virðist vera í nánast öllum verkefnum. Af þessu lærist sitthvað um útsjónarsemi, nýjar leiðir og að með samtakamætti og í trausti manna á milli má koma ótrúlegustu hlutum í framkvæmd. Eilíf blóðtaka er þó þreytandi og lítil næring er í teiknuðum kartöflum og burtflognum hænsnum til lengdar. Það er nóg til af góðum hugmyndum og auðæfum sem deila mætti bróðurlegar á milli þó misjafnt séu þau metin til fjár. Valdið og ábyrgðin eru okkar, gefum það ekki frá okkur og hugsum vandlega hvert við stefnum. Ég held að innst inni séum við í raun öll á sömu leið. Leiðinni heim, heim til míns hjarta – þar sem ríkir frelsi og öryggi og allt er vaðandi í ást og hamingju. Getum við nýtt samtakamátt okkar, horft langt fram á veginn og nýtt okkur listina til alls hins besta? Mikið væri það frábært. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 2014 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Myndlist og hugsun Hvaða áhrif hefur listin á það hvernig við tökum ákvarðanir í okkar daglega lífi? 30. október 2014 10:06 Að staldra við Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. 29. október 2014 09:02 Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Hugrekki og gagnrýnin, skapandi hugsun eru undirstaðan í starfi myndlistarmannsins. Að njóta myndlistar nærir og örvar gagnrýna hugsun, sem sennilega er það sem okkur skortir einna mest. Finnum við hvað við raunverulega trúum á í hjartanum og fylgjum því – án þess að miðla sífellt málum, samþykkjum það sem síðasti ræðumaður sagði eða erum við hálfdofin og látum yfir okkur ganga framkvæmdir drifnar af skammsýni og eiginhagsmunum? Myndlistin getur hjálpað okkur á margan hátt. Með því að njóta myndlistar má virkja ímyndunaraflið og næra gagnrýna hugsun. Og með því að fjárfesta í myndlist má nýta ótalmörg ónýtt sóknarfæri, efla stóran atvinnuveg og meira að segja skapa fullt af tekjum fyrir land og þjóð. Þó tekjurnar séu ekki í öllum tilfellum beinar eru nefnilega líka stunduð alvöru viðskipti í myndlist. Það eru alltaf kyndilberar í hverri grein sem halda ótrauðir inn í óvissuna. Með músuna sér við hlið geta þau við góðar aðstæður verið neistinn og sprekið sem hleypa af stað ofsakröftugu báli, hverfa svo sjálf inn í eldhafið en þjóna lykilhlutverki í heildarsamhenginu. Mér finnst eins og ég sé daglega umkringd mörgum svona hugrökkum manneskjum með skýra sýn og mig langar oft til að margfalda og magna upp raddir þeirra og gjörðir svo allir heyri, en finnst um leið eins og það nenni eiginlega enginn að hlusta – að súrefnismagnið til að glæða bálið sé sífellt minnkað. Ég held að óþægilega mörgum í samfélaginu okkar, allsnægtarsamfélaginu, líði langt í frá vel og séu óafvitandi með banana í eyrunum. Það er skrýtið til þess að hugsa að við virðumst oft velja að dvelja í vondu ástandi og leyfa því að versna, þótt við höfum öll tromp á hendi til að prófa aðra leið. Við erum umvafin safaríkum efnivið hér á akri allsnægtanna og við erum umkringd ævintýralegum óravíddum, urmli hugmynda og tækifæra og ónýttra sóknarfæra. Í fjarska kunna þessar óþekktu leiðir að virðast aðeins fyrir djarfa eldhuga að halda inn á. En mikið væri gott að finna hugrekkið og fara saman, kynda bálið og virkja eigin skilningarvit, finna hvað hjartað kallar á og finna ónýtta kraftinn sem við eigum sjálf. Mér þætti gaman ef við myndum nýta skapandi titringinn og eldmóðinn í myndlistarlandslaginu hér, virkja hann og margefla. Það er fyrir menninguna og náttúruna sem fólk vill heimsækja Ísland og upp á þær þurfum við að passa. Virkjum menninguna og verndum náttúruna. Þetta ætti að vera augljóst mál hvort sem litið er á það frá sjónarmiði andlegra eða veraldlegra gæða. Undirrituð hefur á undanförnum árum framleitt ýmis verkefni og fengið ágæta innsýn inn í innviði hinna ýmsu menningarstofnana, listamannareknu rýma, safna og gallería og inn í líf og þróun verka fjölmargra myndlistarmanna, hönnuða og annarra sem byggja afkomu sína á sköpunarkraftinum. Ég held að peningar séu á fáum sviðum eins vel nýttir og í menningunni en tækifærin eru ótalmörg vannýtt. Mótframlag listamanna er líka ómælt enda alkunnugt að mikils ósamræmis gætir á milli vinnuframlags og tekna. Starfsumhverfi myndlistarmanna og margra þeirra sem starfa í menningargeiranum er óstöðugt og verulega takmarkað fjármagn virðist vera í nánast öllum verkefnum. Af þessu lærist sitthvað um útsjónarsemi, nýjar leiðir og að með samtakamætti og í trausti manna á milli má koma ótrúlegustu hlutum í framkvæmd. Eilíf blóðtaka er þó þreytandi og lítil næring er í teiknuðum kartöflum og burtflognum hænsnum til lengdar. Það er nóg til af góðum hugmyndum og auðæfum sem deila mætti bróðurlegar á milli þó misjafnt séu þau metin til fjár. Valdið og ábyrgðin eru okkar, gefum það ekki frá okkur og hugsum vandlega hvert við stefnum. Ég held að innst inni séum við í raun öll á sömu leið. Leiðinni heim, heim til míns hjarta – þar sem ríkir frelsi og öryggi og allt er vaðandi í ást og hamingju. Getum við nýtt samtakamátt okkar, horft langt fram á veginn og nýtt okkur listina til alls hins besta? Mikið væri það frábært. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 2014
Myndlist og hugsun Hvaða áhrif hefur listin á það hvernig við tökum ákvarðanir í okkar daglega lífi? 30. október 2014 10:06
Að staldra við Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. 29. október 2014 09:02
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun